VEISTU HVAÐ ÞETTA ER?



Veistu hvað þetta er?










Svarið er neðst

Þetta er nýtt breskt fangelsi! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)









Þetta er nýtt breskt fangelsi!


af því tilefni er hér:

Samanburður á
lífi fanga og frjálsra manna


Þetta gæti bætt skilning á aðstæðum fanga borið saman við frjálsa menn

í fangelsi

á vinnumarkaðinum


er meirihluta tímans varið í 3 x 3 m klefa
 
er meirihluta tímans varið í 1,8 x 1,8 m rými /skrifstofu

- eru þrjár fríar máltíðir á dag
 
- fá menn eitt matarhlé á dag og verða að borga fyrir matinn

- er gefið frí fyrir góða hegðun
 
- er hlaðið verkefnum á þá sem standa sig vel

- er vörður sem læsir eða opnar allar hurðir  
 
- þarf oft að bera öryggispassa og opna allar hurðir sjálfur

- er sjónvarp og tölvuleikir
 
- eru menn reknir fyrir að horfa á sjónvarp eða vera í tölvuleik

- eru einka salerni
 
- verður að deila salerni með fólki sem stundum mígur á setuna

- er fjölskyldu og vinum leyft að koma í heimsókn
 
- er ætlast til að þú talir ekki einusinni við fjölskyldu þína

- bera skattgreiðendur allan kostnað án þess að nokkurrar vinnu sé krafist af þeim sem þar dvelja
 
- bera starfsmenn allan kostnað við að komast til frá vinnu og skattar eru dregnir af laununum til þess að greiða kostnað vegna fanganna

@ PRISON
You spend most of your life inside bars wanting to get out
 
@ WORK
you spend most of your time wanting
to get out and go inside BARS !

@ PRISON
- You must deal with sadistic wardens
 
@ WORK
- They are called managers


Komdu þér nú að verki !
Það er ekki verið að borga þér fyrir að vera að blogga eða lesa blogg alla daga.
Now get back to work. You're not getting paid for blogging


(Stílfærði aðeins, en fékk þetta sent frá Kela kunningja mínum)

Hér má svo lesa meira um málefnið í öðrum bloggum hjá mér

Væri ekki ráð að byggja Hilton lúxus fangelsi á íslandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/231629

KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/389120



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ný eining byggð við Litla-Hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm???

 Sá sem að situr í fangelsinu:

Átti sennilega alkahólistana fyrir foreldra sem að börðu og nauðguðu viðkomandi, dópuðu fyrir framan hann sem barn, skildu hann eftir í eigin umsá við hin ýmsu tækifæri buðu vinunum í heimsókn sem að jafnvel börðu og nauðguðu viðkomandi í hinum ýmsu fylleríspartíum á heimilinu og útveguðu barninu dóp þegar að það fór að biðja um það, einhvernveginn svona gæti ævi fangans hljómað.

Sá sem að fetaði "eðlilegu" brautina nám, vinna osfrv átti góða foreldra sem að sáu til þess að aldrei skorti neitt í æskunni og vernduðu barnið sitt eins og sjáaldur augna sinna.

Segðu mér nú eitt.

Hvor þessara er öfundsverðari, fanginn eða sá "eðlilegi"?

Hefðir þú viljað skipta?

Er einhver ástæða til þess að fólk þjáist þótt að það lendi í fangelsi?

Veist þú hvað er á bak við sögu hvers fanga?

Hvað þarf til þess að búa til fanga?

Hvað þarf til þess að breyta manneskju í segjum,, nauðgara dópista, eða morðingja?

Kv: G.Þ.

Guðmundur (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 15:28

2 identicon

Mig langar að komast í frí, þurfa ekkert að hugsa um leigu, geta sofið út á hverjum degi, þurfa ekkert að puða til að framfæra sjálfum mér, ókeypis líkamsrækt, ókeypis hótelherbergi og svo framvegis og framvegis.  Hvað þarf ég að gera til að láta þennan draum rætast? Það dugar ekkert að berja einhvern í spað, nefbrjóta, handleggsbrjóta, kjálkabrjóta eða fótbrjóta. Mar fær ekkert frí fyrir það. Þá er bara að stinga einhvern á hol og skilja hann eftir hálfdauðan í blóði sínu,gæti fengið 6 mánuði í frí fyrir það. Best er að nauðga, þá fær maður 4 ár og ef það er barn þá fær maður 6 ár. Þetta er kannski full langt frí fyrir minn smekk reyndar. 

