STÆRSTA BANKARÁN ÍSLANDSSÖGUNNAR

Það fór eins og ég hélt, en fyrir viku síðan skrifaði ég þessa athugasemd við blogg hjá Agli Helgasyni þar sem hann var að vísa í hina frægu grein sem Þorsteinn Pálsson ritaði í Fréttablaðið HÉR (hann hefur líklega grunað hvað væri í gangi, enda verið að stefna að sameiningu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins m.m.)

photo
23. september, 2008 kl. 14.25
"Það er áhugavert að horfa yfir sögusviðið (brunarústirnar) þessa dagana. Gæti hugsast að hávaxtastefna seðlabankans sé hluti af stóru plotti og mikilli innri baráttu um peningaleg völd á Íslandi. Hverjir koma til með á endanum að græða á slíku. Það er að heyra að það sé farið að síga á ógæfuhliðina hjá Björgólfi og þá líklega Jóni Ásgeiri líka og fl.

Gæti það verið hluti af þessu stóra dæmi? Það virðist vera algjörlega í höndum á fámennum hópi hvernig krónan er látin dansa upp og niður sem svo veldur því aftur að verðbréf, húsnæðisverð og fl. hrynur með reglulegu millibili og þá koma “réttu” aðilarnir og hirða allt saman á spott prís.

Fróðlegt væri að vita hvaða hlutverk Davíð hafi í slíkum leik?

Peningar virðast því miður vera farnir að stjórna “aðeins of miklu” á Íslandi í dag, það er í það minnsta búið að sanna sig margoft hvað varðar Borgarstjórn Reykjavíkur og þó er það aðeins lítil hluti af heildar dæminu.

... og svo má ekki gleyma einu, almenningur verður látin borga það sem svona barátta kemur til með að kostar eins og svo oft áður!"


Síðan birti ég þessa mynd hér í gær og það var varla liðin ein mínúta áður en að það kom athugasemd á blogginu hjá mér frá sjálfskipuðum varðmönnum ákveðins miðils og valdi ég að fjarlægja þá myndina af blogginu hjá mér tímabundið á meðan ég var að greiða úr flækjunni. En lesa má nánar um þá annars skemmtilegu lesningu hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/655397/

En svona lítur hin fræga mynd út af RÁÐAMÖNNUM þjóðarinnar og vilja sumir meina að heilum banka hafi verið rænt fyrir framan augunum á alþjóð.

Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra, Kjartan Gunnarsson í stjórn Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og Hannes Hólmsteinn Gissurarson í bankaráði Seðlabankans.

Ég heyrði að Össuri hefði verið troðið í skottið á bílnum því hann hefði verið svo óþekkur. Að vísu var pínu erfitt að loka skottinu en það hafðist þó að lokum þegar félagarnir tóku sig saman, allir sem einn og hossuðu sér á skottlokinu. Það er greinilega ýmislegt hægt þegar viljinn er fyrir hendi (Umrædd notkun á myndinni var veitt með góðfúslegu leyfi Róberts Reynissonar stjörnuljósmyndara m.m.)


Þessa stundina er líklega að renna tvær grímur á þjóðina sem er líklega að vakna upp við vondan draum og í raun að verða vitni að stærsta bankaráni Íslandssögunnar og líklega þarf að leita langt út fyrir landssteinanna til að finna rán að svipaðri stærðagráðu!

Á meðan les almenningur fréttirnar um að Ingibjörg Sólrún sé á spítala og Þorgerður Katrín klappstíra í útlöndum og fyrirsagnir í fjölmiðlum í þessum æsifréttastíl:

Mogginn og Fréttablaðið gangi í eina sæng.

Endalok Baugsmiðils: Fbl undir Mbl

Hluthafar Glitnis tapa 205 milljörðum króna

Jón Ásgeir reiður vegna yfirtöku

Möguleg sameining Landsbankans og Glitnis rædd. Landsbankamenn ræddu við Geir
(og líkið ekki einu sinni farið að kólna)

og það síðasta í þessum leik verður líklega skjót sameining bankanna svo að gjörningurinn eða plottið verði yfirstaðið áður en fólk áttar sig á því sem gerst hefur!

Hér má svo sjá Glitnis banka sem er verðandi Landsbanki. En hluthafar hafa tapað meira en 205 milljörðum eftir atburði helgarinnar.

Loftmynd af Glitnisbanka í Reykjavík við Sæbraut. Picture of Glitnisbank in Iceland that will soon be Landsbanki of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Glitnis banka sem er verðandi Landsbanki. En hluthafar hafa tapað meira en 205 milljörðum eftir atburði helgarinnar.

Loftmynd af Glitnisbanka í Reykjavík við Sæbraut. Picture of Glitnisbank in Iceland that will soon be Landsbanki of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurningin er, hvað græðir Samfylkingin á þessu? Það er annars með ólíkindum að þar þegja þingmenn þunnu hljóði sem einn maður. Hvar er Björgvin viðskiptaráðherra núna? Spurning hvort að hér sé að kenna um reynsluleysi eða þá að sumir flokksmenn hafi hreinlega ekki fattað hvað hér væri í gangi. Það kom hvað mest á óvart að Steingrímur J. var samþykkur þessu öllu saman. Það bókstaflega kinkuðu allir kolli. Hefði Alþingi ekki átt að koma saman og ræða þessi mál með aðeins gagnrýnum hætti ... frá öllum hliðum?

Og svo í lokin, þá á ekki að vera nokkur fræðilegur möguleiki á að reka banka á Íslandi í þrot miða við þær gósenaðstæður sem þeim hefur verið búin af stjórnvöldum á Íslandi í gegnum árin!

Annars áhugavert að sjá að spá mín skuli vera að rætast þó með mun alvarlegri hætti en nokkurn þorði að vona fyrir fjölmiðla- og bankastarfsemi landsins.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Telur Stoðir ekki fara í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frabaer pistill Kjartan! Merkilegt ad yfirleitt kaupa thennanna banka! Rikikid atti bara ad taka bankan og handaka stjornendur og adaleigendur!

A Islandi eru hlturnir odruvisi. (Sorry enn eg er ekk med islenskt lyklabord) Lallajons er settur i stenin fyrir ad stela sigarettukartoni. Sidan koma their sem stela millj0rdum og fa naestum falkaordunsa fyrir dugnad..thar sem eg thekki baedi rona og radherrasem sumir eru likas ronar i odruvisi stodu, tha se eg engan mun a theim. Peningaronum fer iskyggilega fjolgandi a Islandi.

Thegar kosid er folg a thing, er ekkert spurt hvad vidkomandi kann. Bara ef vidkomandi er med gott munnledur, tha kemst hann a ghinh.

Enn thad er ad sjalfsogdu tjodinni ad kenna ad hjosa yfir sig svona ofreskjur sem eru bunir ad sanna tha stadreynd i morg ar. Bjorguylfur gaeti reddad thessu veseni med peninga a Islandi med einni avisun. Enn af hverju aetti hann ad gera thad eftir thessa framkomu sem honum hefur veri synd? Ekki myndi eg setja eina kronu i svona rugl ef eg vaeri hann.

Tha[ er sidur enn svo farid ad siga a ogaefuhlidina hja Bjorhgulfi, enn thad hardnar i ari hja Joni Asgeiri. Thu fyrirgefur thegar eg gargadi af hlatri theagr thu komst med thessa frabaeru settninu:

En svona lítur hin fræga mynd út af RÁÐAMÖNNUM þjóðarinnar og vilja sumir meina að heilum banka hafi verið rænt fyrir framan augunum á alþjóð.!!!

Kaupthing vard til einmitt i gegnum bankarna, okurlan og lan til huseienda sem var buioid ad grandskoda a[ ekki hofdu efni a af borga lanin. Hbad eru nargir sem hafa efni a ad borga 10% vexti ofana upphaedina sem their eru med af lani. Petur Blondal er alla vega staersti glaepathingmadurinn okkar og oll hans mal eru fyrnd.

Rikid atti ad kaupa allan bankan og henda ruglhausunum ut sem hasfa stjornad Glitni hingad til, tho eg segi thad einu sinni enn. Eg hef aldrei haft neitt haft neitt serstakt alit a David sem Sedlabankastjora, enn hann staekkadi verulega i aliti hj;a mer vid thessa adgerd.

Annars hefdi ad visu verid skarru kostur ad Glitnir hefdi bara farid a hausin og tha hefdi Rikid verid i betri samningaadstodu og fengid thetta fyrir slikk!

Bankaraeningjar Glitnis eru adaleigendur eda voru, og peningarnir sem their stalu er ad mestu leyti i Sviss og Luxemburg. Og svo er hluta af teim dreift um allar jardir. Thetta heitir viskipti a Islandi, enn bankaran i ollum odrum londum...

Óskar Arnórsson, 30.9.2008 kl. 08:39

2 identicon

Hvernig væri nú að reyna að sá fram fyrir nefið á sér? Heimurinn snýst ekki um Baugsveldið.

Farðu nánar ofaní saumana á lausafjárkreppunni og áhrif hennar á heimsvísu. Hrun banka og yfirtökur í BNA og SB. Bloggaðu svo lærða grein um áhrifin á íslenska kaupahéðna.

Spurningin sem við eigum að spyrja er að mínum dómi. Hverjir eru það sem eru að flýja krónuna og flytja alla sína peninga í erlendan gjaldmiðil með tilheyrandi hruni á verðgildi krónunnar? Þeir munu væntanlega koma sveipandi sverði þegar byrtir til og kaupa upp það sem þú nefnir svo réttilega á brunaútsölu.

Ég er ekki hrifinn af sjálfstæðispúkunum og einkavæðingunni en tel að þeir séu að átta sig á takmörkunum kapitalismans. Svo er að sjá hvort þjóðin kjósi þá enn á ný? Tel hættulegt að skipta um áhöfn úti í miðjum ólgusjó. En kúrsinn þarf að rétta af.

Guðjón Leifur.

G. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég þakka ykkur fyrir innlitið og áhugaverðar skoðanir hjá ykkur báðum um annars þessi grafalvarlegu mál sem herja á þjóðina þessa daganna.

Hingað til hef ég nú haldið mig við ljósmyndir, kort og stutta myndatexta og hef helst ekki viljað koma nálægt þeirri tík sem nefnist póli-"tík".

Sú tík er sífellt að koma mér meira og meira á óvart og það siðferði sem þar viðgengst og skammt er þar stórra högga á milli. Kjaftagangur, baknag, svik og pretti virðist vera orðið normið hjá þessu fólki og ekki má gleyma samtryggingunni. Á meðan almenningur þessa lands er að berjast við einfaldar stöðumælasektir og smábrot af ýmsu tagi, þá er það alveg hreint með ólíkindum hversu langt pólitíkin getur leyft sér að fara og er þá verið að tala um einhver mörk sem venjulegt fólk nær ekki einu sinni að ímynda sér að séu hreinlega til.

Ekki veit ég hvort að það eru peningarnir eða völdin sem fara svona illa með fólk eða þá bara hrein og klár frekja sem stafar þá líklega af slæmu uppeldi í æsku. En mannlegt eðli og fjölbreytileiki þess er fyrir löngu hætt að koma mér á óvart og því eldri sem að maður verður, því verður maður meira uppvís af því hvernig kaupin gerast á eyrinni.

Baugsmálið er aðeins hluti af þessum dæmi og leikendur eru í raun mun fleiri. Því miður virðist það vera svo að ráðamenn eru stórir þátttakendur í leiknum, langt alveg upp fyrir haus, því miður. Þeirra hlutverk á ekki að vera meira en að setja leikreglur, vinna sína vinnu þingi, halda ráðuneytum gangandi og halda virku eftirlit með því sem er að gerast á vígvellinum.

En einhvernvegin læðist að mér sá grunur að Seðlabankastjóri sé orðin meiri þátttakandi í þessum leik en góðu hófi gegnir.

Spurning hvort að það sé ekki einfaldlega hrein og klár frekja sem er þar á ferð?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 10:33

4 identicon

Sælir,

  Jafnvel samsæriskenningar þurfa að hafa lágamarks skynsemi innanborðs.....

    .....Óhófleg skuldsetning íslenskra banka og fyrirtækja erlendis, og lausafjárkreppa, og lélegar ákvarðanir í lánaveitingu, og fjárfestingum er eitthvað sem að skapa þetta, síðan er náttúrulega eitthvað baktjaldamakk í kjölfarið á því, en að halda því fram að þetta sé eitt stórt samsæri................COME ON!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 10:55

5 identicon

Já... FL/Stoðir eru á grænni grein... ég meina... þetta var ekkert kæruleysi og græðgi, bara óheppni og persónulegt hatur...

Svo spyrja menn sig af hverju Íslendingar eru mótmælaheftir... kammon... Meðan allur heimurinn kennir ríku gráðugu strákunum um hvernig komið er... sleikjum við þá upp og dáumst enn að ríku og góðu strákunum á hvítu þotunum...

Það er ekki í lagi með þennan klaka...

Ólinn (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:03

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki var það nú meiningin hjá mér að fegra þessa sprenglærðu fjármálaspekingana á súperlaununum neitt sérstaklega. Ef það eru einhverjir sem hafa virkilega gert stórt stykki í brókina í þessu máli, þá eiga þeir þar vissulega mjög stóran hlut að máli. Það er ekki nóg að kaupa allt sem hægt er að kaupa, það þarf líka að reka dæmið.

