ERU ÍSLENDINGAR AÐ LESTARVÆÐAST :)

Það er gaman að íslendingar eru loksins byrjaðir að taka við sér og huga að lestarvæðingu landsins. Flott hjá Borgarholtsskóla að að taka málið föstum tökum eins og lesa má í umræddri frétt á mbl.is.

Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Í Vikulokunum í morgun sagði Árni Páll að með frekari fjölgun ferðamanna þyrfti að huga að nýjum ferðaleiðum og nýrri afþreyingu, Steingrímur J. tók undir - og mér varð hugsað til tillagnanna þinna um de luxe hringinn. Vonandi gefstu ekki upp, og ekki heldur á lestarhugmyndunum. Ég trúi á þær.

Berglind Steinsdóttir, 19.7.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

það geri ég!Vildi láta þig vita að Kristján sonur minn er afskaplega spenntur fyrir þessum hugmyndum svo er um fleiri,.Nota nú byrinneins og þú gerir í háloftunum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.7.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég ásamt fleirrum sóttum "því miður" um styrki út á ýmsar útgáfur af þessum hugmyndum mínum í ýmsa sjóði sem eiga að styrkja nýsköpun hér á landi (um 100+ millur í pottinum). Suma styrkina var annars ekki hægt að sækja um nema í nafni einhverra stofnanna eins og styrkirnir sem OR auglýsti. En ég og fl. lögðum á okkur mikla vinnu til að sækja um suma af þessum styrkjum. En niðurstaðan var sú að öll sú vinna skilaði samtals 0 kr. í kassann.

Á sama tíma var gaman að fylgjast með hvernig ákveðnir fjölmiðlar voru notaðir kerfisbundið til að auglýsa sumar af þessum hugmyndum upp sem hugmyndir annarra og var greinilega mikil pólitísk skítalykt af málinu (tengist líklega eitthvað þeim aðilum sem fara með stjórn borgarmála í Reykjavík þessa dagana).

En líklega er bara álið málið í þessu landi og ekki langt í það að maður fari að kveðja klakann og reyna fyrir sér þar sem meiri virðing er borin fyrir hugmyndavinnu annarra.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband