13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:10 | Facebook
Athugasemdir
Hér er svo annað myndband sem vert er að skoða í þessu sambandi:
http://neo.blog.is/blog/neo/entry/670901/#comment1803367
Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.10.2008 kl. 08:28
Held að menn ættu ekki að missa sig í algerlega reyfarakenndar samsæriskenningar. Þetta er ekki flóknara en svo að það eru um 20 - 40 manns sem að flúðu með fé sitt í burtu. Ef td Glitnir stóð svona vel afhverju setti Þorsteinn már ekki meir peninga inn, peninga sem hann fékk"gefins úr auðlindum okkar" Hvað lögðu þessir menn inn í upphafi? af hvaða höfuðstóli tapa þeir? þegar menn höndla bara í lató hagkerfinu og þá á ég við þessi ofurlaunuðu menn þá á að vera allt í lagi að tapa líka þeir eru ekki að tapa kofunum ofan af sér eins og megin þorri fólks í landinu.
Þetta er svo einafalt að meira segja meðalgreindur pípari eins og ég sé þetta menn drulluðu uppá bak, nú er skítalykt af þeim og enginn vill leika.
Bottom line er grýtum þessa menn og tökum stjórnarliða og seðlabankastjórna líka með. Hvað þarf til að fólk mæti og geri eitthvað berjist höfum við einhverju að tapa. Er ekki málið að mæta með kreppta hnefa og stíga á mót þessu hyski.
Nei ég bara spyr.
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.