Líklega er eitt stærsta vandamálið á Íslandi í dag, allar öfgarnar. Það virðist hreinlega ekki vera hægt að gera neitt nema það þurfi helst að vera með þvílíkum stæl og helst flottri flugeldasýningu í ofanálag. Nú er komið að því að það þarf að fara að reka öll þessi fyrirtæki sem búið er að kaupa út um allan heim og líklega er eitt af vandamálunum að það vantar hreinlega hæfan mannskap til þess. Hvernig á þessi fámenna þjóð að hafa alla þá yfirsýn og þekkingu yfir þær risafjárfestingar sem ráðist hefur verið í út um allt!

Ég bara spyr?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Shock and awe" er svosem ekkert ný taktík, þó hún eigi uppruna sinn í skæruhernaði þá virðist hún duga þeim sem ætla að fá vilja sínum framgengt í stjórnmálum á Íslandi. Ef það væru uppreisnarmenn, fjármagnaðir af óvinveittu erlendu ríki sem myndu haga sér svona þá kæmi það ekki á óvart, en þegar það eru augljóslega samantekin ráð af hálfu æðstu valdamanna þjóðarinnar ásamt þeirra bestu einkavinum er það grafalvarlegt mál. Iss piss, þetta er banalýðræði og ekkert annað!

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2008 kl. 13:12

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bananalýðræði átti það að vera, afsakið fljótfærnina...

Guðmundur Ásgeirsson, 30.9.2008 kl. 13:14

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Orðið bananalýðveldi er orðið svo mikið notað í íslenskum stjórnmálum að það fer bráðum að koma að því að setja þurfi orðið inn í stjórnaskrá Íslands svo að það fari nú ekki á milli mála hvaða stjórnarfyrirkomulag er rekið á Íslandi.

Davíð Oddson kom með þá hugmynd að plantan gleym-mér-ei yrði gerð að þjóðarblómi en Jón Ásgeir mælti frekar með bananaplöntunni sem hefði mun sterkari stofn (lesist Stoðir) en blómið gleym-mér-ei. Þá fór Hannes Hólmsteinn í fýlu og heimtaði að plantan Geldingarhnappur yrði gerður að þjóðarblómi. Árni Johnsen varð þá arfavitlaus og hótaði öllu illu heimtaði að kartöflur væru eina rétta plantan. Af tvennu illu þá hóf Illugi upp rausn sína og taldi illgresi besta blómið. Guðni Ágústsson fór þá að jarma og taldi lambagrass vera hið eina sanna þjóðar- og ættjarðarblóm. Kjartan Gunnarsson taldi blóðberg henta betur en Geir Hilmar Haarde sér bara blátt mælti frekar með blágresi.

Eftir að niðurstaða fékkst í málið, þá var ákveðið að stórauka bananaframleiðsluna í Hveragerði undir reikulli stjórn Eyþór Arnalds (því er hann allt í einu komin inn í þessa umræðu!) svo að ferðamenn geti fengið sér bananna til að gæða sér á ... sorry, var víst komin á smá flug með þetta :)

p.s. í leiðinni var nýr þjóðsöngur valin og hljómar hann svona:

Ef ég væri blankur ...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 13:55

10 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað er hægt að segja, kanski best þetta sem einn viðmælandi Bylgjan síðdegis sagði á ljósvakanum í gær að þessir 85 milljarðar væri líklega það sem fyrrum yfirmenn þessa banka eru búnir að taka út úr fyrirtækinu undanfarin ca 8-10ár í formi ýmissa forma td.  ofurlauna, hlunninda, fríðinda ofl ofl - einhver sagði að einn fv ofurstjórinn hjá FL Group hafi keypt sér (skíða) BREKKU í Frakklandi - svona einangrast menn í ríkidæminu að geta ekki deilt né rennt sér með öðrum.........

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2008 kl. 15:08

11 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég veit nú ekki hvort að ég kaupi það að um langtíma samsæri sé að ræða Kjartan, það finnst mér eiginlega stjarnfræðilega ólíklegt. En hinu er ég farinn að hallast sterklega að að Davíð hafi ekki staðist freistinguna þegar færi gafst.

Burtséð frá áliti manna á Baugs-, Stoða- eða Glitnismönnum að þá tel ég að það liggi ljóst fyrir að "hin" leiðin hefði alltaf verið eðlilegri fyrstu skref. Að lána bankanum gegn veði er það sem ættu að vera eðlileg fyrstu viðbrögð Seðlabankans. Ég trúi því bara ekki að Glitnir sé orðin slík rjúkandi rúst að það hefði ekki verið eðlileg fyrstu viðbrögð í neyðaráætlun.

Baldvin Jónsson, 30.9.2008 kl. 15:25

12 identicon

Skíðabrekku??? Það er ekki að spyrja að því! En það ætti að vera hverjum heilvita hálfvita ljóst að Íslendingar hafa ekki lengur bein í nefinu!!!!!!!!

Ha ha (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 15:32

13 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Baldvin, á bankinn gott veð eða eigendur ? ég sem íslendingur hef ekki efni á að taka þá áhættu að tapa 85 milljörðum - því koma þeir bara ekki með eiginn fé inn sem þeir segjast eiga nóg af taka alvöru áhættu

Jón Snæbjörnsson, 30.9.2008 kl. 15:59

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ólafur: Því ætti Ísland að vera laust við spillingu frekar en önnur lönd og sér í lagi þar sem sömu aðilar hafa farið með völd "allt of lengi" og nóg er til að peningunum til að rífast yfir. Ef litið er á hvernig málum var fyrir komið í Borgarstjórn Reykjavíkur, þá fékk alþjóð viðbjóð að sjá það í beinni um hvað pólitíkin er farin að snúast á Íslandi. Svona meira farið að minna á hýenur í leit af æti ...

Jón: Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvernig stjórnvöld gátu sofið á verði og látið það viðgangast árum saman að útvalið "stjörnu"-lið innan bankakerfisins gat gengið ótakmarkað í sjóði bankanna án nokkurs aðhalds eða eftirlits. Þetta eru bankar sem eru búnir að lifa í vellystingum árum saman þar sem stjórnvöld hafa stutt þessa banka í að vera bæði með svimandi háa vexti og svo verðtryggingu. Á sama tíma hefur verið botnlausa skuldasöfnun af ódýrum lánum frá útlöndum sem er svo lánað á fáránlega háum kjörum til almennings. Einnig hefur verið gífurlegt fjárstreymi úr landi þar sem fjöldi fyrirtækja hefur verið skuldsett með lánum og eigendum fyrirtækjanna svo rétt fjármagnið til að leika sér með í útlöndum. Ég hefði haldið að það ætti að vera til einhver lagarammi og eftirlitsstofnun sem ætti að hafa einhverjar takmarkanir á öllu þessu rugli. Ég er búinn að heyra margar svona sögur eins og þú nefnir með skíðabrekkuna og það er eins og stjörnuliðið hafi verið á einu allsherjar sýndarfylleríi bæði hér heima og í útlöndum (á meðan voru stjórnmálamenn líklega í löngu sumarfríi og fjölmiðlar alveg agndofa yfir öllum dásemdunum).

Baldvin: Spurning með samsæri og ekki samsæri, mig grunar nú að sumir hafi séð sér leik á borði og nýtt sér þá kjör aðstöðu sem myndaðist. Svo er ég á því að Íslenskt samfélag sé ekki eins saklaust og margir vilja halda, eða eins og mogginn segir reglulega Ísland er mest og best á öllum sviðum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 16:27

15 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það veit það hver heilvita maður sem nennir að setjast niður og skoða þessi mál með réttum gleraugum að það er ekki einleikið hvernig sumir aðilar eru teknir fyrir af stjórnkerfinu á meðan aðrir eru látnir í friði. Það er ráðið í pólitískar stöður út um allt stjórnkerfið og að sjálfsögðu er ætlast til þess að sá greiði sé launaður. Ef þú færð nógu vel greitt fyrir það verkefni sem þér er falið að sjá um þá er einfaldlega gert það sem beðið er um .. þegar á þarf að halda.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 16:37

16 Smámynd: Baldvin Jónsson

Jón Snæbjörnsson: Getur þú útskýrt fyrir mér hvernig fjármunum þjóðarinnar er betur borgið með þessari leið?

Hver er munurinn á því að eiga forgangskröfu í veð eða á því að eiga stóran hlut? Meginmunurinn er líklega sá að með forgangskröfu fengjum við frekar eitthvað upp í þessa 84 milljarða ef illa fer.

Það er að minnsta kosti mín sín.

Baldvin Jónsson, 30.9.2008 kl. 16:41

17 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Kveðjur að norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.9.2008 kl. 16:42

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Geir Haarde hefur komið óheiðarlega fram. Hann sagði í fréttum sjónvarpsins á laugardaginn að fundurinn með seðlabankastjórunum væri ekki krísufundur. Hann væri bara að setja sig betur inn í málin vegna mikilla ferðalaga erlendis! Veit maðurinn ekkert hvað er að gerast hérna vegna flandurs í útlöndum?

Síðan sagði hann í fréttatíma á sunnudaginn að ekki væri von á sérstökum aðgerðum á næstunni. Morguninn eftir var ríkið búið að taka Glitni eignarnámi fyrir 84 milljarða, langt undir gangverði bankans fyrir nokkrum dögum.

Lárus Welding sagði í Silfri Egils fyrir rúmri viku að engin hætta væri á að Glitnir yrði ríkisvæddur. Hann sagði síðan í fréttum í gær að staða bankans væri sterk. Samt þurfti hann að fá 84 milljarða innspýtifé til að bjarga stöðu sinni!

Ég er nokkuð viss um að Davíð Oddsson sé að ná sér niður á Baugsfeðgum og ætlunin sé að selja Landsbankanum Glitni fyrir gjaffé.

Theódór Norðkvist, 30.9.2008 kl. 17:11

19 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það virðist vera eitthvað hik hlaupið í stjórnarliðið núna og svo lítur það ekki sérlega vel út eins og staðan er orðin að fara að rétta Landsbankanum Glitni strax eins og til stóð eftir allt það sem á undan er gengið. Nú þurfa menn að setjast niður aftur og úthugsa nýja möguleika í stöðunni. Þægilegast hefði verið að klára málið alla leið og gera það enn erfiðara að hætta við allt saman. Á meðan eru Jón Ásgeir og félagar á fullu að reyna að finna einhverja aðra færa leið sem getur bjargað þeim út úr þessari krísu. fyrir utan 205 milljarða tap hluthafa, þá liggja duldar eignir og tengsl Glitnis út um allt þjóðfélagið og það er líklega ekki beint þægilegt að þurfa að opinbera það allt fyrir nýjum eiganda.

Geir hefur sýnt það alla tíð að hann er maður sem segir nákvæmlega það sem honum hentar hverju sinni þó svo að framkvæmir séu ekki í neinu samræmi við yfirlýsingar eftir á. Á einföldu máli kallast það að ljúga upp í opið geðið á kjósendum aftur og aftur. Það virðist skipta hann litlu því að blaðamenn eru víst ekki mikið að ganga á eftir því sem að hann segir og gerir. Þetta er víst orðið normið í stjórnmálum í dag.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 17:42

20 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Við vorum rétt búnar að hæla Björgvini viðskiptaráðherra eldhús-kaffi kellingarnar.Þetta er ekki búið,sjáum til

Helga Kristjánsdóttir, 30.9.2008 kl. 17:57

21 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Góður pistill hjá þér Kjartan.

En ég verð að sega hvað voru menn að leita til Seðlabanka ef einhver önnur úrræði voru til staðar? Mér finnst fyrst að Selabankinn var að grípa inní þessa atburðarás var ekki hægt að gera það öðruvísi en svona eins og gert var.  Það er verið að moka út peningum skattborgara til bjargar mönnum sem eru búnir að vera með ævintýralegar fjárfestingar og hafa hagað sér ótrúlega mí samningum við sjálfa sig með kaupréttarákvæðum og launagreiðslum.  Hafa menn velt því fyrir sér að þessi upphæð sem ríkið greiddi er nánast sú upphæð sem Bjarni Ármannson og fleiri kumpánar hafa fengið í laun og kaupréttar ákvæðum síðastliðin 5 ár.  Eru menn búnir að gleyma því að í upphafi var þessi banki Fiskveiðisjóður Íslands og menn fengu hann fyrir ekki neitt?  Ég hef ekki mikla samúð með þessum fjárfestum sem eru búnir að kjafta upp íbúðarverð og hvatt fólk til að taka erlend lán og skipta gömlu Íbúðarlánunum í myntkörfulán.  Þeir ætluðu að knésetja Íbúðarlánasjóð til að ná ollu undir sig.  Þetta er búið að vera stefna Sjálfstæðisflokksins að einkavæða alla hluti,en sem betur fer stoppaði Framsókn það að loka Íbúðarlánasjóði.

En hitt er annað mál að þetta ber líka svolítið keim af hefnd Davíðs út í Baugsveldið það fer ekki á milli mála.

