NÝBYGGINGAR Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI - MYNDIR

Hér er nýtt hverfi að byrja að byggjast upp við rætur Úlfarsfells. Mynd er tekin í júní 2007 af nýbyggingum sem eru að rísa við rætur Úlfarsfells

Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til norðurs og austurs með sveitarfélagamörkum að og um Úlfarsfell að Vesturlandsvegi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit svæði við Úlfarsfell út í ágúst 2007

Slóð sem er fær flestum jeppum liggur upp á Úlfarsfellið að sunnanverðu. Slóðin var á sínum tíma ýtt og lagfærð af svifdrekamönnum. Þarna uppi eru nokkrir fallegir útsýnisstaðir. Torfarin slóð liggur niður að norðaustanverðu. Úlfarsfellið er einnig mikið notað af göngufólki. Ég veit dæmi þess að pöntuð hefur verið Pizza upp á fjallið og ef henni hefði ekki verið skilað innan ákveðins tíma samkvæmt auglýsingu, þá yrði hún frí. Pizzusendlinum tókst að aka upp slóðann á litlum bíl sem á að vera nánast ógjörningur að framkvæma :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má þá er mikil vinna sem þarf að framkvæma áður en hægt er að byggja húsnæði upp á staðnum

Jarðvegsvinna, gatnagerð, lagnir fyrir heitt og kalt vatn, frárennsli, síma, rafmagn ... þarf að koma fyrir áður en verktakar geta hafist handa við að byggja upp hús sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Norðlingaholt við Rauðhóla er að byggjast upp þessa dagana og má víða sjá nýbyggingar í því hverfi sem á eftir að klára

Líklega er hverfið mest þekkt fyrir að 21 maður voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt vegna mótmæla flutningabílstjóra. Einnig var lagt hald á sextán ökutæki í sömu aðgerð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðbærinn í Norðlingaholti er að byggjast upp á fullu. Þegar er byrjað á skóla fyrir hverfið en nemendur hafa orðið að vera í bráðabyrðarhúsnæði fram að þessu

Leik- og grunnskóli í Norðlingaholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að byggja upp hverfi fyrir skrifstofu- og iðnaðarhverfi rétt við Elliðarvatn í Kópavogi

verslunarhverfi skammt frá Elliðavatni. Skrifstofubygging við Urðarhvarf (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki bara Reykjavík sem hefur þessa sögu að segja. heldur má sjá framkvæmdir í kringum nýbyggingar víða um land eins og hér í Hveragerði

Margir hafa selt húsnæði í Reykjavík og flutt í nágrannabyggðirnar þar sem húsnæði er mun ódýrara. Því miður hefur hækkun á eldsneyti komið mikið niður á þessu fólki sem er að sækja vinnu til Reykjavíkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í Hveragerði voru reist mörg hús eins og sjá má á þessari mynd hér

Hér má sjá mynd sem er tekin í júní mánuði 2007 af nýbyggingum í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is „Lítil sem engin sala á lóðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já vá enda er engin furða að maður skuli vera orðinn áttavilltur í Rvík og nágrenni þegar maður kíkir suður. Þó bjó ég fyrir sunnan 2002 en síðan eru greinilega liðn möööööööörg ár.

Snilldarmyndir að venju hjá kappanum.

Nú er rosa flott veður   enda tími til kominn.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 5.7.2008 kl. 10:13

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Var að spá í að fljúga á Strandir á eftir :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.7.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband