22.6.2008 | 09:54
FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR
Hér má sjá nýjasta flaggskipið í flugflota fisflugmanna, en vélin er nýlega komið til landsins. Flugeiginleikar á svona vél eru í mörgum tilfellum orðnir mun betri en hjá mörgum einkaflugvélum í dag
Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.
Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi
Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll
En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!
En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)
Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?
Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.
Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi
Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll
En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!
En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)
Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?
Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
Völlur fyrir 50 flygildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Flug | Aukaflokkar: Ferðalög, Ljósmyndun, Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
Takk fyrir flottar myndir og til hamingju með nýju flugbrautina. Ég fer nær aldrei á Reykjavíkurflugvöll, ekkert þangað að sækja, er í Mos, alsæll með grasbrautina þar ! En: Rosalegt drasl er þarna í básunum fyrir norðan Hótel Loftleiðir ! Bílar & fl ! Er þessi mynd tekin nýlega ?
Kveðjur- Örn
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:29
Sæll Örn og ávallt velkominn á bloggið hjá mér.
Þessi mynd var tekin í júní 2006.
Það verður annars gaman þegar nýja flugbrautin verður komin í nothæft ástand.
Ég bíð að sjálfsögðu spenntur eftir því að fá að fljúga yfir svæðið til að sjá hvort að draslið sé þarna enn, þ.e. ef flugmálayfirvöldum þóknast að lofa mér að smella af eins og nokkrum myndum af svæðinu :)
En eins og lesa má, þá er ekki auðvelt að halda úti svona myndavef án allra ríkisstyrkja eða annarra framlaga sem myndu vissulega koma sér vel.
Spurning um að sækja um veglegan styrk til Flugmálastjórnar til að fá að mynda alla þessa flugvelli sem þeir eru að leggja niður - en eins og við vitum báðir, þá hefur þeim fækkað mikið síðustu árinn vegna niðurskurðar!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.6.2008 kl. 10:43
Stjórnvöld flugmála eru þekkt fyrir að elta upp svona smámál og eyða miklu púðri, tíma og skattpeningum til að TAKA á svona "stórmáli". Þekkt eru dæmin þegar flugmálayfirvöld töpuðu hinu fræga máli þar sem menn voru að "æfa" lendingu á vatni á miklum hraða :)
Þegar koma svona óvenjulegar fyrirspurnir inn á borð hjá þessu fólki, þá er eins og öll stofnunin setji sig í gírinn (fyrsta og lága) og líklega er fátt meira til umræðu inni á kaffistofu en fullt af svona málum. Á meðan er það sem í raun skiptir máli látið sitja á hakanum.
Flugnörd sem er búinn að fá nóg af yfirvöldum flugmála (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:54
Flott að aðstaða skuli vera komin fyrir fisflug. Smá leiðrétting þó á því sem þú (Kjartan) segir um fækkun flugvalla: Ég held að þetta sé svolítið ofmetið hjá þér, fækkunin. Það eru aðeins örfáir flugvelli sem hafa hætt störfum á síðustu árum, og a.m.k. þrír í eigu annarra en Flugstoða (Ath að það eru Flugstoðir en ekki Flugmálastjórn sem á og rekur flesta flugvelli í landinu. Sumir eru svo í eigu/reknir af öðrum aðilum). Enn eru á 7. tug flugvalla fyrir okkur að nota, er það ekki doldið? Hvað heldurðu t.d. að það séu margar lendingar á ári á Krókstaðamelum svo dæmi sé tekið? Það er alltaf spurning hvort það borgi sig að halda úti miklum fjölda smáflugvalla eða fækka þeim og leggja betur í þá sem eftir eru því auðvitað er kostnaður við að halda öllum þessum flugvöllum úti, þarf að valta þá, viðhalda og sjá um að þeir séu í nothæfu standi. Aðalmálið er að það sé ekki of langt á milli góðra smáflugvalla til að nota og gott að hafa flugbrautir í mismunandi áttir á sama veðursvæði. Svo er annað líka, ef menn vilja má lenda utan skráðra flugvalla eins og alltaf hefur verið.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 11:14
KPS Áttu nokkra mynd af ísbirni ??
Jón Þór Guðmundsson, 23.6.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.