28.6.2008 | 09:59
GRUNNVATNIÐ Í FLÓANUM OG Á SKEIÐUM - MYNDIR
Í jarðskjálftanum árið 2000, þá myndaðist þessi sandsvelgur hér ekki langt frá Þjórsárbökkum í Villingaholtshreppi skammt frá bænum Syðri-Gróf
Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm
Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.
Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.
En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.
Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.
Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð
Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm
Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.
Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.
En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.
Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.
Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð
Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Flug, Jarðfræði, Ljósmyndun | Breytt 29.6.2008 kl. 12:43 | Facebook
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir að vera svona ötull við að mynda landið okkar frá öllum mögulegum sjónarhólum:)
Birgitta Jónsdóttir, 28.6.2008 kl. 10:29
Þetta er svona gert með annarri... Þ.e. held á myndavélinni með annarri hendinni á meðan ég flýg eða stjórna með hinni :)
En þegar maður er í leiðsögn, þá er þetta ágæt leið til að viðhalda þekkingunni að blogga aðeins um landið.
Annars fór ég í skemmtilegt miðnæturflug fyrir stuttu. En við mig hafði samband þýskur læknir sem komin var á eftirlaun og misminnti mig að hún hafði heitað Birgitta en hún heitir víst Barbara. Hún hafði séð myndir eftir mig á netinu og vildi endilega fljúga yfir Snæfellsjökul. Mér tókst að breyta þeirri ósk og fór með hana í staðin inn á hálendið inn að Þórisjökli og Geitlandsjökli og tók þá m.a. þessar myndir hér:
http://www.photo.is/08/06/6/index.html
Flott ferð ...
En takk fyrir innlitið Birgitta og gangi þér vel í baráttunni með þín hugðarefni.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.6.2008 kl. 10:49
Flottur eins og venjulega Kjartan. Takk,takk.
S. Lúther Gestsson, 28.6.2008 kl. 11:21
Mange tak Sigurður.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.6.2008 kl. 11:44
Mér finnst ég stundum vera eins og biluð plata hérna: "Frábærar myndir að venju!"
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 01:38
Mikið ertu lánsamur að hafa kost á að ferðast svona mikið um landið okkar. Hef alltaf verið heilluð af smárellum en ekki komist nógu oft í slíkt flug. Það var helst þegar ég var krakki og verið að senda mig upp til sveita á fremur afskekta staði:)
Fylgist að sjálfsögðu alltaf með myndaannálum þínum þó ég kvitti ekki oft.
Með björtum kveðjum
Birgitta Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 09:02
Takk Lára,
Þú ert ekki eins og biluð plata og takk fyrir reglulegt innlit :)
Birgitta fyrir þá sem langar til að prófa svona flug, þá ætti að vera nóg að fara upp í félagsheimili við Grund undir Úlfarsfelli á kvöldin þegar gott er veður og sníkja eins og eitt far með einhverjum fisflugmanninum.
Svo má líka skella sér í leiðsögunámið og þá færðu að ferðast nóg - jafnvel svo mikið að meðalaldur leiðsögumanna í starfi er ekki meira en um 7 ár, hvort það er laununum að kenna eða einhverju öður.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.6.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.