4.7.2008 | 09:01
HÓTEL RANGÁ OG FRIÐRIK PÁLSSON - MYNDIR
Friðriki Pálssyni er margt til lista lagt og hefur hann m.a. verið hótelhaldari á 4 stöðum. Það fyrsta er á Hótel Rangá. Þar má finna rúmgott og fallegt hótel byggt í norskum bjálkastíl
Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum
Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.
Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun
Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi
Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu
Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum
Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.
Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum
Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.
Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun
Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi
Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu
Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum
Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.
Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Aðal röddin á Landsmótinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Flug, Ljósmyndun | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.