Verst er að ég er ekki siðblindur ég hefði sko alveg viljað fá smá frí.  

Þreyttur (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta eru að vísu sterk orð hjá þér Guðmundur, en eru engu að síður rétt. Það HEFUR MIKIL áhrif á framtíð hvers og eins hvernig búið er að viðkomandi í æsku og sjálfsagt ekki verra að eiga að einhverja fjársterka aðila til að hlaupa undir bagga þegar á þarf að halda. Íslendingar eru að stæra sig af "fullkomnu social" kerfi sem á að vera eitt af því besta sem þekkist. En þegar farið er að skoða þessi mál betur undir yfirborðið, þá er því miður ýmislegt miður fagurt sem kemur í ljós.

Það er nú mikil einföldun að sega að allir sem fari í fangelsi hafi búið við slæman aðbúnað í æsku. Oft getur það verið tilviljunum háð inn á hvaða brautir fólk leiðist í lífinu og þarf oft ekki mikið til. Sagt er að vinir hafi meiri áhrif en foreldrar á ákveðnum tímaskeiði og vinahópurinn sem að þú velur þér getur verið eitt, slæmt gengi í fjármálum, sálræn vandamál, drykkja og dóp eins og þú kemur inn á, eða bara hrein og klár óheppni. Morð og nauðganir geta haft aðdraganda sem engan órar fyrir og getur verið röð af óheppilegum aðstæðum sem endar svo með skelfingu. En mannskepnan er flóki fyrirbæri og við erum mjög mismunandi, á meðan einn get verið góður í einu þá er allt eins líklegt að sá hinn sami sé gjörsamlega ómögulegur í öðru.

Að stunda glæpi og önnur ólöglegheit getur hreinlega verið val og jafnvel lífsform sem viðkomandi velur sér. Þá er reynt að setja lög til að stoppa það því að það hentar ekki fjöldanum. Svo er það annað mál hvaða aðilar sleppa í þessu kerfi okkar og hverjir ekki. Er það sá sem stelur einhverjum smáaurum eða sá sem hefur "efni" á því a stela og þá svo stórt og með samþykki svo margra að ekkert er að gert (er það þjófnaður þegar t.d. Reykjavíkurborg er látin kaupa lóðir við Laugarveg á uppsprengdu verði eða þegar sjóðir almennings eru misnotaðir ákveðnum aðilum til handa taumlaust?). Hvenær eru t.d. opinberir embættismenn látnir svara til saka fyrir alvarlegar embættisfærslur? En það sem að mér finnst hvað verst er hvað það getur verið hróplegt ósamræmi í dómum og hvernig tekið er mismunandi á brotum allt eftir því hver er. Það sem hjá sumum er kallað herber þjófnaður getur heitað hjá næsta manni "pólitík" og þá allt í einu er gjörningurinn bara orðin allt í lagi! Hér ræður víst miklu í hvaða þrepi þjóðfélagsins þú ert. Svo er það annað að það er fullt af fólki sem hefur fulla vinnu í því að vasast í svona málum og það fólk verður auðvita að hafa nóg að gera hvort sem að það skilar svo einhverju eða ekki :)

Lífsbaráttan getur verið erfið innan rimlanna ekki síður en utan þeirra. Sem dæmi, þá fékk ég að heyra það frá aðila sem vinnur beint við þessi fangelsismál að þegar viðkomandi væri komin á aldur, þá væri hvergi betri staður að fara á en í grjótið (ekki elliheimili) og taldi viðkomandi aðili upp langan lista m.a. það sem áður er búið að koma fram ásamt því að fá læknisþjónusta, lyf og fl. frítt.

Svo er það annað, að á sama tíma og verið er að setja lög og reglur til að hefta einstaklinginn fyrir nánast öllu mögulegu (og í leiðinni að gefa embættismannakerfinu skotveiðileyfi á fjöldann), að þá er á sama tíma verið að hrósa sér hvað Íslenskt þjóðfélag er framsækið og óheft og að það sé einmitt hér sem einstaklingurinn fái hvað mest að njóta sín, en Íslenska lagakerfið er í mörgum tilfellum að ganga mun lengra á ýmsum sviðum en gert er t.d. úti í Evrópu!

