GALDRAR, DRAUGAR, TRÚMÁL OG HINDURVITNI ÍSLENDINGA - MYNDIR

Galdrar og trú á hindurvitni hafa fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar og skal engan undra að svo sé.

Galdrasafnið og Kotbýli, Strandagaldur á Hólmavík á Ströndum. Picture of "The Museum Icelandic of Sorcery & Witchcraft" in Holmavik at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


þegar ekið er niður að Þorlákshöfn, þá má finna þetta merki hér við vegin þar sem ekið er í áttina að Eyrabakka

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá beinagrind af þjóðþekktri persónu sem finna má á Draugasetrinu á Stokkseyri

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri býður upp á ótrúlega upplifun af draugum og afturgöngum. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Draugasetrið er í þessu húsi hér sem er aflagt fiskvinnsluhús

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki skal undra að margur ferðamaðurinn sjái alskyns forynjur og ófreskjur í Íslensku landslagi. Enda er náttúran hér á Íslandi mjög fjölbreitileg og oft þarf ekki einu sinni að ímynda sér til að sjá eitthvað gruggugt þar á ferð eins og á þessari mynd hér

Hér ríður skrattinn sjálfur hesti í jöklinum við Skaftafell. Picture of Ghosts in Skaftafell at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á bæ einum á Ljótsstöðum má sjá þennan draug hér. En hér er heimili sem var yfirgefið í skyndi!

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn. Picture of ghosts at Ljotsstadir in Laxardal at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo leikvöllur fyrir þá sem vilja pynta þá sem þeir telja að séu að fremja galdra

Í dag er mun erfiðara að stunda galdra og þessi menning virðist vera líða undir lok hér á Íslandi hvernig svo sem stendur á því. Picture of tools in Atlavik close to Egilsstadir at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Þjóðverjar sækja í galdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Frábæra myndir og mikil fróðleikur hér á ferð, kíki hér reglulega á netrúntinum framvegs

Þ Þorsteinsson, 29.9.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Draugalegar myndir í dag! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir leiðbeiningar v/myndarinnar frá Dýrafirði

Helga Kristjánsdóttir, 29.9.2008 kl. 03:17

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hæ, Hvenær fari þið að sofa? Ég vona að myndirnar hafi ekki haft þau áhrif að þið urðuð andvaka í alla nótt ... nema að það hafi verð út af áhyggjum af næturfundi ríkisstjórnarinnar og bankamanna vegna krísunnar sem nú ríður yfir. En annars takk fyrir innlitið.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.9.2008 kl. 04:44

5 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Miða við þitt comment gæti maður ætlað að þú hafir verið boðaður á fundinn með bankamönnum

Þ Þorsteinsson, 30.9.2008 kl. 17:58

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Merkið við Þorlákshafnarveginn er minnismerki um Karl heitinn Sighvatsson tónlistarmann sem var organisti í Þorlákskirkju meðal annars. Fáir held ég að viti af þessu merki, enda ekki gott að komast að því , þar sem enginn afrein er að því frá veginum.

Sigurlaug B. Gröndal, 3.10.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Var svona að renna yfir bloggið hjá mér og sá að það hefði verið skrifaðar nýjar athugasemd. Takk fyrir innlitið ÞÞ og það má sjá að þessi færsla hefur verið skrifuð rétt fyrir Banka... á Íslandi :)

Sæl Sigurlaug og takk fyrir upplýsingarnar um þetta fallega minnismerki. Eins og í þessu tilfelli, þá sá maður eitthvað sem að maður kannaðist ekki við að hafa séð áður. Líklega er minnismerkið svo nýtt að það á líklega eftir að laga aðstöðuna eins og göngustíg og bílaplan

.

Hér er svo mynd af kirkjunni í Þorlákshöfn sem að þú minnist á.

http://www.photo.is/austur2/pages/kps0604%20073.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.10.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband