19.7.2008 | 12:47
STAÐARSKÁLI - HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR
Hér er hinn "nýi" Staðarskáli að rísa í botni Hrútafjarðar þar sem búið er að leggja nýjan veg fyrir botn fjarðarins ásamt nýjum brúm
Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt.
Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars stóð til að leggja veginn yfir hér á milli þessara tveggja eyra eða frá Reykjatanga þar sem Reykjaskóli er að norðanverðu yfir á Kjörseyrartanga sem er sunnan megin og nær á myndinni (spurning hvar sú framkvæmd er stödd í kerfinu?).
Í síðari heimsstyrjöldinni var breski herinn með stóran herkamp eða um 100 bragga á Reykjatanga í Hrútafirði. Á sínum tíma varð alvarlegt slys þegar hermenn voru að sigla á bát yfir fjörðinn og dóu þá margir hermenn þegar báturinn sökk (ef einhver bloggari þekkir betur söguna, þá væri fróðlegt að fá alla ef hægt er). Picture of Reykjatangi and Kjorseyrartanga in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni
1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað
Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt.
Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars stóð til að leggja veginn yfir hér á milli þessara tveggja eyra eða frá Reykjatanga þar sem Reykjaskóli er að norðanverðu yfir á Kjörseyrartanga sem er sunnan megin og nær á myndinni (spurning hvar sú framkvæmd er stödd í kerfinu?).
Í síðari heimsstyrjöldinni var breski herinn með stóran herkamp eða um 100 bragga á Reykjatanga í Hrútafirði. Á sínum tíma varð alvarlegt slys þegar hermenn voru að sigla á bát yfir fjörðinn og dóu þá margir hermenn þegar báturinn sökk (ef einhver bloggari þekkir betur söguna, þá væri fróðlegt að fá alla ef hægt er). Picture of Reykjatangi and Kjorseyrartanga in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni
1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað
Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ekið á hross í Hrútafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Ljósmyndun, Menning og listir, Samgöngur | Facebook
Athugasemdir
Já nú er maður á heimavelli. Mikið rétt rafstöðin í Gömlu Símstöðinni er enn í gangi og sér Brúarskála fyrir rafmagni sem og sér sjálfri. Eins er bærinn Melar 1 með rafmagnsnýtingu að hluta úr Brú.
Já heyrst hefur að framkvæmdir á skálanum nýja séu á eftir áætlun. En er það eitthvað nýtt að framkvæmdir tefjist. Reyndar voru þeir langt á undan áætlurn með veginn við nýjaskálann.
Kveðja úr Hrútafirði.
JEG, 19.7.2008 kl. 12:57
Takk :)
En svo vantar að klára söguna um hersetuna. Fyrst komu Bretar og svo Ameríkanar rétt undir lok stríðsins. Ég fann ekkert um það hversu margir létust þegar bátur eða prammi sökk með breska hermenn á firðinum eða hver ástæðan var fyrir slysinu. Það má vel vera að mig misminni. En takk fyrir upplýsingarnar. Hversu stór er annars rafstöðin á Brú og er enn verið að nota upphaflegu leiðsluna ofan af heiði sem að ég sá í fyrra þegar ég ók um heiðina frá Haukadal. Leiðslan leit orðið frekar illa út enda hluti af henni úr timbri!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.7.2008 kl. 13:08
Sagan um hersetuna kann ég ekki en eflaust kallarnir sem hér hafa alið manninn alla sína ævi og búa enn í sveitinni.
Nú man ég ekki hversu stór hún er en hún annar þessu sem ég taldi upp. Vatnsstokkurinn er enn í notkun ofan úr lóninu. (Stíflu) Hluti hennar er enn upprunalegur en miklar viðgeriðr eru á hverju ári enda orðin lúin. Og eru gosbrunnar hér og þar. Síðast þegar gert var við var leiðslan orðin svo gisin að allur kraftur var farinn og fór næstum mjög illa.
Sólarkveðja úr firðinum fagra.
JEG, 19.7.2008 kl. 13:57
Ég get kannski bætt örlitlu hér við. Pabbi minn og bróðir hans sögðu okkur sögur af þessu en þeir voru rétt yfir tvítugt þegar hersetan var (báðir Hrútfirðingar fæddir í kringum 1920). Ég man þetta eflaust ekki alveg rétt en mig minnir að það hafi verið hátt í 100 manns sem fórust. Skilst að þetta hafi verið "heræfing" það átti að reyna á burðarþol bátsins og það fór svona illa, honum hvolfdi á miðjum firðinum. Björgunaraðgerðir voru reyndar, farið af stað með bát(a?) frá Borðeyri en það náðist ekki að bjarga nema örfáum. Skelfilegar sögur voru um það þegar drukknandi hermennirnir reyndu að krafla sig um borð í yfirfullan björgunarbátinn en það hefði þýtt dauða allra sem um borð voru svo gripið var til þess að berja með árunum á hendur þeirra drukknandi til að losa um tökin
Þetta skelfilega slys olli miklum óhug í sveitinni eins og gefur að skilja og hefur örugglega ekki aukið tiltrú manna á "verndurum landsins" - að sýna af sér þvílíkt og annað eins dómgreindarleysi og heimsku.
En já, mér skilst að á botni Hrútafjarðar sé slatti af breskum beinagrindum
Guðrún Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 19:37
Takk fyrir upplýsingarnar frá ykkur báðum,
Varðandi leiðsluna frægu, þá man ég eftir að hafa séð einhverja gosbrunna uppi á miðri heiði þar sem leiðslan liggur þegar ég ók þarna um í fyrra.
En varðandi hersetuna, þá var ég aðeins búinn að heyra af þessu en kunni ekki söguna nákvæmlega. Það virðist vera erfitt að finna heimildir um þennan atburð hér á netinu og líklega skýringin sú að menn vilja sem minnst um þetta mál ræða.
Mig minnti alltaf að þetta hefði verið um 18-20 manns en vissi ekki að það hefðu verið svona margir.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.7.2008 kl. 21:05
Það getur vel verið að mig misminni þessi tala. Fannst í minningunni eins og talað hefði verið um tugi.
Guðrún Jónsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:34
ER að reyna að átta mig á fjarlægðinni milli Reykjatanga og Kjörseyrartanga vinkona mín Hulda Pétursdóttir synti yfir Hrútafjörð á þessum árum 16 ára gömul ´var mikið afrek.
Helga Kristjánsdóttir, 20.7.2008 kl. 14:40
Hæ
Mættur aftur.
Fjarlægðin er líklega eitthvað um 1.2 km samkvæmt GPS korti sem að ég er með.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2008 kl. 19:07
Vinarlegar ábendingar:
"Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hótelinu sem reis á einni nóttu. En hótelið var flutt á staðinn yfir nótt." Þetta er ekki alveg rétt því það var aðeins litla húsið við hótelið sem var reist á einni nóttu árið 2005 en hótelið sjálft var opnað 1994 og var það áður svínahús. Sjá betur www.stadarskali.is
Hermennirnir sem drukknuðu voru 18 samkvæmt Öldinni okkar. Og drukknuðu þeir 20.febrúar 1942
Fjóla Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 17:57
Takk Fjóla,
Þá er þetta allt að skýrast. Mikið að því sem sett er hér fram á þessu bloggi er oft á tíðum hugleiðingar og einhverjar pælingar og ekki alltaf einhverjar 100% staðreyndir. Oft er verið að rifja upp eitthvað sem einhver hefur sagt manni og því er bloggið alveg kjörin vettvangur til að kanna málið nánar og fá staðreyndir á hreint.
En var þetta prammi eða bátur og af hverju sökk hann?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.7.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.