Einar Vignir Einarsson, 30.9.2008 kl. 18:01

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Mjög góður pistill Kjartan :)  ég hef ekki tíma til þess að lesa öll svörin hér núna en mun gefa mér tíma til þess fljótlega.

Óskar Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 18:32

23 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það hefur ekki verið fallegt að horfa upp á fáránlegt fall á íslensku krónunni og allar þær árásir sem gerðar hafa verið á íbúðarlánasjóð. Ofan á það þarf svo almenningur að búa við hæstu vexti sem þekkjast plús verðtryggingu. Ungt fólk og fólk sem er að kaupa sína fyrstu Íbúð í dag á ekki nokkurn möguleika. Lán og skuldir gera víst lítið annað en að vaxa upp í það óyfirstíganlega. Ísland er í raun miðstýrt þrælasamfélag þar sem fólk þarf að vinna flestar vinnustundir á mann ef borið er saman við önnur lönd í Evrópu og ef þú skuldar nóg, þá þarftu bara að vinna meira góurinn. Síðan koma fjármagnseigendur, bankar og fl. og þakka pent fyrir sig og rétta síðan Bjarna Ármanns og félögum 1.000.000.000 eða meira svo að þeir þurfi nú ekki að líða neinn skort.

Annars er erfitt að skilja það þegar gullinu (fisknum) hefur verið bókstaflega mokað upp úr einum gjöfulustu og stærstu fiskimiðum sem finnast á jörðinni í meira en hálfa öld.

Einnig átti álið að vera einhver guðsgjöf sem átti öllu að bjarga. Þetta er að verða svona svipað og í vanþróuðum olíuríkjunum þar sem auðvaldið hirðir gróðann og almenningur situr eftir og býr jafnvel við enn verri kjör en áður! Þotuliðið og stjórnmálamenn mættu fara aðeins að hugsa sinn gang. Utanríkisþjónustan ein kostar sem dæmi um milljarð á mánuði og það til að reka rúmlega 300 þús. manna samfélag (internetið virkar annars vel). Þar er víst bara lið sem hefur gaman að því að ferðast og hygla sér og sínum í boðum og veislum út um allan heim og allt í boði almennings. Nýjasta bullið hjá þessu dvergríki er að reyna að koma sér inn í öryggisráð sameiniðuþjóðanna ... ég bara spyr til hvers?

En varðandi þessa baráttu hjá Davíð og félögum, þá segir sú þekking sem að ég hef á mannlegu (skítlegu) eðli að þarna er eitthvað meira sem býr að baki en bara hagur íslenskara neytanda ... það væri þá líklega í fyrsta skiptið ef svo væri.

Dabbi ætti að snúa sér að því að reyna að halda genginu stöðugu og hætta að bjóða almenningi upp á stöðugar rússíbanaferðir með gjaldmiðil landsins íbúum landsins til endalausrar hrellingar og útvöldum til mikillar ánægju. Það er fyrst og fremst hans starf og í það er hann ráðinn, ekki til að vera í einhverju sólóleik fyrir flokkinn og félaganna eins og síðustu dæmin sanna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 18:46

24 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir Kjartan.

Heidi Strand, 30.9.2008 kl. 18:47

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst menn taka heldur stórt upp í sig með að tala um bankarán hér. Rétt að rifja upp þetta og þetta. Hér hafa ákveðnir frumkvöðlar í vafasömu viðskiptasiðferði fengið búmmerangið sitt í hausinn aftur. Ég hefði ekki lánað þessum mönnum 90 milljarða bara út á andlitið á þeim með 100% einhliða áhættu í því ástandi, sem nú ríkir í heiminum. Þetta var eina skynsamlega leiðin fyrir ríkið í stöðunni og ég er ekki viss um að menn yrðu svona kokhraustir ef bankinn færi á hausinn, þrátt fyrir allt, (sem enn er raunhæfur möguleiki).

Vissulega eiga þeir sök Davíð og Geir. Þeir komu sér í sjálfheldu, sem ekki varð bakkað út úr með hávaxtastefnunni og lagalegu frjálsræði bankanna. Vöxtum var haldið háum til að lokka fjármagn inn í landið, og þeir sem tóku það inn í landið voru bankarnir, sem stóðu á götuhornum og buðu lán.  Skilyrðin voru búin til af Dabba og co og bankarnir misnotuðu þau svo.

Hingað flæddu inn 800 milljarðar af skammtímaskuldbindingum við spekúlanta, sem vildu gera út á þessa háu vexti. Þar með var ekki hægt að lækka vexti, því þá hefði þessu fjármagni verið kippt út á stuttum tíma og veð innheimt. Það hefði valdið dómínóeffekt, sem hefði sett landið á uppboð. Þessvegna þandist blaðran og bankarnir höfðu allar gáttir opnar og buðu þessu heim.

Nú þegar lausafjárkreppa er í heiminum, þá bætist ofaná að menn eru að draga þessa peninga út, þrátt fyrir vaxtastigið til að forða sjálfum sér frá falli. Ekki er gefin eftir tomma, engir frestir eða endurfjármögnun. Þess vegna riðaði Glitnir til falls. Veðin eru skítsins virði í þessari stöðu og bankinn er ekki vel stæður þrátt fyrir bundnar eignir.

Það sem hefur sannast af þessari kreppu er að áðlögun leikjafræðinnar að viðskiptum og þar með hugmyndafræði frjálshyggjunnar hefur afsannað sig með   hörmulegum afleiðingum, eins og margir spáðu. Það er á annað ár síðan ég las spádóma um þetta hjá Ívari Pálssyni hér á blogginu og einnig er vert að benda á að viðvaranir Danskra banka og fjölmiðla hafa reynst óþægilega mikið á rökum reistar.

Í stöðunni var hárétt að málum staðið og hagsmunir borgaranna hafðir í fyrirrúmi. Annað hefði hreinlega ekki gengið. Án ríkishlutdeildar hefði Glitnir verið látin rúlla fyrir helgi.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 19:17

26 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skil ekki alveg hvað þið hefðuð viljað að gerðist.......... Glitnismenn báðu Seðlabankann um aðstoð. Ekki hefði ég orðið sáttari við að ríkissjóður hefði lánað þeim einhverja milljarða. Tel þetta batterí einfaldlega ekki pottþétta borgunarmenn fyrir því.

Valkostirnir ekkert margir eins og staðan var.... nema leyfi Glitni að rúlla

Heiða B. Heiðars, 30.9.2008 kl. 19:25

27 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Já, það er alveg víst að staða alþjóða fjármálamarkaðarins í heiminum hefur haft mikil áhrif á þessa þróun. Líka hrun margra stærri banka, sem veitt hafa Glitni lánstraust sitt, en það sem hefur eyðilagt allra mest, bæði stöðu krónunnar, skuldastöðu fyrirtækjanna og þjóðarinnar í heild sinni, er afdráttarlaus hávaxtastefna Seðlabankans og svo aðgerðarleysi OG andvaraleysi ríkisstjórnarinnar...... sem gjörsamlega hefur setið hjá og ekki gert eitt eða neitt í lengri, lengri tíma, nema að leggja áherslu á öryggisráð SÞ og senda Þorgerði Katrínu út á nógu marga leiki í nógu mörgum löndum. 

Lilja G. Bolladóttir, 30.9.2008 kl. 19:37

28 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Óskar, Heidi, Heiða, Lilja og þú Jón fyrir greinagóðar skýringar. Einnig er áhugaverð lesning á Eyjan.is hjá Agli hér:

http://eyjan.is/silfuregils/2008/09/30/hvi-borgudu-their-ekki-sjalfir/#comments

Ég get vel skilið að Davíð og Geir (eða á þetta að vera Geir og Davíð?) eru ekki í óskastöðu þessa dagana. Með réttu hefði Davíð átt að lýsa sig strax vanhæfan til að taka á þessu máli og láta málið í hendurnar á hinum tveimur bankastjórunum. En ég hef ekki orðið mikið var við hina tvo í þessu spili. Þeir eru líklega upp á punt og til að kinka kolli þegar Dabbi gefur þeim merki!

Heiða: Ég fæ það út úr fréttum að bankinn hafi ekki staðið svo illa, aðeins vantað lausafé sem lá ekki á lausu og þá er spurning hvert hlutverk Seðlabankans er í raun? Svo er að sjá að það eru mjög stæðilegir hluthafar sem standa að bankanum og því þá þessi asi, varla eru þeir allir gjalþrota?

Lilja: Sammála, aðgerðaleysi, aðgerðaleysi,, aðgerðaleysi,, aðgerðaleysi,, aðgerðaleysi,, aðgerðaleysi .... í langan, langan, langan tíma ....

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 19:48

29 Smámynd: Heiða B. Heiðars

En ef að bankinn getur ekki komið með næga tryggingu fyrir því að ríkið geti treyst því að fá lánið greitt þá hlýtur að teljast vafasamt að ríkið láni peningana okkar! Reyndar hefur ekkert komið fram hverskonar tryggingu bankinn gat reitt fram..... sem mér finnst sýna að það var ekki skotheld trygging.

Mér finnst fáránlegt að þetta skyldi allt gerast á einni nóttu og skyldi ekki einu sinni fara fyrir ríkisstjórnarfund.... en það er enginn að tala um það

Heiða B. Heiðars, 30.9.2008 kl. 19:59

30 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Heiða auðvita er það undarlegt að þarna eru bara útvaldir og mjög fámennur hópur sem tekur allar þessar risaákvarðanir án þess að vera að ráðfæra sig mikið við hvorki kóng né prest. Hefði líka haldið að svona mál ætti að hvíla meira á herðum bankamálaraðherra og að hann væri þá talsmaðurinn fyrir gjörningnum. Glitnir hafði tryggingu hjá erlendum banka, sem var víst óvart bankinn sem Seðlabankinn fékk svo sitt stóra lán hjá auðvita undir þeim formerkjum að það ætti að styðja við bakið á Íslensku bönkunum. Við það féll niður tryggingin hjá bankanum til Glitnis og þeim var sagt að snúa sér til Seðlabankans sem þeir og gerðu en koma þar að lokuðum dyrum (eða þannig skil ég söguna)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 20:13

31 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef banki hefur ekkert lausafé, þá er hann gjaldþrota á blaðinu. Steinsteypa er ekki ti nokkurs metin í því samhengi. Að þeir skuli bera fyrir sig gríðarlegum eignum, sem dæmi um styrk bankans segir allt um blindu þeirra og hve arfavitlausir þeir hafa verið í sínum fjárfestingum. Engir seðlar og ónýt bréf: Gjaldþrot.

Menn steypa hér stömpum yfir því að menn hafi sagt ósatt í fréttum um stöðuna í aðdragandanum. Það er hreinlega eðlilegt og þakkar maður fyrir að menn voru svo varkárir. Ef menn hefðu sagt satt um stöðuna áður en lausn var fundinn, þá hefðu fjárfestar, hluthafar og sparifjáreigendur dregið allt sitt út og sett bankann á hausinn á nokkrum tímum. Raunar þarf aðeins orðróm til að setja banka á hausinn, þrátt fyrir sæmilega stöðu. Það eru ótal dæmi um slíkt.

Ræningjarnir hér eru Jón Ásgeir, Hannes Smárason og þeim líkir kafbátar, ef einhverjir geta kallast ræningjar. Menn, sem með blekkingum rændu hluthafa sína inn að skinni í tómri græðgi og settu blómleg fjárfestingardæmi á hausinn og misbuðu trausti allra. Bið þá sem ekki hafa kynnt sér strategíu þeirra að horfa á þau myndbönd t.d., sem ég lét fylgja með í fyrri athugasemd. Þeir eru ekki einir um þetta. Þetta er siðferðið, sem var norm hér og þessvegna er staðan eins og hún er.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 20:33

32 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er eiginlega að melta þetta var nokkuð sáttur þangað til ég hlustaði á Þorstein Má mér hefur reynst hann vita sínu viti. En á eftir að melta þetta betur. En satt er það að það þarf að taka aðeins til hvort byrjað hafi verið í rettu orni er annað mál. Það er líka athyglisvert og fróðlegt hvernig 75% fengust og svo líka hvað rikið græddi á fyrsta degi einhvern vegin held ég að ekki sé allt búið. Ef aðgerðin átti að skapa stöðugleika kom það ekki framm í genginu í dag allav

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.9.2008 kl. 20:50

33 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Það er aldeilis traffik á blogginu hjá þér Kjartan minn enda miklar fréttir. 

Vona bara að þessi ráðstöfun verði til að bankinn haldi lífi.  Og ef það er rétt að ríkið sé að græða á annað hundrað milljarða á þessum gjörningi - og hluthafarnir að tapa sömu upphæð - þá finnst mér sjálfsagt og sanngjarnt að hluthafarnir fái með einhverjum hætti sitt tap endurgreitt þegar ríkið selur sinn eignarhluta.

En vandamálið núna sýnist mér vera að Landsbankinn stendur frammi fyrir miklum vanda sem stæðsti lánardrottinn Stoða og að hann hefur tekið hlutabréf Stoða í Glitni sem veð fyrir þessum lánum - og það veð er nú lítils virði.  Þetta er sjálfsagt það sem hvílir þungt á þeim Landsbankamönnum í dag. 

Bragi Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 20:56

34 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Jón ég var búinn að sjá þessi vel unnu myndbönd ... og hvað er gert? Nákvæmlega ekki neitt. Ég sá viðtal við Þorstein Má fyrir utan Stjórnarráðið og það var greinilegt að honum var mjög brugðið og ekki alveg í jafnvægi eftir það sem á undan hafði gengið. En það er lögð mikil áhersla á að halda honum inni sem formanni stjórnar og bankastjórninni líka. Ef að þessir aðilar voru ekki að standa sig, því er þeir ekki látnir fara, hefði haldið að þarna væri gullið tækifæri til að taka aðeins til. En hvers vegna voru þessi 25% skilin eftir og ekki gengið alla leið?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 21:05

35 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Vá, hér er mikið fjör.

Þetta mál á sér margar hliðar og ég held að engin ein sé "hin eina rétta". Hins vega finnst mér merkilegt að eina ferðina enn er tekin gríðarlega stór ákvörðun án samráðs við Alþingi Íslendinga - rétt eins og með Íransstríðið hér forðum. Bæði þá og nú t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi þurftu ríkisstjórnir að leggja málin fyrir þing sín og ræða þau.

Hér tekur einn maður allar ákvarðanir og spyr hvorki kóng né prest - tilkynnir bara ákvörðun sína, fyrst litlum hópi síðan okkur hinum. Hvernig sem þetta Glitnismál snýr finnst mér þetta afleit vinnubrögð og ólýðræðisleg.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 21:23

36 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Bragi og þú líka mætt Lára :)

Umferðin inn á bloggið hjá mér var orðið ferlega dauf. Meira að segja Lára Hanna vinkona okkar var komin langt yfir mig í vinsældum (enda í uppáhaldi hjá Styrmi). Því var ekki annað að gera í stöðunni en að búa til eitthvert alvöru fréttaskúbb. Ég ákvað að hringja í Dabba í seðlabankanum og fá hann í lið mér. Hann var meira en til í geimið og hóaði hann í nokkra af sínum bestu félögum rétt fyrir helgina og útbúið var skothelt plan um að ræna íslenskan banka.

Það var alveg með ólíkindum hvað Dabbi var frjór og hugmyndaríkur í undirbúningnum og þegar hann áttaði sig á því að hann gæti nú loksins náð sér endanlega niður á erkióvini sínum númer 1, að þá fyrst varð hann óstöðvandi.

Núna skildi Jón Ásgeir og veldi hans loksins fá að falla, enda búið að kosta miklu til í gegnum árin, án nokkurs sýniegs árangurs.

Söguna getur þú svo lesið nánar í fjölmiðlum í dag og næstu daga. Ég þurfti svo ekki að gera annað en að taka þessa fínu mynd og setja þennan dramatíska titil á bloggið hjá mér:

"STÆRSTA BANKARÁN ÍSLANDSSÖGUNNAR"

En takk fyrir innlitið Bragi og Lára :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 21:41

37 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Óstjórn.   Mín skoðun á íslenskum stjórnmálum er sú að nánast öll kerfi eru ónýt (skattkerfi, tryggingakerfi, osfrv.) valdi er deilt út til útvalinna (lesist Sjálfstæðismanna) með þeim afleiðingum að almenningur getur ekki einu sinni treyst dómskerfi landsins.  Sjálfstæðismenn hafa stýrt landinu á þann hátt undanfarin 18 ár, að sjávarútvegurinn er rjúkandi rústir.  Æ, það er eiginlega bara allt rjúkandi rústir ef út í það er farið.  Nú á að virkja allt sem hægt er að virkja og eyðileggja okkar einstöku náttúru.  Davíð stjórnar enn.  Geir gerir eins og honum er sagt.  Björn rekur menn og ræður menn eftir eigin geðþótta.  Þorgerður Katrín er klappstýra.   Ég segi bara PÚFF !    

Af marggefnu tilefni vil ég sjá breytingar á stjórnun Íslands.  Mín draumastaða í stjórnmálum nánustu framtíðar lítur einhvern veginn svona út; Allir starfandi stjórnmálamenn á Íslandi taki pokann sinn í næstu kosningum - helst fyrr. Við breytum kosningafyrirkomulaginu og kjósum fólk en ekki flokka. Við fækkum þingmönnum í 15-20 og greiðum þeim u.þ.b. helmingi hærri laun á mann og spörum samt. Við sækumst eftir sérfræðingum í þessi störf. Við viljum menn sem kunna að stýra fyrirtækinu Íslandi af einhverri skynsemi.

Ég hef talað.

Anna Einarsdóttir, 30.9.2008 kl. 21:46

38 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég get tekið undir nánast hvert orð hjá þér Anna. Vandamálið er bara hið mannlega eðli sem er svo flókið og erfitt viðureignar og þar spila syndirnar Sjö: Ofát, Græðgi, Leti, Öfund, Reiði, Stolt, Girnd stóru hlutverki. En þetta eru eiginleikar sem við höfum öll í mismiklu mæli þó og hafa þróast á löngum tíma (Charles Darwin). Mikið af þessum eiginleikum virkuðu mjög vel hjá frummanninum þegar aðstæður voru erfiðar og við þurftum virkilega að berjast fyrir lífi okkar. Því miður eru enn sumir á því stigi ... í stjórnmálum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 22:12

39 Smámynd: Einar Indriðason

Amen, Anna.  Og.. hér sé fjör.  Ég þarf að sjá rykið setjast niður aðeins betur til að fara að skoða málið frá öllum hliðum....

Einar Indriðason, 30.9.2008 kl. 22:42

40 identicon

http://baggalutur.is/images/talblodrur/tal_61_david.jpg

Gus (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:48

41 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vill einhver nefna mér stjórnendur fyrirtækja sem gleggri eru að greina stöðuna í fjármálum en Þá Þorstein Má Baldvinsson og Jón Ásgeir Jóhannesson! Mér er mikið til efs að þeir séu auðfundnir. Í þessu moldviðri fjölmiðla treysti ég mér ekki til að meta svo hraða atburðarás mér til mikils gagns hvað þá öðrum. Hitt er augljóst að mat seðlabankastjóra og forsætisráðherra var rangt og grunnfærnislegt. Þeir hafa ekki séð fyrir þær afleiðingar sem í dag komu í ljós með hruni krónunnar og brostins trúverðugleika á stöðu íslenska fjármálakerfisins. Við heyrðum seðlabankastjórann segja að lánveiting sú sem Glitnir fór fram á hafi verið óverjandi gerningur vegna ótrúverðugs veðs. Kannski hafa margir keypt þessa skýringu.

En þetta voru orð þess manns sem á sínum tíma sem forsætisráðherra taldi einboðið að veita vini sínum Kára Stefánssyni 20 milljarða ríkisábyrgð handa sínu fyrirtæki, ámóta upphæð sem hann taldi yfir vámörkum í þessum banka og hirti með því milljarðahundruð af hlutafjáreigendum!  

Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 22:50

42 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hversu há var upphæðin sem flugfélagið okkar fékk sem tryggingu eftir atburðina 11. september 2001 til að tryggja reksturinn, var hún 200 milljarðar?

Árni Gunnarsson, 30.9.2008 kl. 22:54

43 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tek undir það með Braga hér að ofan að ef þessar aðgerðir til bjargar bankanum takast sem skyldi, þá ætti það að vera sjálfsögð krafa að ríkisvaldið láti megnið af hagnaði sínum ganga til bankans aftur, þegar hann hefur rétt úr kútnum eða selji hlut sinn á kaupverði til baka með eðlilegum vöxtum og kostnaði. Hluthafar bankans eru almenningur og starfsmenn og það yrði ekki forsvaranlegt ef ríkið ætlar að ganga undan með einhverju arðráni á þegnum sínum. Þá er víst að almennt viðskiptasiðferði haldi áfram að vera á þeim nótum, sem raun hefur verið. Við skulum bíða til vors og hætta að fárast yfir virtual tapi og virtual hagnaði á milli daga hér. Það er algerlega út í hött.

Það leynist ekki neinum þessa dagana hver á fjölmiðlana. Þar er bara ein hlið hins meinta "fórnarlambs" sem fær að njóta ljóssins. Það væri annars þakkarvert að Davíð og co sitji fyrir svörum um þetta á næstu dögum. Þeir mættu almennt vera og hafa verið sýnilegri og gera betur grein fyrir embættisfærslum sínu og þar með sýna fólki meiri virðingu. Að halda því fram að þessir menn séu að nota völd sín til að fá útrás fyrir persónulega gremju út í einstaklinga og gambla með sameiginlega sjóði, finnst jaðra við vænisýki. Ég ætla þeim meiri þroska en svo.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 23:15

44 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég verð að viðurkenna að þetta ástand er farið að sjúga svo mikla orku úr mér, að mig langar eiginlega ekkert að fjalla um það lengur.  En svo stenst maður ekki freistinguna eða löngunina, vegna þess að þetta er ekkert annað en hópnauðgun á íslenska fjármálakerfinu, sem hefur síðan verið að hópnauðga okkur húsnæðiseigendum og skuldurum.

Mér er alveg sama þó Davíð segist vera að bjarga Glitni frá gjaldþroti.  Hann fær ekki klapp á bakið frá mér.  Það var nefnilega úrræðaleysi og afglöp Seðlabankans í að framfylgja peningamálastefnu þjóðarinnar sem hefur valdið hluta af þessum vanda.  Ég ætla ekki að klína gjaldþroti Lehman Brothers á Seðlabankann, en hið gríðarlega fall íslensku krónunnar á 6 mánuðum hefur veikt hagkerfið svo mikið, að enginn má við áföllum lengur.  Í dag féll krónan um 5,3%.  "Björgunaraðgerðir" Seðlabankans einar sér hafa kostað mig hátt í 10 milljónir á 2 dögum í hækkun höfuðstóls lána. Ég þarf að auka tekjur mínar um 20 milljónir til að eiga fyrir þessum 10.  Þessi lán hafa hækkað um 38 milljónir það sem af er árinu, en fram að því höfðu þau hækkað um 5 milljónir undangengin 5 - 10 ár (eftir því hvenær lánin voru tekin).  Til að eiga fyrir þessari hækkun sem er orðin vegna lækkandi gengis krónunnar og hækkandi verðbólgu (sem ekki sér fyrir endann á), þarf ég að auka tekjur mínar um 76 milljónir og þá á ég eftir að borga vextina.  Og það eina sem ég hef mér til sakar unnið er að ég er að byggja og mér hefur ekki tekist að selja núverandi húsnæði. Hvað fór svona illilega úrskeiðis hjá Seðlabankanum að hann getur ekki varið gengi krónunnar eða haldið verðlagi stöðugu?

Ég hef oft velt því fyrir mér hvort enginn hjá Seðlabankanum ætli að axla ábyrgð á þessu dæmalausa klúðri.  Það þýðir ekki að segja að það þetta sé allt lausafjárkreppunni að kenna.  Ef svo væri, þá hefði íslenska krónan hreyfst í samræmi við aðra gjaldmiðla.  Nei, þetta er heimatilbúið vandamál sem er alfarið á ábyrgð Seðlabanka og ríkisstjórnar.  Þessir aðilar aðhafast lítið sem ekkert til að koma í veg fyrir fall krónunnar.  Þeir bara horfa á meðan Róm brennur.  Vandamálið má fyrst og fremst rekja til þess að Seðlabankinn á ekki nema eitt verkfæri í verkfærasettinu sínu og það er sleggja.  Það er aldrei hægt að koma með hófstillt viðbrögð, heldur skal illt með illu út reka.  Stýrivaxtahækkanir undanfarinna ára sýna þetta berlega.  En grunnurinn af þessu öllu eru óraunhæf verðbólgumarkmið bankans.  Hvaða snillingi datt í hug að setja 2,5% verðbólgumarkmið sem ófrávíkjanlegt markmið?  Og hvaða snillingi datt í hug að láta Ísland eitt landa á Vesturlöndum mæla verðbólgu með húsnæðislið þegar allir aðrir slepptu honum í mælingum?  Þetta er undirrót vandans og síðan glórulausar ákvarðanir um bindiskyldu og áhættustuðla við ákvörðun eigin fjárhlutfalls.

Málið er að stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika þjóðarinnar eru illa ígrundaðar ákvarðanir Seðlabanka Íslands.

Marinó G. Njálsson, 30.9.2008 kl. 23:20

45 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég vona að mér sé fyrirgefið að hafa dottið aðeins út úr umræðunni þarna undir lokin. Það vill svo til að ég er flúinn land og bý í öðru tímabelti og þurfti að drífa mig í koju. Á móti kemur að ég tek daginn snemma á Íslenskan mælikvarða á meðan flest ykkar sofa svefni hinna réttlátu.

Lára þú náðir að lauma þér inn á milli þegar ég var að svara Braga og tek ég undir með hversu ólýðræðisleg vinnubrögðin virðast vera í öllu þessu máli. Einar þú getur þurft að bíða lengi því að rykið fellur aldrei til jarðar, til þess er bægslagangurinn of mikill. Gis ég var búinn að sjá þessa fínu mynd sem þeir hjá Baggalút útbjuggu og á fólk að gera meira af slíku. Sæll Árni Gunnarsson (þekki víst nokkra með þessu nafni). Þeir sem standa í fyrirtækjarekstri og hafa mikið umleikis þurfa oftar en ekki að vinna undir gríðarlegri pressu og það er hreinlega ekki allra að standa í slíku. Þorstein Má Baldvinsson og Jón Ásgeir Jóhannesson eru gott dæmi um aðila sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð þrátt fyrr mikinn mótbyr. Eins og sjá má í fjölmiðlum að þá eiga þeir sér öfundarfólk víða. Ef eitthvað er, þá hefur erfið barátta á köflum ekki gert annað en að styrkja þessa menn, annars væru þeir ekki búnir að ná svona langt sem raun ber vitni. Kári Stefánsson er líklega eitt af skýrustu og líklega verstu dæmum um einkavinavæðingu, hvar stendur gengið í Íslenskri Erfðagreiningu í dag, í sögulegu lagmarki? Að vísu hef ég mikið álit á Kára að sumu leiti og margt af því sem hann hefur staðið fyrir sem frumkvöðull er vel gert. Hann er skemmtileg blanda af hálfgeðveikum vísindamanni og góðum sölumanni (sem er bráðnauðsynlegt á Íslandi) og má hann eiga það að hann fékk fullt af hámenntuðu fólki frá útlöndum til Íslands en ekki eins og ríkistjórnin er að gera þessa dagana, að reka menntaða Íslendinga úr landi og flytja inn ómenntað fólk til landsins til að vinna láglaunavinnu. Yfirleitt reyna þeir sem stýra þjóðfélögum að hafa þetta öfugt, bara ekki á Íslandi.

Nei vandamálið á Íslandi er það að það snýst allt um að vera í réttu klíkunni, flokknum, Lions, kórnum, fótboltaliðinu eða einhverju öðru álíka fyrirbæri og þá eru þér allir vegir færir. Skiptir litlu hvað þú kannt.

Ég ásamt fleirrum gerði það að smá tilraunaverkefni að reyna að sækja fé í nokkra sjóði út á ýmsar hugmyndir, svona áður en ég flutti af landi brot. Mig langaði til að sjá hvað hægt væri í þeim efnum. Ég sótti um styrki út á eitthvað um 10-15 frumkvöðlaverkefni og heildarúthlutunin var eitthvað á bilinu 200-300 milljónir. Í þetta var lögð gríðarleg vinna og niðurstaðan var sú að við fengum 0 krónur! Ég efa það ekki að ef ég hefði þekkt réttu aðilana (eins og Dabba og félaga), að þá hefði mér verið betur borgið.

Jón: Ég hef vissulega áhyggjur af þessu með fjölmiðlanna og mig grunar líka að þeir sem vinna í þeim bransa núna hafi líka "verulegar" áhyggjur.

Marinó: Því miður Marinó, þá á sú lýsing sem þú gefur af þínum málum við stóran hóp af Íslendingum sem standa í nákvæmlega sömu sporum og þú. Við þína sögu bæta við enn stærri hóp af fólki sem platað hefur verið til að taka stór lán til kaupa á verðbréfum, hlutabréfum, bílum ... sem er að verða nánast ómögulegt að greiða af eins og staðan er í dag.

Málið er einfalt, skipta strax yfir í Evru, vera með sömu vexti og verðbólgumarkmið sem eru í Evrópu, opna landið fyrir erlendar bankastofnanir og hætta þessu rússíbanarugli með Íslensku krónuna sem stjórnvöld hafa notað í gegnum árin til að verðfella laun almennings. Þá væri líka komið smá aðhald fyrir stjórnvöld til að fara að vinna þá vinnu sem þeim er ætlað að sinna.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 06:45

46 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir skemmtilegar og áhugaverðar pælingar Ólafur. Það er alltaf erfitt að breyta út af vananum, til þess er íhaldssemin hjá mannskepnunni einfaldlega of mikil. Það fólk sem er komið inn fyrir þröskuldinn á Alþingi er bara í vinnunni sinni og líður bara nokkuð vel þar. Til hvers að vera þá að rugga bátnum að óþörfu. Þeir vita það sem ráða að venjulega er það lítill afmarkaður hópur sem ræður ÖLLU og oftar en ekki einn aðili og gerist það oftast þannig að viðkomandi er búinn að safna í kringum sig hirð af "já" fólki sem kinnkar kolli um leið og viðkomandi segir eitthvað. Þannig er Íslensk pólitík í dag og þetta er það sem kallað er lýðræði.

Það er mjög gott að "Já" liðið hafi góðan talanda og séu góðir í því að gera lítið úr því sem andstæðingurinn hefur fram að færa og skiptir þá litlu hvort að það er gott eða slæmt.

Þingmenn eiga fyrst og fremst að vera hugsjónarfólk og vera með fókusinn (eða peruna) í lagi. Á Alþingi á að ríkja geislandi kraftur þar sem fólk vinnur sameiginlega að því að leysa vandamál þjóðarinnar. Ég hugsa að þeir sem eru inni á þeim vinnustað hefðu mjög gott að því að fá inn aðila sem hafa þekkingu á fyrirtækjastjórnun þar sem allt gengur út á að fólk vinni saman en ekki allir gegn öllum. Við vitum að slík fyrirtæki virka frekar illa í rekstri þar sem hver höndin er upp á móti annarri.

Sjálfsagt væri ekki óvitlaus hugmynd að breyta Alþingishúsinu í safn, leigja síðan eina hæð (hjá Eykt) og vera með það sem heitir opið skrifstofuumhverfi þar sem allir myndu sitja í opnu rími og ekkert að fela (skrifast ekki nein reykfyllt bakherbergi). Þessi vinnustaður yrði eins og allir aðrir vinnustaðir þar sem fólk mætir kl. 9 á morgnanna og hættir kl. 18 á daginn. Síðan yrðu ráðnir góðir framkvæmdastjórar eða reynsluboltar úr atvinnulífinu sem myndu stýra hinum ýmsu deildum með allri þeirri útsjónasemi sem þeir eru svo þekktir fyrir. Þingmenn og framkvæmdastjórarnir yrðu síðan persónukosnir þar sem sett yrði upp Alþingis-blogg sem hefði þann eina tilgang að þjóna slíku hlutverki.

Já nokkurn vegin sé ég þetta svona fyrir mér :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 08:08

47 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Fyrirsögnin á mbl:

Straumur eignast hluta Landsbankans

Það er greinilega ekki allt sem sýnist í þessum bankaheimi. Það varð þá Straumur sem kom Landsbankanum til hjálpar en ekki Glitnir eins og búið var að ákveða, nema það sé eins og einn bloggarinn heldur fram að það sé verið að losa fé til að klára kaupin á Glitni!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 09:49

48 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

En að vísu hef ég á tilfinningunni að það fari að "POPPA" upp falið fé frá ólíklegustu stöðum eins og leynireikningum sem útvaldir hafa verið að safna sér inn á í gegnum árin, nú er bara að bíða og sjá hvort að það fari ekki að gerast eitthvað meira spennandi í stöðunni. Það síðasta er að Jón Ásgeir og félagar séu komnir með stuðning frá Noregi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 09:52

49 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það verður gaman að sjá hvort ríkisstjórnin taki á hvítflibbabröskurunum og lækki við þá launin, eða sópi bara öllu sukkinu undir teppið og láti sem ekkert hafi í skorist.

Fjármálakerfið á Íslandi er rotið í gegn og ef uppskurður verður ekki gerður mun bankinn draga ríkissjóð með sér niður í fallinu.

Theódór Norðkvist, 1.10.2008 kl. 12:02

50 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er líklega ekki auðvelt að vera starfsmaður í banka þessa dagana, allt kerfið meira og minna frosið. Ég heyrði að það væri þegar búið að koma fyrir björgunarbátum í bönkum landsins út af flotkrónunni og núna er verið að spá í að setja inn fallhlífar sem hluta af búnaðinum út af því núna er krónan í frjálsu falli. Hvers eiga þegnar þessa lands að gjalda?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 12:50

51 identicon

Þetta er ansi fróðleg lesning hér að ofan. Ég dáist af Íslenskri alþýðu yfir æðruleysi á þessum tímum. Kannski gerir almenningur sér enga grein fyrir hvað er að gerast?? Það gerist kannski smám saman þegar lækkunin á íslensku krónunni fer að hellast út í verðlagið í landinu. Það eru uppsagnir alls staðar í gangi. Hefur mín fjölskylda ekki farið varhluta af því. Ég hef sagt það oft áður(fyrst fyrir meira en 10 áru)að  Davíð Oddson er hættulegasti maður sem Ísland hefur alið. Ég hef hneykslað mjög marga með þessum orðum en nú er þetta því miður að verða alveg ljóst. Fyrst með því að ganga fram fyrir skjöldu við  breytingu á löggjöf sem einkavinavæddi banka og peningamálastofnanir í landinu. Svo að afnema hátekjuskatt. Hann var einnig mjög ábenandi í að skapa þann grundvöll sem var nauðsynlegur til þess að svona klúðu gat átt sér stað. Þ.e að hvítflibbarnir gátu svo að segja rænt þjóðarauðnum fyrir framan nefið á okkur og lifa nú í vellystingum.

Þessi maður (Davíð) setti sjálfan sig síðan í Seðlabankann og situr þar eins og nátttröll. Sefur á verðinum og gerir ekkert fyrr en núna þegar hann sá kjörið tækifæri til að ná sér niður á Bónus Mafíunni(Jóni Ásgeiri og fleirum) og hafði af þeim 60 milljarða með einu pennastriki. Ég vil að eitthvað fari að gerast til þess að þessir menn fari frá, þá meina ég Davíð og síðast en ekki síst Geir sem mér finnst bara snúast í kringum sjálfan sig og hreinilega ljúga framan í alþjóð trekk í trekk. Eru menn aldrei látnir svara fyrir það sem þeir gera (klúðra) eða hvað???

Ég vil að fólk í landinu fyllist réttlátri reiði og láti í sér heyra almennilega!!!!

Með reiðikveðju en samt takk fyrir góða og fræðandi umræðu.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 13:05

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Til Skorrdals: Nei, ég hef ekki mikla trú á því að braskararnir verði dregnir til ábyrgðar. Verði það hinsvegar ekki gert er hætt við byltingu og upplausn í landinu og ég hef ekki minni áhyggjur ef það verður raunin.

Hvað lýðræðisræningjana varðar báru kjósendur ekki gæfu til að hafna þeim (Sjálfstæðisflokknum) í síðustu kosningum og af því erum við nú að súpa seyðið. D-listinn hefur alltaf varið gæludýrin sín, braskarana og munu eflaust ekkert síður gera það nú en áður.

Theódór Norðkvist, 1.10.2008 kl. 13:09

53 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi litla setning hjá þér Óli (Skorrdal) segir ansi mikið um stöðu mála:

"hún er of skuldum hlaðin og þreytt eftir að þurfa að vinna fyrir sínu, að hún hefur ekki þrek í að rísa upp og krefjast breytinga. Og of sundurþykk til að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut."

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 13:23

54 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki ætla ég að þræta fyrir að þjóðin er skuldum vafin og rígbundin í þrældóm af þeim sökum. Hún þarf samt að reyna að safna þreki og segja að hún láti ekki bjóða sér hvað sem er.

Fyrsta skrefið, ef þetta bankarán Seðlabankans og leppa hans í ríkisstjórninni verður samþykkt, er að láta ákveðna menn svara til saka fyrir fordæmislausa sjálftökusamninga í launum og kaupréttarsamningum.

Í rauninni ætti að gera svona samninga ógilda a.m.k. 5 ár aftur í tímann og krefjast þess að þeir sem fengið hafa gullmolana skili þeim, eða litið verði á þá sem skuld uppreiknaða á verðlagi dagsins í dag.

Þessir samningar byggðust á ímynduðum gróða, sem var hvergi til nema á pappírunum og í hausnum á bröskurunum.

Þessir peningar eru ekkert annað en þýfi og ber að skila þeim aftur með vöxtum.

Þessir sjálftökusamningar hafa m.a. verið fjármagnaðir með mafíuvöxtum á einstaklingum og atvinnufyrirtækjum, sem strita myrkranna á milli en sjá aldrei út úr skuldum sem hækka bara og hækka.

Theódór Norðkvist, 1.10.2008 kl. 14:37

56 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Lesa má nánar um ferþegann í skottinu hér:

Farþegi í skottinu

Svo er að sjá að það hafi hugsanlega verið brotin fleiri lög í stóra bankaránsmálinu :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 15:33

57 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er með lausn á vanda íslendinga.. og leið til að losna við DO úr svarthömrum..

tökum upp ríkjasamband við norðmenn.. endurvekjum gamla sáttmála , fáum sterkasta gjaldmiðil í heimi.. getum gefið skít í Euro og EU.. og DÓ hverfur í endurvinnsluna.. fiskimiðin verða ekkert vandamál lengur.  Margar flugur í einu höggi..  

Óskar Þorkelsson, 1.10.2008 kl. 16:21

58 identicon

Jæja ég held að það sé löngu kominn tími til þess að menn átti sig á því hversu grimmur og siðlaus Davíð oddson er virkilega.Hann er að níðast á þeim sem honum líkar ekki við og hann gerir það í skjóli starfsins og ríkisins. AÐ fólk skuli enþá syngja þessum manni lofsöngva og að fólk skuli enþá kjósa þennan blessaða Sjálfstæðisflokk er alveg magnað helvíti.