Ég er á því að íslenska víkingaeðlið eigi að fá að njóta sín að einhverju leiti líka því að það er óbeislaður kraftur sem á að virkja (að vísu ekki að drepa, ræna, nauðga og rupla ...er þá nokkuð eftir!).

En svona í lokin, þá þekki ég ekki þessa "dóp" veröld og hef aldrei umgengis fólk í þeim "bransa". Man eftir einu dæmi þar sem fólk var að reykja hass hér á yngri árum. Líklega er það fyrir orð afa míns sem varð þess valdandi að ég drekk ekki áfengi þó svo að ég geti svo verið ófullkomin á öðrum sviðum í staðin :)

p.s. ég er líka þreyttu!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.8.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Æi hættiði þessu. Sá sem er fullorðinn ræður því hvað hann gerir, hvort hann miðþyrmir öðrum og nauðgar eða ekki. Það er hans val. Af hverju ætti hann að fá betri þjónustu en sá sem vinnur fyrir sér allt lífð á heiðarlegan hátt? Af hverju ætti að afsaka hann alla tíð og kenna forfeðrum hans um ófarinar sem hann velur sér sjálfur?

Það er í lagi að hafa aðstöðu í fangelsum góða en hún þarf ekki að vera eins og hjá millum.

Þakka þér Kjartan Pétur fyrir allar myndirnar. Þær eru flottar, skýrar og segja margt.

Marta Gunnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 00:21

5 identicon

Yeah! I want that one!

eikifr (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 00:46

6 identicon

Marta þó það hafi verið bent á þessa staðreind sé ég ekki að það sé verið að verja þá sérstaklega eða kenna foreldrunum um. Auðvitað ræður einstaklingur gjörðum sínum en það þarf ekki að horfa framhjá því að ef barn er t.d. lamið í æsku eða á foreldra sem eru í afbrotum eru mun meiri líkur að hann leiðist í afbrot líka. Man ekki hvað það voru margir sem voru vistaðir á Breiðuvík enduðu á hrauninu en ég las um það einhversstaðar um daginn..

Fangelsi eiga að snúast um betrun, ekki hefnd.

Þetta fangelsi hér að ofan er kannski einum of, eins og 5stjörnu hótel :P

Stebbi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 04:55

7 identicon

Langar að bæta einu við. Þó ég sé í vinnu á skítalaunum sem endast mér ekki út mánuðinn með öllum gjöldum sem ég þarf að borga mundi ég ALDREI skipta því út fyrir að vera sviptur ferðafrelsi. Alveg sama á hversu flottu "hóteli" ég væri og hvað væri borgað ofan í mig þá mundi ég aldrei geta líkt því saman við að vera frjáls maður.

Stebbi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 05:23

8 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

svo er það alltaf góð spurning, hvað er að vera frjáls maður?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.8.2008 kl. 05:30

9 identicon

Þú ert alltaf góður Kjartan og ekki síst þegar Jack Daniels er þér innan handar.

Gummi (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 13:49

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég mátti nú til með að Googla þetta nafn "Jack Daniels" ... til að fatta djókið :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.8.2008 kl. 16:18

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er allur húmor horfin úr okkur Ð

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.8.2008 kl. 22:29

12 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Í upphafi leit ég á þessa færslu sem grín, eða þar til fyrsta kommentið kom! Þá var bara ekki annað að gera en að kafa aðeins dýpra í málið. Það er vel skiljanlegt að sumum þyki að sér vegið, en bloggið er nú bara einu sinni þannig að hér er verið að setja fram fullt af pælingum og svo vonandi smá grín inn á milli.

En í þessu tilfelli mátti svo sem alveg búast við því að hér gætu orðið heitar umræður um málefnið. Enda mörgum málið skylt. Nú er bara spurning hvort Árni Johnsen blandi sér ekki í þessa spennandi umræðu. Hann er þó aðili sem setið hefur báðu megin við borðið. Að vísu er Kvíabryggja mun opnara fangelsi en það sem er talað um hér að ofan.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.8.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband