22.1.2009 | 06:42
KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai
KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai
Þar sem allt er að verða vitlaust þarna heima á Íslandi, þá er spurning um að byrja að blogga aðeins aftur og lofa þá blogglesendum að fylgjast með ferð sem að ég fór frá Danmörku til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Ég tók mikið magn af myndum eins og vanalega og skráði jafnframt dagbók úr ferðinni.
Dagur - 1 / Day - 1
Kaupmannahöfn - París - Shanghai China Kína
Ferðin byrjar í Kaupmannahöfn og er lest tekin snemma morguns út á Kastrup flugvöll (Copenhagen Airports Kastrup). Þaðan er flogið beint á París.
Á meðan við biðum eftir flugi til Kína á Charles de Gaulle Airport, þá kom upp sú hugmynd að skreppa niður í miðbæ Parísar. En síðan kom í ljós að tíminn var of naumur svo að við bókuðum okkur inn aftur
Vegabréfaskoðun á flugvellinum í París, Charles de Gaulle Airport. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér bíða farþegar í lúxusaðstöðu eftir flugi á Charles de Gaulle Airport flugvellinum í París.
Lúxus biðaðstaða á flugvellinum Paris Charles de Gaulle Airport. Enda var biðröð eftir því að fá að komast í þessi sæti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir 10-11 tíma flug (heildar ferðatími 14-15 kl.st.), flogið frá París til Shanghai með Boing 777. Allt í boði Air France og þvílíkar matarveitingar með frönskum eðalvínum og margrétta mátíðum. Einnig var horft á fullt af nýjum bíómyndum ásamt því að spila nokkra tölvuleiki (Frakkar bara kunna þetta og þetta er líka á almennu farrými).
Eina sem klikkaði var að töskurnar hennar Heng urðu eftir og var óvart flogið með þær til Bejing. En þær skiluðu sér seint í gær upp að dyrum þar sem að við búum núna.
Lent á flugvellinum í Shanghai
Shanghai Airport China 简体 繁体 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frá flugvellinum fórum við með gamalli rútu sem var mögnuð upplifun eða eins og að fara 50 ár aftur í tímann. Á meðan brunaði heimsins flottasta rafmagnslest (Maglev kerfi) sem ferðast á segulbraut á 430 km/klst. hraða við hliðina á okkur! Eftir um kl.st. keyrslu ókum við í gegnum miðborgina yfir risabrúarmannvirki fram hjá stað þar sem næsta heimsýning Expó 2010 mun rísa (Ísland verður þar á meðal) og var greinilegt allt á fullu í jarð- og undirbúningsvinnu.
Hér er komið að risa brú Nanpu Bridge sem liggur yfir ánna Huangpu á leið inn í miðbæ Shanghai
Við hliðina á Nanpu Bridge er sýningasvæðið þar sem íslenski skálinn verður á næstu heimssýningu World EXPO 2010 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fórum strax út í mannlífið. Hélt að kl. væri 7 að morgni en þá var hún 7 að kveldi. Allt tímaskin ruglað. Klukkan er 4:30 þegar þetta er skrifað, (fór á fætur 2:00 þegar ég taldi mig búinn að sofa nóg!)
Til að vita hvað klukkan er. þá var nóg fyrir mig að snúa úrinu ca. 180° þannig að 12 verður 6. En eins og við vitum, þá er ísland hinu megin á hnettinum.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í íbúðinn hennar Heng, þá var farið úr á næsta horn þar sem keyptur var ný eldaður matur
Fórum á veitingastað og keyptum okkur mat og það var risamáltíð fyrir 2 og verðið var ca. hálf pulsa með öllu miða við verðið heima á Íslandi og við gátum ekki klárað matinn (allt mjög framandi matur sem ég hef lítið borðað áður og þó ýmislegt prófað í þeim efnum)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við hliðina á veitingastaðnum er ótrúlegur markaður þar sem hægt er að kaupa nánast flest allar ávexti, matjurtir og dýrategundir til matar, bæði lifandi og dauðar. Þarna voru slöngur, ormar, skjaldbökur, krabbar, froskar, fiskar (iðandi og spriklandi út um allt og Heng sleikti út um) .... og ÓTRÚLEGT úrval :) Var því miður ekki með myndavélina með mér.
Okkur var boðið í mat til frænku Heng og var skotist með leigubíl
þar var boðið upp á flottar veitingar af kínverskum sið. Chines food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heng á æði íbúð hér í lokuðu hverfi sem þarf aðgangskort til að komast inn á. En þar er slatti af 20-40 hæða blokkum. Hún er með risa Sony TV í stofunni og annan skjá í svefnherberginu, internettengingu sem að ég var að reyna að finna út úr um nóttina (eða dag). En hún var með uppsett internet á sína ferðavél svo að það sem að ég gerði var að "shera" hennar nettengingu og búa til "wifi" þráðlaust net. Var því nót að tengja mig inn á hennar vél með mína tölvu til að komast inn á netið og það án þess að nota nokkuð lykilorð :)
Heng var sofandi á meðan ég dunda mér í tölvunni ásamt því að fletta í ca. 100 "kínverskum" rásum á sjónvarpinu (aðeins ein á Ensku :( China Today)!!! Greinilegt er að allar útsendingar eru orðið í HD gæðum og mikið af flottri grafík sem að maður er ekki vanur að sjá í Evrópu.
Við fórum bæði í klippingu kvöldið áður og í þeim pakka var 2 sinnum hárnudd, 2 sinnum hárþvottur og ásamt rakstri, eyrnarmerghreinsun m.m. og að verkinu komu 4-5 aðilar og herlegheitin kostuðu 200-300 kr. íslenskar :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Þar sem allt er að verða vitlaust þarna heima á Íslandi, þá er spurning um að byrja að blogga aðeins aftur og lofa þá blogglesendum að fylgjast með ferð sem að ég fór frá Danmörku til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Ég tók mikið magn af myndum eins og vanalega og skráði jafnframt dagbók úr ferðinni.
Dagur - 1 / Day - 1
Kaupmannahöfn - París - Shanghai China Kína
Ferðin byrjar í Kaupmannahöfn og er lest tekin snemma morguns út á Kastrup flugvöll (Copenhagen Airports Kastrup). Þaðan er flogið beint á París.
Á meðan við biðum eftir flugi til Kína á Charles de Gaulle Airport, þá kom upp sú hugmynd að skreppa niður í miðbæ Parísar. En síðan kom í ljós að tíminn var of naumur svo að við bókuðum okkur inn aftur
Vegabréfaskoðun á flugvellinum í París, Charles de Gaulle Airport. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér bíða farþegar í lúxusaðstöðu eftir flugi á Charles de Gaulle Airport flugvellinum í París.
Lúxus biðaðstaða á flugvellinum Paris Charles de Gaulle Airport. Enda var biðröð eftir því að fá að komast í þessi sæti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir 10-11 tíma flug (heildar ferðatími 14-15 kl.st.), flogið frá París til Shanghai með Boing 777. Allt í boði Air France og þvílíkar matarveitingar með frönskum eðalvínum og margrétta mátíðum. Einnig var horft á fullt af nýjum bíómyndum ásamt því að spila nokkra tölvuleiki (Frakkar bara kunna þetta og þetta er líka á almennu farrými).
Eina sem klikkaði var að töskurnar hennar Heng urðu eftir og var óvart flogið með þær til Bejing. En þær skiluðu sér seint í gær upp að dyrum þar sem að við búum núna.
Lent á flugvellinum í Shanghai
Shanghai Airport China 简体 繁体 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frá flugvellinum fórum við með gamalli rútu sem var mögnuð upplifun eða eins og að fara 50 ár aftur í tímann. Á meðan brunaði heimsins flottasta rafmagnslest (Maglev kerfi) sem ferðast á segulbraut á 430 km/klst. hraða við hliðina á okkur! Eftir um kl.st. keyrslu ókum við í gegnum miðborgina yfir risabrúarmannvirki fram hjá stað þar sem næsta heimsýning Expó 2010 mun rísa (Ísland verður þar á meðal) og var greinilegt allt á fullu í jarð- og undirbúningsvinnu.
Hér er komið að risa brú Nanpu Bridge sem liggur yfir ánna Huangpu á leið inn í miðbæ Shanghai
Við hliðina á Nanpu Bridge er sýningasvæðið þar sem íslenski skálinn verður á næstu heimssýningu World EXPO 2010 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fórum strax út í mannlífið. Hélt að kl. væri 7 að morgni en þá var hún 7 að kveldi. Allt tímaskin ruglað. Klukkan er 4:30 þegar þetta er skrifað, (fór á fætur 2:00 þegar ég taldi mig búinn að sofa nóg!)
Til að vita hvað klukkan er. þá var nóg fyrir mig að snúa úrinu ca. 180° þannig að 12 verður 6. En eins og við vitum, þá er ísland hinu megin á hnettinum.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í íbúðinn hennar Heng, þá var farið úr á næsta horn þar sem keyptur var ný eldaður matur
Fórum á veitingastað og keyptum okkur mat og það var risamáltíð fyrir 2 og verðið var ca. hálf pulsa með öllu miða við verðið heima á Íslandi og við gátum ekki klárað matinn (allt mjög framandi matur sem ég hef lítið borðað áður og þó ýmislegt prófað í þeim efnum)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við hliðina á veitingastaðnum er ótrúlegur markaður þar sem hægt er að kaupa nánast flest allar ávexti, matjurtir og dýrategundir til matar, bæði lifandi og dauðar. Þarna voru slöngur, ormar, skjaldbökur, krabbar, froskar, fiskar (iðandi og spriklandi út um allt og Heng sleikti út um) .... og ÓTRÚLEGT úrval :) Var því miður ekki með myndavélina með mér.
Okkur var boðið í mat til frænku Heng og var skotist með leigubíl
þar var boðið upp á flottar veitingar af kínverskum sið. Chines food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heng á æði íbúð hér í lokuðu hverfi sem þarf aðgangskort til að komast inn á. En þar er slatti af 20-40 hæða blokkum. Hún er með risa Sony TV í stofunni og annan skjá í svefnherberginu, internettengingu sem að ég var að reyna að finna út úr um nóttina (eða dag). En hún var með uppsett internet á sína ferðavél svo að það sem að ég gerði var að "shera" hennar nettengingu og búa til "wifi" þráðlaust net. Var því nót að tengja mig inn á hennar vél með mína tölvu til að komast inn á netið og það án þess að nota nokkuð lykilorð :)
Heng var sofandi á meðan ég dunda mér í tölvunni ásamt því að fletta í ca. 100 "kínverskum" rásum á sjónvarpinu (aðeins ein á Ensku :( China Today)!!! Greinilegt er að allar útsendingar eru orðið í HD gæðum og mikið af flottri grafík sem að maður er ekki vanur að sjá í Evrópu.
Við fórum bæði í klippingu kvöldið áður og í þeim pakka var 2 sinnum hárnudd, 2 sinnum hárþvottur og ásamt rakstri, eyrnarmerghreinsun m.m. og að verkinu komu 4-5 aðilar og herlegheitin kostuðu 200-300 kr. íslenskar :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Flug, Lífstíll, Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 07:19 | Facebook
Athugasemdir
Vorum að skoða þetta áður en við förum á Austurvöll, þurfum að koma við í búð kaupa þorramat. Múttu þinni fannst þetta æði,kær æveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:26
Hæ Helga.
Mig langar í þorramat :|
Kjartan Pétur Sigurðsson, 24.1.2009 kl. 17:30
Mögnuð þessi mynd hjá þér af turnunum, sem speglast í vatninu. Svo er skemmtilegt að sjá hvað ljósin í gluggunum eru mislit. Í einum glugga er rautt, sem lokar skalanum og einhvernvegin hengir myndina saman. Takk annars fyrir þetta frábæra og fróðlega ferðalag.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 09:37
Ég er semsagt búinn að skrolla í gegnum allt bloggið og týna mér í því og læt nægja að kvitta fyrir allt hér. :)
Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2009 kl. 09:38
Sæll Kjartan Pétur.
Gaman að sjá blog frá þér. Sannarl. innihaldsríkt eins og alltaf.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu, LÍF OG LAND........
Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 09:45
Jón Steinar:
Gaman hvað þú tekur eftir smáatriðum í myndinni Jón Steinar. Myndin er tekin á Canon 1DS Mark II á þrýfæti með 16-35 mm Canon F2.8 (16mm), RAW format, þrjár í einu með mismunandi lýsingu og síðan settar saman til að fá út nýja mynd með miklu lýsingarsviði. Er með aðra seríu sem er enn flottari sem kemur seinna í þessu ferðabloggi. Að auki er um 2 sjónarhorn að ræða og er svo síðan sú mynd sett saman í lokin (samtals 6 myndir).
Hvað rauða litinn snertir í glugganum, þá getur hann haft tvíræða meiningu eftir því í hvaða landi maður er staddur. En til að gera góða mynd betri, þá þarf alltaf eitt sterkt element til að undirstrika myndina.
En annars tel ég þig góðan að hafa nennu til að fara í gegnum allt bloggið og takk fyrir innlitið :)
Valdemar Ásgeirsson:
Takk fyrr innitið. Auðkúluheiði er mitt uppáhald (fyrir virkjun).
Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.1.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.