Þegar maður sest niður og fer yfir þetta ótrúlega mál þá kemst maður ekki að neinni annari niðurstöðu en að þetta er Davíðs verk, enda ber það þess merki.

Hann er grimmasti leiðtogi sem við Íslendingar höfum átt og það sem er allra verst er að hann stjórnar enþá landinu með geðþóttar ákvörðunum.

Hann er enþá bitur yfir fjölmiðlafrumvarpinu og hann hagar sér eins og leikskólakrakki.

Ef Það er einhver smá glóra í hausnum á okkur Íslendingum þá rekum við sjálfstæðisflokkin úr ríkisstjórn í næstu kosningum, gefum þeim gott og langt frí, þetta er komið gott í bili og rúmlega það.

Auðunn Atli (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 16:33

59 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það væri auðvita algjör snilld Óskar að taka aftur upp ríkjasamband við Norðmenn eins og Íslendingar hreinlega neyddust til að gera árið 1262. Ástæðan þá var auðvita nákvæmlega sú sama og verið er að glíma við í dag. Samfelld óeining víkinga þess tíma, arðrán og deilur um hver átti að fá að ráða þessu eða hinu urðu þess valdandi að Íslendingar gáfu sig að lokum Norðmönnum á hönd.

Eins og nú, þá voru stórir flokkar (fjölskyldur) að berjast um völdin sem gátu ekki með nokkru mögulegu móti komið sér saman um einföldustu hluti.

Einhvern vegin í allri þessari umræðu, er þó sérstaklega einn flokkur og einn maður meira áberandi í sviðsljósinu. Sá vill bara fá að ráða allt og öllu, sama hvað það er. Það er sama hvort að það eru lög landsins, dómsstólarnir, bankarnir, stjórnsýslustofnannir, fjölmiðlarnir, mannaráðningar ... (skrifast frekja).

Ég var að skoða myndbrot sem Lára Hanna tók saman hér:

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/657520/

og var átakanlegt að sjá hvernig skein í óöryggið hjá fyrsta viðmælandanum og stundum var vafi á því fyrir hvers hönd hann var að tala.

Viðmælandi númer tvö stóð sig aftur á móti mun betur en þar sem hann er búinn að segja svo oft ósatt síðustu daga, að þá horfði ég á viðtalið með sérstakri varúð og tók í raun ekki mark á neinu orði sem að hann sagði.

Auðun, þú segir að það sé ekki nokkur glóra að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningu, svo er annar sem segir að það sé sami rassinn undir þeim öllum. Þá er orðið fátt um fína drætti!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 17:32

60 identicon

Heill og sæll; Kjartan minn, sem aðrir skrifarar og lesendur !

Kjartan ! Hnykkti við; þá ég sá samantekt þína, greinargóða, sem glögga.

Vil ítreka; jafnt við þig, sem aðra, hér á síðu, Kjartan minn, að svo er komið málum hér á Fróni, að landsins þegnar verða,....... eigi þeim vært að verða, hér, að reka illþýði hvítflibba stjórnarfarsins, af höndum, og við taki stjórn vinnandi stétta; : bænda - sjómanna - verkamanna og iðnaðarmanna, svo til sólar mætti sjá, á ný, og Versala slekti frjálshyggju óbermanna, stökkt á brott, sem verðskuldað væri, um aldur og æfi, og fengi aldrei Íslands strendur að líta, á ný !!!

Tími kominn til; að þjóðernissinnar vakni, og taki til þeirra óspilltu mála, hver enga bið munu þola, við svo búið, Kjartan minn, sem aðrir góðir Ísafoldar innbyggjarar !!!

Með beztu kveðjum, sem fyrr, en í bræði mikilli ritað /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:50

61 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Ólafur,

það er naumast flugeldasýning í mælsku hjá þér. Þetta hljómar eins og versti kommúnistaáróður ... vinnandi stétt! Ég hélt að sú stétt væri ekki til lengur á Íslandi nema ef vera skyldi einhverjir útlendingar sem álpuðust óvart til að sækja landið heim til að vinna sér inn smá aur. Því miður fyrir þetta fólk, þá hvarf sá peningur jafnharðan svo að þetta blessaða fólk á ekki einu sinni fyrir flugmiðanum heim! Nú er víst staðan þannig að þetta fólk reynir að flýja í umvörpum til sinna heimahaga aftur. Sagan segir að þar hafi orðið slíkur umsnúningur á efnahagi og landsins gæðum heimafyrir að velmegun drjúpi þar af hverju strái. Ætli það sé evrunni að kenna?

Nútíma þjóðernissinni á Íslandi er því miður svo upptekin í dag að því borga af dýrum lánum, reka stórt og mikið heimili með mörgum glæsikerrum fyrir utan. Því er ekki mikill tími eftir til aflögu til að það sé nenna í því að standa fyrir utan stjórnarráðið eða alþingishúsið og mótmæla í nepju og kulda á meðan stjórnarherrarnir sitja fyrir innan með café latte og gæða sér á bakkelsi og tala um hvað þetta langa sumarfrí sem að þeir voru að koma úr hafi verið skemmtilegt.

Að vísu voru einhverjir vörubílstjórar með einhvern skæting. En þá var BB víst fljótur að senda gassveitina sína á þá.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.10.2008 kl. 19:01

62 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir frábæra grein.  Þetta er mál sem maður er ennþá að melta.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 00:55

63 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll "Hinn viti borni maður". Það getur varla talist óeðlilegt að bankara leiti til Seðlabankans eins og staðan í heimsmálunum er í dag. Hvert er hlutverk Seðlabankans í raun þegar svo stendur á. Það er ekki bara Glitnir sem á í lausafjárvanda, það eru líklega stór hluti af bönkum heimsins þessa dagana!

Ég vil bara benda aftur á athugasemd mína númer 32 hér á undan og svo það sem Hallur Magnússon skrifar á bloggið hjá sér, það skildi þó ekki vera eitthvað til í þessu öllu saman eftir allt?

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/656344/

Tak fyrir innlitið Jón og fl. sem ég hef ekki haft tíma til að svara.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 05:17

64 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stjórnvöld hafa ekki komið vel fram við venjulegt fólk í landinu. Sparifé eldra fólks og þeirra sem komið er fram á miðjan aldur brennur upp í umdeildum aðgerðum bankastjóra Seðlabankans og raunverulegs forystusauðsSjálfstæðisflokksins. Barnafólk og þeir Íslendingar sem eru að leggja út á lífsbrautina með fjármögnun íbúðahúsnæðis koma annað hvort að luktum dyrum þar sem engrar lánafyrirgreiðslu er að fá eða með ofurkjörum.

Og nú á að kalla fram nýja „þjóðarsátt“! Í hverju á sú „þjóðarsátt“ að vera fólgin? Á að endurtaka leikinn frá 1990 þegar það voru fyrst og fremst launafólk sem tóku á sig feiknamiklar skerðingar og skyldur? Framhaldið þekkjum við: Hátekjuskattur var lækkaður og lagður niður til að sýna okkur langt nef. Hvað hyggst þessi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins gera næst fyrir þá sem betur mega sín í samfélaginu?

Mætti biðja um almennilega félagshyggjustjórn. Allt væri betra en íhaldið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2008 kl. 09:09

65 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Guðjón,

Nú tala allir um Þjóðstjórn, mér skilst að Davíð spili enn stórt hlutverk í þessu öllu og kom hann með þessa tillögu á fundi með stjórnarliðum og þá sló þögn á hópinn sem vissi ekki hvað á sig stóð veðrið enda ný komin úr löngu sumarfríi.

Svo komu tvær mjög góðar athugasemdir á eyjan.is sem er holl og góð lesning

http://eyjan.is/silfuregils/2008/10/02/hver-stjornar/#comments

======================================

Dúlli

2. október, 2008 kl. 9.32

Samfylkingin er eins (kven)manns flokkur! Nú er eini meðlimurinn fjarverandi og þá er enginn sem tekur við keflinu. Flokkurinn sem ætti að vera á fullu að bjarga málunum, er algerlega ósýnilegur. Enginn hlustar á bankamálaráðherrann, sem kann það ráð eitt að dressa sig upp í lopapeysu, fara í Kaupfélagið í fylgd sjónvarpsmanna og segja þeim að taka slátur. Iðnaðarráðherra sem á að heita staðgengill formannsins, blaðrar og blaðarar um öll möguleg málefni önnur en þau sem skipta máli.

Geir Haarde er ekki leiðtogi og mun aldrei verða. Það eru engir arftakar í flokknum og greinilegt að meira segja Davíð er hætt að lítast á blikuna, þegar hann stingur upp á að komið verði á þjóðstjórn. Hann eins og aðrir gerir sér grein fyrir að landið er stjórnlaust.

Stjórnarandstaðan er vonlaust samansafn af flokkum sem eru stofnaðir í kringum einstök málefni eða sókn eftir völdum. Engar raunhæfar lausnir sem koma úr þeirri átt, einungis gjamm sem er ekki hægt að nota til neins. Formaður Framsóknar er í besta falli nothæfur sem trúður, Vinstri Grænir eins og hundar, sem gelta mikið en gangslausir að öðru leiti. Hvernig hægt var að kljúfa Frjálslynda einu sinni enn er mér með öllu óskiljanlegt, en segir í rauninni allt sem segja þarf um þann flokk.

Held að þetta ráðaleysi sé að nokkru leyti afleiðing af þennslunni undanfarin ár. Okkar hæfileikafólk hefur leitað í góðu störfin sem hafa verið í boði og þeir sem hafa valist til að stjórna landinu eru liðleskjurnar sem ekki stóð annað til boða.

Held að lausnin á vandanum felist í að við söfnum saman okkar besta fólki og látum það taka við stjórninni. Það verður ekki lengur unað við að amatörar séu í öllum mikilvægustu hlutverkunum. Gildir þá einu, hvort um er að ræða Seðlabanka eða ráðuneyti.

Launamaður

2. október, 2008 kl. 9.36

Þeir komust til valda því þeir voru þægir rakkar. Þeir geta ekkert sjálfir. Kerfið hefur ekki leyft neinum góðum að njóta sín og allir orðnir svo hræddir.

Þrælslundin er ekki bara hjá almenningi, líka hjá “valds”mönnum. Annars væri Dabbi ekki svona stór.

======================================

Að sjálfsögðu á að koma á stjórn sem mun taka á öllu þessu rugli sem hefur viðgengist í gegnum árin, þar sem reynt yrði að koma á meiri jöfnuði í öllu ruglinu.

Svo er hreinlega bráðnauðsynlegt að útbúa eitt niðurskurðarráðuneyti þar sem valin hópur manna sem þekktir eru fyrir heilbrigð skynsemi (eins og Helgi í Góu) yrðu fengnir til að skera niður hjá öllum hinum ráðuneytunum. Þar mætti líka útbúa hraðafgreiðsludómstóll sem tæki á þeim tugþúsundi mála sem kerfisliðið hefur búið til í gegnum árin og sendir svo fram og til baka um kerfið til þess eins að hafa nóg að gera og kostar þjóðfélagið gríðarlegar upphæðir á hverju ári.

p.s. Dabbi er svona stór að því að "hýenu" uppeldisaðferðin er notuð til að koma honum á toppinn!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 10:30

66 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög sterkir punktar. Ég vil meina að þegar einn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn í þessu tilviki, hefur svona mikil völd er það hættulegt og skemmandi fyrir þjóðfélag.

Auk þess eru völd hans langt umfram fylgi hans. Munum að aðeins rétt rúmlega þriðji hver kjósandi hefur kosið flokkinn í undanförnum kosningum.

Theódór Norðkvist, 2.10.2008 kl. 10:53

67 Smámynd: Óskar Arnórsson

Thad tharf ad taka hausanna af skymslinu. hagkerfid myndir roast mikid vid thad..their eru ju bara 3 hausar a thessu skrymsl enn sem komid er...

Óskar Arnórsson, 2.10.2008 kl. 11:18

68 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Vandamáli með stjórnmál á Íslandi er að menn eins og Dabbi halda að reka eigi stjórnmál eins og stríð. Annað hvort ertu memm eða á móti. "Já"-liðið sem vill svo mikið vera memm gerir allt til að þóknast yfirvaldinu og það líkar yfirvaldinu svo obbó vel. Það er alltaf gaman að sjá þessa ungu upprennandi stjórnmálamenn með skoðanir á allt og öllu. Um leið og þeir eru komnir inn á þing, þá er eins og það umpólist eitthvað um 180.5° inni í hausnum á þeim. Miðstýringin og hagsmunirnir er svo augljósir.

Það er bara svo mikil hætta þegar valdið er orðið svo mikið að allir sem eru undir viðkomandi byrja að skjálfa á beinum um leið og yfirvaldið hvessir svo mikið sem á þá augum. Slíku fólki hættir til að taka ekki sjálfstæðar ákvarðanir lengur. Heldur geltir bara þegar því er sigað. Svo tala menn um að það nú að það vanti forystumenn í Sjálfstæðisflokkinn! Þeir geta sjálfum sér um kennt, nóg er að horfa á hvernig komið er fyrir borgarstjórnarflokknum?

Nú er sjálfur forsætisráðherrann öllum stundum að súpa á kaffi með öllum öðrum en þeim sem vinna hjá Glitni sem hann hefði nú átt að vera að gera, því að vandamálin voru víst þar.

Eitt get ég ekki skilið í Dabba, því býður hann ekki bara Jóni Ásgeiri í kaffi. Þar er maður á ferð sem er útlærður í því að láta kerfið lemja á sér og samt virðist hann hafa plummað sig bara nokkuð vel þrátt fyrir allt, þarna er þó maður með reynslu ... bara úr hinni áttinni :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 11:21

69 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér er ein kostuleg grein um "ótrúleg" fríðindi vinnandi stéttar samanborið við ... !

Ekki bara bankamenn sem njóta fríðinda í vinnunni http://www.visir.is/article/20081002/FRETTIR01/905421580

Spurning hvort að stjórnarherrarnir þurfi ekki að kalla saman þing og setja neyðarlög um málið?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 14:12

70 identicon

"Fróðlegt væri að vita hvaða hlutverk Davíð hafi í slíkum leik?"

Davíð er í  þessari leynilegri -Bilderberg Group -u (Bilderberg Diary Jim Tucker, bls 98). Það á greinilega að færa Björgólfi Thor og/eða Landsbankanum þennan banka Glitnir til kaups á samkomulags verði fyrir Björgólf og Landsbankann.     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:13

71 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég verða að segja að mér er alveg sama hver á Íslandsbanka, Glitni, Landsbanka og svo framvegis.

Hinsvegar skil ég ílla af hverju krónan fellur og fellur, en aðrir gjaldmiðlar standa sig. Ekki fellur pundið hér í englandi, heldur ekki Danska Krónan eða Dollarinn.

Af hverju er það?

Gömul saga með fornri rót í valdagræðgi og lumskri sjálftöku allt frá því að menn fundu það snjállráð að safna saman kvótanum á fáeinar hendur, kippa fótum undan bygggðum landsins og fjárfesta erlendis fyrir eigið ílla fengið fé.

Það er komið að skuldadögunum, og við aumingjarnir sitjum uppi með pokann og ræningjarnir löngu flúnir og hafa það gott í útlöndum. Samkvæmt Baugi í breskum fjölmiðlum, þá kom þeim íslensk fjármálakreppa ekkert við. Allir okkar peningar/lán eru í erlendum bönkum

Auðvitað þegar búið er að arðræna þjóðina, þá er næsta skref að kíkja á þá hina sem náðu einhverju af ránsfengnum, kannske er hægt að taka í lurginn á þeim og þjóðnýta þá og selja sjálfum sér og halda svo fram að þetta sé sjálfskaparvíti og eðlileg þróun.

Ég held þeir megi slást um fenginn, ég vildi bara vita hver er ábyrgur fyrir gengislækkun krónunar.

Njáll Harðarson, 2.10.2008 kl. 14:21

72 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er vandlifað í þessum heimi þegar tæknin er ekki að virka ... nema að ritstjórnin hafi metið þessa frétt sem óþægilega frétt!

En það er víst búið að fjarlægja fréttina sem að ég vísaði í hér á undan (færsla 81) og verða lesendur því að láta sér nægja skjáskot af fréttinni í staðin:


Frétt af Visir.is

Ég var í kvikindisskap mínum að spá í að sýna loftmynd af litlu sætu 600 m2 sumarhúsi svona í framhaldi af þessari frétt hér á undan. En það er víst ekki viðeigandi eins og staða þjóðmála er þessa stundina. Það er víst ekki á það bætandi það álag sem hvílir á þessum drengjum okkar þessa stundina (voru annars engar konur með í þessu spili?).

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 14:42

73 Smámynd: Theódór Norðkvist

(voru annars engar konur með í þessu spili?)

Stjórna þær ekki bara úr svefnherbergjunum?

Theódór Norðkvist, 2.10.2008 kl. 15:05

74 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Jú ... sorry :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 15:11

75 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nema þær sem hafa klifrað upp í stjórnir útibúanna, þær stjórna af báðum stöðunum!

Theódór Norðkvist, 2.10.2008 kl. 15:50

76 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sömu sögu er að segja frá Landsbankanum.. ekki hægt að taka út á VISA í dag.

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 16:27

77 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Engin getur skrifað svo öllum líki. Er ekki bara verið að að gefa þér gula spjaldið í eins og einn dag :) Prófaðu að skrifaðu eitthvað fallegt um Egill og þá er ég viss um að þér verður borgið um ókomna tíð.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 18:22

78 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þá eru "dóminó" áhrifin farin að dreifa sér út í þjóðfélagið


Íslenska krónan

Ég vona að ráðherrar, þingheimur allur ásamt aðstoðarmönnum hafi haft það notalegt í sínu langa og þægilega sumarfrí.

Oft er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapur ... því miður

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.10.2008 kl. 19:16

79 Smámynd: Björn Heiðdal

Takið peninga ykkar út úr bönkum strax.  Menn eru varla að viðra hugmyndir um þjóðstjórn og óeirðalögreglu að gamni sínu?

Björn Heiðdal, 3.10.2008 kl. 02:57

80 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég má til með að vísa í athugasemdir sem ruðst hafa inn síðasta sólahringinn hjá Agli undir "Hvað er til ráða":

http://eyjan.is/silfuregils/2008/10/02/hvad-er-til-rada/#comments

=================================

Einar Guðjónsson

2. október, 2008 kl. 23.40

Líst vel á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Þá yrði líka tekið til í opinbera kerfinu en nú er annar hver vinnandi maður opinber starfsmaður ( ríkis eða sveitarfélaga ) .Samt er opinbera kerfið óhugnanlega óskilvirkt og lunginn af gömlu ríkisfyrirtækjunum og mörg sveitarfélagafyrirtæki þó komin í einkaeigu ( Vélamiðstöð og Orkuveitan ( de facto í eigu starfsmanna og forstjóra ) og samt fjölgar starfsmönnum og fjölgar. Lítið ” frjálst” hagkerfi stendur ekki undir 12.000 millistjórnendum í vinnu hjá hinu opinbera.

Reka Kaupþing með höfuðstöðvarnar og lán til erlendra aðila úr landi.

Semja við Norðmenn og eða Dani um rekstur helstu stofnana og ráðuneyta auk Hæstaréttar, Sedlabanka.Fækka fundum Alþingis niður í 4 á ári og halda þingið í júni aðallega til stuðnings ferðaþjónustunni ( gjaldeyrisskapandi þing ).

kv

Helgi

3. október, 2008 kl. 2.37

Vandinn (að hluta til) er sá að við sem þjóð erum of góðu vön. Allt undir æðislegu er slæmt. Við þekkjum ekki skort. Við vitum ekki hvað neyð er, heyrum af henni í fréttunum frá útlöndum því neyðin er útlensk. Íslenska þjóðin er eins og vond snobbdrottning í amerískri bíómynd: hégóminn drýpur af henni. – Íslenska þjóðin fór í sunnudagaskóla gamla tímans, hlustaði en heyrði ekki. Allt er plat og frat. Meðal þess sem við heyrðum var tíðrætt tal um mögru árin. Hvað gerðir þú, Íslendingur góður, meðan allt lék í lyndi og þú varst þetta dæmigerða íslenska yndi? Lagðir þú eitthvað til hliðar? Safnaðir þú í sjóði? Eyddir þú kannski um efni fram? Keyptir þú of dýrt hús af banka sem vildi lána þér meira en þú þurftir? Og fékkstu þér kannski nýjan bíl í leiðinni til að komast út á flugvöll af því þú varðst að skreppa til útlanda og eyðu gjaldeyri? Eins og allir hinir á eyjunni ríku? Þá hefur þú ekki hlustað á sögurnar í sunnudagaskólanum forðum. Skömm og kenndu ekki öðrum um.

=================================

Mitt svar í umræðunni var:

photo

3. október, 2008 kl. 7.07

En það er einn stór punktur í þessu öllu sem allir gleyma að tala um. Með því að verðfella krónuna um 50% eða meira eins og búið er að gera í einhvern tíma, að þá hlýtur vöruskiptajöfnuðurinn að gefa stórar tekjur í þjóðarbúið í erlendum gjaldeyrir hverjum mánuði. Við erum nú þegar að borga nærri tvöfalt verð fyrir allar nauðsynjar svo að almenningur og innlendum framleiðslufyrirtækjum blæðir og dregur þá auðvita saman um leið, ekki er verið að kaupa mikið erlendis frá fyrir dýran gjaldeyrir á meðan. Á móti kemur að við fáum hámarksverð í erlendum gjaldeyrir fyrir það sem við flytjum út.

Getur hugsast að þetta sé aðgerðaleysið hjá Geir?

Á meðan eru hákarlarnir að leika sér með hverjir geta eignast bankanna á meðan!

=================================

Málið er að þeir sem hafa í raun stjórn með fjármálakerfi landsins (Dabbi og hans einkavinir) vilja ekki með nokkru móti missa krónuna. Því að hún er æðislegt tæki til að spila þennan leik reglulega. Þegar Kárahnjúkavirkjun var í byggingu, þá þurfti að flytja mikið inn til landsins og þá hentaði að hafa krónuna háa. Svo þegar stórframkvæmdum lýkur, þá hafa stjórnvöld hreinlega endaskipt á krónunni og fella hana með látum. Og almenningur þessa lands sem er búinn að vera að berjast fyrir bættum kjörum síðan ég veit ekki hvenær, horfir enn eina ferðina upp á að nýlega umsamdar launahækkanir og aðra kjarasamninga hverfa á augabragði eins og dögg fyrir sólu!

"Hinn viti borni maður" þetta er allt rétt sem að þú segir, vandamálið er bara að þessa dagana er verið að dansa á línunni!

Hvers vegna?

Það má varla reka við eins og staðan er í dag. Í raun eru ALLI bankarnir gjaldþrota! Ástæðan fyrir því er sú að bindiskyldan hjá þeim er eitthvað um 10% af því sem viðskiptavinir þeirra leggja inn (hin 90% fá bankarnir að gamblað með) og þessa dagana eiga þeir varla þessi 10%! Því er það mjög mikilvægt að Dabbi og hans einkavinir rasi ekki um ráð fram með fáránlegum NEIKVÆÐUM aðgerðum sem gætu komið af stað keðjuverkandi hræðslu hjá hræddum viðskiptavinum bankanna þannig að allir myndu hlaupa til og taka út sitt sparifé sem í raun er ekki til! Þá fyrst fara hlutirnir að verða alvarlegir!

Eins og staðan er nú, þá hreinlega VERÐUR Davíð (að hans eigin áliti) að fá að ráða eða fá að stýra atburðarásinni hvað sem réttkjörinni Ríkistjórn landsins er að tuða.

Eitt er á hreinu, að hagsmunirnir almennings eru ekki hafðir að leiðarljósi í þessum leik.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 08:15

81 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nú hefði komið sér vel að kunna að fljúga!


Smellið á Dabba og Íslensku krónuna til að fá evru!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 08:59

82 identicon

Takk fyrir þetta vinur. Skemmtilegar loft myndir frá laugarnesi og Glitnisbanka.  ‘Eg man nú eftir því sem lítill strákur. Að byggingin, Glitnisbankinn við Laugarnes var eitt fiskihús sem var kallað Júpeter og Mars. Þetta var á árunum 1966 -69. -Þér þótti oft gaman að hlaupa frá Laugarnesveginum, þar sem ég bjó og niður að ströndinni og koma við hjá Júpeter og Mars og sjá alla fiskanna. Þetta var svo gaman, fyrir svona lítinn dreng sem ég var á þessum tíma.  Annars bestu kveðjur héðan. Petur  

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:23

83 identicon

Smá brandari með í lokin!!!

Davíð Oddsson og Geir Haarde sitja saman í einu flugi. Þegar Davíð segir skyndilega.

-Ef ég myndi henda þúsund krónum út um gluggann, þá myndi ég gera eina persónu glaða.


-Geir svarar og segir. Ef ég myndi henda 10-þúsund út um gluggann, þá myndi ég gera 10 persónur glaða í dag.


-Flugstjórinn hlustar eftir þeirra tali og segir til þeirra. Ef ég myndi henda ykkur báðum út af fluginu. Þá myndi ég gleðja heila þjóð!!!!

Kveðja héðan Petur

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 09:36

84 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi var nú alveg hreint dásamlegur hjá þér Pétur :)

Hér er ein skemmtilega grein skrifuð undir rós með tilvísun í fornbókmenntirnar fyrir þá sem hafa áhuga á sögunni

http://www.dv.is/kritik/2008/10/2/einvigi-vid-natturuoflin/

Svo má ég nú til með að hrósa því hvað húsmæður í Vesturbænum eru orðnar tæknivæddar

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/659383/

Ætli sé hægt að komast á námskeið hjá henni í því hvernig á að búa til svona fín myndbönd fyrir internetið?

Ég fer að fá á tilfinninguna að við karlmennirnir erum að verða undir í þessari baráttu :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 10:00

85 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nú er sláturvertíð í gangi og Bónus auglýsir


Smellið á auglýsinguna til að fá evru!

En annars rakst ég hér á ótrúlega skemmtilega grein um Íslenska matseld sem að ég skora á ALLA að lesa:

http://www.visir.is/article/20081003/SKODANIR06/33562372/-1

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 11:34

86 identicon

 Sæll "Hinn viti borni maður".

"Hafi Jón Ásgeir og félagar aðrar leiðir til að bjarga bankanum, án aðstoðar SÍ, þá hefðu þeir einfaldlega átt að afþakka aðkomu SÍ"

Fyrir það fyrsta þá hafa þeir ekki samþykkt þessar aðgerðir SÍ eða hvað þá skrifað undir þessar aðgerðir SÍ. Auk þess var þetta ekkert lagt fyrir þingið  (eða hvað þá sett inn í fjárlög). Og hvar eru þessi staðreynd  "gerðu það ekki" þegar allt er komið til alls þá hafa þeir ekki skrifað undir eitt eða neitt.

Menn vilja fá svör, afhverju var ekki hægt að borga þeim 84. milljaraða í formi eignar í Glitni eða hlutafé, (þar sem bankinn var og hafði verið undir mjög góðri stjórn)? Eða afhverju var ekki nóg fyrir SÍ að hafa það bara 50% eða afhverju 75% ?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 12:58

87 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll "Hinn viti borni maður".

"Heimskustu bankamenn Þýskalands greiddu tugi miljarða inn á reikninga Lehman brothers örfáum klukkustundum áður en sá banki varð gjaldþrota. Sem betur fer höfum við ekki eins heimska bankamenn í SÍ."

Það vill nú svo til að ég hef lent í nákvæmlega þessu atriði sem þú minnist á þarna. Ég lagði peninga frumkvöðlafyrirtæki úti í bæ, sem hlutafé og viku síðar var fyrirtækið sett á hausinn og ónefndur viðskiptabanki hirti hlutaféð frá mér og fl. upp í skuldir, þakkaði pent fyrir og viku seinna var búið að rétta nýjum aðilum fyrirtækið! Umrætt frumkvöðlafyrirtæki var víst ekki í náðinni hjá ... hverjum haldi þið?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 13:34

88 identicon

"Stjórn Glitnis samþykkti gjörninginn. Þeir skrifuðu meira að segja undir."

Ég hef ekki heyrt þetta, en ekki eru allir hluthafarnir búnir að samþykkja þetta eða skrifa undir þessar aðgerðir. Nú stjórn Glitnis er auk þess ekki allir hluthafarnir. Ég hafði heyrt  Þorsteinn Már segja á sínum tíma,  að hann hafi komið til ræða málin en ekki til skrifa undir.  Við segjum að hér á Íslandi sé lýðræði, alþingi og allt það , en hvað samþykki hafði Davíð í fjárlögum til fara út í þessar aðgerðir?  Ekki er Davíð einræðisherra hér, en afhverju hegðar hann sér þannig í skjóli nætur?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 15:28

89 identicon

Hinn viti borni maður "..hvetja til þess að hluthafar skrifuðu undir.." eða hvað er í boði eða eftir þessu "orðum forsætisráðherra... ríkið myndi tryggja sparifjáreigendur.."???

Ég er ekki að tala fyrir Baugsmenn hér, heldur er það nú þannig, að ég og fleiri sem ég þekki töpuðum fé. En kannski ert þú hér að verja þessar níðingslegu vélarbrögð hans Davíð, eða hvað?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:22

90 identicon

 "Hinn viti borni maður"

Ég er ekki viss um að öll sund séu lokuð fyrir okkur. En Davíð reiknaði með þessu og vissi hvað hann var að gera, ekki satt, já hann var ekkert sýna neitt meðalhóf í þessu eða hvað þá að þessi maður (Davíð bankastjóri SÍ) talaði við sína nánustu samstarfsmenn í SÍ?

Nú þessir menn (Ríkisstjórn og SÍ.) ættu frekar að reyna svara því, afhverju var ekki hægt að borga þeim 84. milljaraða í formi eignar í Glitni eða hlutabréfum ? Eða svo ég endurtaki það sama aftur, afhverju var ekki nóg fyrir SÍ. hafa það bara 50%, eða reynt að fara eftir meðalhófi í þessum efnum?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 20:43

91 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er eitt sem að ég hef verið að velta fyrir mér, nú er verið að ráða fullt af hámenntuðu fólki í ýmsar stöður hjá ríkinu og þar á meðal hjá Seðlabankanum. Þar má finna heilan her af sérfræðingum, reiknimeisturum, hámenntaða hagfræðinga, aðstoðabankastjóra m.m.

En í akkúrat þessu ákveðna tilfelli, þá virtist ekki vera nokkur þörf á að nota vinnu þessa fólks að einu né neinu leiti þegar Glitnir átti í hlut! Líklega er þetta fólk bara upp á punt eins og víða í stjórnkerfinu.

Ég spyr: þarf þá nokkuð að vera með Seðlabanka? Er ekki bara nóg fyrir Davíð að vera með litla skrifstofu úti í bæ, Þarna væri líklega hægt að spara töluvert!

Annars er hér áhugavert vídeó um söguna endalausu í Baugsmálinu

http://www.youtube.com/watch?v=k3_G3hqNkxo

Það er ekki annað að sjá en að íslensku bankarnir geri vel við sína og ríflega það, spurning á hvers kostnað það er, er svo annað mál. En holt er að skoða athugasemd númer 84 betur í þessu samhengi.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 21:24

92 identicon

Kjartan Pétur "Ég spyr: þarf þá nokkuð að vera með Seðlabanka?"

Við ættum kannski að spyrja hann Davíð , eða af hverju allir þessir sérfræðingar og hámenntaðir hagfræðingar, aðstoðabankastjóri hjá SÍ þegar að það er Davíð sjálfur sem tekur allar ákvarðanir án þess að ræða við liðið?

Eða af hverju "Þjóðstjórn" núna, eða þegar að hann er búinn að hegða sér eins og hver önnur jarðýta?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:37

93 identicon

"Hinn viti borni maður" 

"Helst hefði ég viljað láta bankann rúlla, en ég geri mér grein fyrir því að það hefði haft verri afleiðingar en yfirtakan"

Já það hefði verið betra að láta bankann rúlla, en ég er á því að þessi yfirtaka er verri og afleiðingarnar eru nú þegar komnar í ljós. En ef bankinn hefði farið í gjalþrot, þá hefðu allar skuldir verið greiddar upp og hver hefði fengið sitt, ekki satt?  Nú Bilderberg-erinn Davíð sjálfur var ekkert að ræða við sitt SÍ-lið eða hvað þá að hugsa um einhverjar afleiðingar. Og hvernig er það vissi ekki Bilderger-erinn í gegnum sambönd að eftir að SÍ. hafði fengið, jú þetta stóra lán (eða erlendis frá) var erfitt fyrir þennan aðila að halda áfram og lána síðan Glitni?   

Ég neita því ekki að ég hef samúð með þeim sem ekki ráða við að kaupa íbúðir. Og ég hef einnig samúð með þeim sem eru að reyna safna fyrir einhverju (eða íbúð) með hlutabréfakaupum, eða verða síðan fyrir stóru-tapi.     

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:55

94 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru ekki bara bankar sem eiga í erfiðleikum þessa dagana. Nei það eru fyrirtæki stór og smá og þúsundir fjölskyldna og einstaklinga. Ástandið er orðið svo skelfilegt að jafnvel þjóðþekktir einstaklingar eins og sjálfur Bubbi Morteins þykir orðið nóg um enda búinn að tapa öllu sínu á fjármálaspekingunum sem nákvæmlega þetta blogg fjallar um. Bubbi má eiga eitt, hann ÞORIR að koma fram fyrir alþjóð og segja frá hlutunum tæpitungulaust ásamt því að viðurkenna sín eigin mistök og ekki bara það, hann gerir líka eitthvað í málunum.

En Bubbi verður með mótmæli gegn ráðamönnum þjóðarinnar á Austurvelli (kl. 12:00 8. okt.) vegna efnahagsástandsins. Flott framtak (spurning hvort að BB mætti á staðinn með ...).

Hver ætli sé nú raunveruleg ástæða fyrir þessu bloggi mínu? Út af hverju er ég yfirleitt að eyða mínum dýrmæta tíma mínum hér? Hef ég ekki nóg annað að gera?

Fyrir þessu er aðeins ein ástæða! Hún er sú að ég er sama og gjaldþrota! Til að koma í veg fyrir það, þá hef ég reynt að verja hendur mínar og ná eyrum ráðamanna í 12 ár!

Hvers vegna? Barátta við kerfið!

Út af hverju? Skattamálum

Nú!

Ekki hljómar það vel ... þá nennum við ekki að hlusta á þig lengur. Þitt vandamál.

OK ... Enda búið að vera það í 12 ár!

Vá!

Já vá.

Það getur bara ekki staðist!

Jú, þannig virkar kerfið á Íslandi ... og engin gerir neitt.

Jæja. Ég hef ekki tíma lengur, þarf að flýta mér ...

Því miður er þetta raunin sem allt of margir Íslendingar lenda í ... bara í hljóði og sá hópur er stærri en margan grunar. Þetta er gríðarlega viðkvæmt mál fyrir mjög stóran og þögulan hóp af fólki að ræða hvernig skattkerfið hefur verið misnotað og leikið marga einstaklinga og fjölskyldur grátt.

Miskunnarleysi er algjört og vonlaus barátta skilar EKKI neinu, svo að það sé á hreinu strax!

Hvernig ætli standi á því?

Ástæður eru margar.

Hvað mig snertir, þá þykir mér verst að upphaf á mínu máli á sér ekki ósvipaðan aðdraganda og upphaf Baugsmálsins og því þekki ég ákaflega vel á eigin skinni hvað þar er í gangi

Þessa skilgreiningu fékk ég lánaða HÉR á eyjan.is

gísli

3. október, 2008 kl. 22.02

1) Banalýðveldi: Þegar stjórnmálamenn ráða öllu, þá eru embættismenn strengbrúður. Dæmi: Suður Ameríka.

2) Ráðstjórnarríki: Þegar embættismenn ráða öllu, þá eru stjórnmálamenn til skrauts. Dæmi: Sovétríkin sálugu.

3) Fyrirmyndarríki: Þegar eðlilegt jafnvægi ríkir á milli stjórnmálamanna og embættismana. Dæmi: Svíþjóð.

Eftir baráttu mína við kerfið í 12 ár, þá hef ég fundið út úr því að fyrsta skilgreiningin á 110% við hvernig málum er fyrir komið á Íslandi í dag.

Þau lög sem eru oftast brotin á Íslandi eru hver? Stjórnsýslulög. Hvers vegna? Sjá skilgreininguna hér á undan!

Það er þó eitt sem Davíð má eiga, hann kom með tillögu á sínum tíma um að stofna embættið Umboðsmaður Skattgreiðanda, en núverandi umboðsmaður er svo gjörsamlega duglaus með öllu. Hvers vegna? Sjá nánar skilgreining númer eitt hér á undan. Fróðlegt væri að vita út af hverju frumvarp Davíðs um þetta þjóðþrifamál var stoppað af?

Það besta við allt þetta mál er að ég eyddi mikið af mínum dýrmæta tíma í að reyna að ná tali af þeim félögum sem sitja í framsætunum í bílnum í upphafi á þessu bloggi. Það skilaði "0" árangri. Síðan reyndi ég að ná eyrum Allsherjarnefndar Alþingis og Forsætisnefnd Alþingis og það var aðeins einn þingmaður sem svaraði og sá heitir Mörður Árnason (var hann nokkuð að hætta í flokknum?)

Annars er ignorance-inn í kerfinu og hjá þessu fólki algjör. Svo er þetta fólk sem er kosið inn á þing líklega voða hissa á því hvernig staða efnahagsmála er orðin og niðurstöðu í síðustu skoðunarkönnun (sjá hér) þar sem 21% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. 26% sögðust óákveðin og 7% neituðu að svara eða meira en helmingurinn veit ekki sitt rjúkandi ráð!

p.s. ég er því miður búinn að eyða ólaunuðum tíma eitthvað um 2 mannárum í vinnu og orðin útlærður sérfræðingur í því hvernig kerfið á Íslandi virkar. Ég fór til útlanda á sínum tíma til að mennta mig í öðrum fræðum og hefði það líklega komið þjóðarbúinu betur að ég hefði eytt meiri tíma í að sinna störfum á því sviði frekar.

Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga geta lesið nánar um lítið brot af málinu hér:

Stjórnsýslan og alþingismenn samir við sig - Brot á lögum

Á umboðsmaður Alþingis að segja af sér? JÁ

Hvað er allsherjarnefnd alþingis að starfa þessa daganna?

Almennt um meðferð mála hjá ríkinu

Svo vil ég þakka fyrir þeim sem hafa sýnd þessu bloggi mínu þennan mikla áhuga síðustu daga.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.10.2008 kl. 08:46

95 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvor er meiri Jóker Davíð Oddsson seðlabankastjóri eða Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra?


Smellið á félagana til að kynna ykkur málið nánar

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.10.2008 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband