28.4.2008 | 09:41
KRÍAN, SNÆFELLSNES, ARNARSTAPI - MYNDIR
Á Snæfellsnesi má finna stórt og mikið kríuvarp
Á afleggjaranum upp að Ingjaldshóli á milli Hellisands og Rifs er mikið kríuvarp. Picture of Icelandic bird Kría, Sterna paradisaea, Arctic Tern, Küstenseeschwalbe, Havterne, Silvertärna close to Ingjaldsholl at Snaefellsnes peninsula near Rif and Hellisandur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían ver ungviði sitt með "kjafti og klóm"
Hér er kríuungi á hlaupum undan ljósmyndaranum. Á sama tíma er heil herdeild að ráðast á ljósmyndarann. The Icelandic Arctic Tern protect there yongsters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Með tryllingslegri framkomu sinni ræðst krían að hverjum þeim sem vogar sér að ógna ungum og yfirráðasvæði hennar
Hér ræðst krían að ljósmyndaranum með gargi og hótunum á flugvellinum á Ísafirði. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían hefur ótrúlega flugeiginleika. Hér má sjá hvernig hún getur nánast stoppað í loftinu eins og þyrla
Flughæfni kríunnar er ótrúleg og hér má sjá gott dæmi um fullkomið verk náttúrunnar. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían er farfugl og er í fuglaætt sem nefnast þernur. Krían er náskyld mávum og er sjófugl. Hún getur orðið langlíf allt að 25-30 ára.
Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér svífur krían vængjum þöndum á Arnarstapa. Þar er mikið kríuvarp
Á Arnarstapa á Snæfellsnesi er mikið af kríu og þurfa ferðamenn að passa sig svo ekki verði á þá ráðist af kríunni þegar þeir nálgast varpsvæði hennar. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían heldur mikið saman í hópum. Með því móti verja þær hreiður hjá hvor annarri þegar utanaðkomandi hætta steðjar að
Hér hvílir hópur af kríum sig á vegi á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er endalaust hægt að dást af kríunni, enda formfagur fugl
Kría í ham gerir sig tilbúin að ráðast á óboðna gesti. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er mamma? Spyr kríuunginn og horfir á ljósmyndarann hissa
Kríuungi horfir á ljósmyndarann á meðan mamma flögrar yfir til að passa upp á ungviðið. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að segja að krían er herskár fugl. Ófáir hafa fengið gogg í höfuðið. Ráð er að halda hendinni uppi eða spýtu. Hér gargar krían á ungann sinn. Flott flugstaða
Krían að verja ungan sinn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sum dýr njóta góðs af sambýli við kríuna. Þekkt er að æðafuglinn verpir í návígi við kríuna til að fá aukna vernd fyrir varginum eins og svartbak, máfum, refum, minkum
Flott panrmama af kríu mynd með hross á Arnarstapa í baksýn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kríu frá hlið og sést vel hvernig hún beitir vængjum sínum
Krían er léttur fugl og hreyfir vængina ört og títt. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Öllu rólegra er yfir þessari kríu sem er nýlegur veitingastaður fyrir austan fjall rétt hjá Selfossi
Á þessum bar er jafnvel hægt að fá sér eina litla kríu. En að fá sér kríu er það sama og fá sér smá lúr eða stuttan svefn. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Á afleggjaranum upp að Ingjaldshóli á milli Hellisands og Rifs er mikið kríuvarp. Picture of Icelandic bird Kría, Sterna paradisaea, Arctic Tern, Küstenseeschwalbe, Havterne, Silvertärna close to Ingjaldsholl at Snaefellsnes peninsula near Rif and Hellisandur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían ver ungviði sitt með "kjafti og klóm"
Hér er kríuungi á hlaupum undan ljósmyndaranum. Á sama tíma er heil herdeild að ráðast á ljósmyndarann. The Icelandic Arctic Tern protect there yongsters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Með tryllingslegri framkomu sinni ræðst krían að hverjum þeim sem vogar sér að ógna ungum og yfirráðasvæði hennar
Hér ræðst krían að ljósmyndaranum með gargi og hótunum á flugvellinum á Ísafirði. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían hefur ótrúlega flugeiginleika. Hér má sjá hvernig hún getur nánast stoppað í loftinu eins og þyrla
Flughæfni kríunnar er ótrúleg og hér má sjá gott dæmi um fullkomið verk náttúrunnar. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían er farfugl og er í fuglaætt sem nefnast þernur. Krían er náskyld mávum og er sjófugl. Hún getur orðið langlíf allt að 25-30 ára.
Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér svífur krían vængjum þöndum á Arnarstapa. Þar er mikið kríuvarp
Á Arnarstapa á Snæfellsnesi er mikið af kríu og þurfa ferðamenn að passa sig svo ekki verði á þá ráðist af kríunni þegar þeir nálgast varpsvæði hennar. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían heldur mikið saman í hópum. Með því móti verja þær hreiður hjá hvor annarri þegar utanaðkomandi hætta steðjar að
Hér hvílir hópur af kríum sig á vegi á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er endalaust hægt að dást af kríunni, enda formfagur fugl
Kría í ham gerir sig tilbúin að ráðast á óboðna gesti. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er mamma? Spyr kríuunginn og horfir á ljósmyndarann hissa
Kríuungi horfir á ljósmyndarann á meðan mamma flögrar yfir til að passa upp á ungviðið. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að segja að krían er herskár fugl. Ófáir hafa fengið gogg í höfuðið. Ráð er að halda hendinni uppi eða spýtu. Hér gargar krían á ungann sinn. Flott flugstaða
Krían að verja ungan sinn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sum dýr njóta góðs af sambýli við kríuna. Þekkt er að æðafuglinn verpir í návígi við kríuna til að fá aukna vernd fyrir varginum eins og svartbak, máfum, refum, minkum
Flott panrmama af kríu mynd með hross á Arnarstapa í baksýn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kríu frá hlið og sést vel hvernig hún beitir vængjum sínum
Krían er léttur fugl og hreyfir vængina ört og títt. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Öllu rólegra er yfir þessari kríu sem er nýlegur veitingastaður fyrir austan fjall rétt hjá Selfossi
Á þessum bar er jafnvel hægt að fá sér eina litla kríu. En að fá sér kríu er það sama og fá sér smá lúr eða stuttan svefn. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Flug | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
fallegur fugl
Óskar Þorkelsson, 28.4.2008 kl. 12:14
Sæll kps
Ertu búin að lappa upp á Esjuna í dag ? þú ert vonandi ekki að horfa á hana úr sölunum, svona halda áfram að æfa sig .
Jón Þór Guðmundsson, 28.4.2008 kl. 13:05
Geggjaðar myndir af einum af mínum uppáhaldsfuglum! Vonandi fækkar kríunni ekki of mikið í ár.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.4.2008 kl. 13:31
Fallegur fugl og fallegar myndir eins og alltaf hjá þér.
Þorsteinn Sverrisson, 28.4.2008 kl. 18:55
Flottur fugl og flottar myndir. Ég hef alltaf dáðst af þeim fyrir að taka rándýr í karphúsið. Sá einhvern tíma dýralífsmynd þar sem ísbjörn ætlaði að fá sér egg. Stór hópur kría réðst á hann og þær hættu ekki að gogga í hausinn á honum fyrr en hann gafst upp og fór.
Villi Asgeirsson, 28.4.2008 kl. 23:44
Það eru ár og dagar síðan þau heiðurshjónin í Rifi, Friðþjófur og Dóra, tóku sig til og veittu kríunni vernd sína. Það var löngu áður en orðið náttúruvernd var yfirleitt þekkt í málinu. Seinna upphófst svo byggð í Rifi og þar var gerð landshöfn, svokölluð. Eftir það fór fólk að byggja hús og setja upp atvinnustarfsemi. Krían hélt þó áfram sínum virðingarsessi og ég veit að afkomendur þeirra gömlu hjónanna hafa reynt það sem þau hafa getað til að hún fái frið. Hinsvegar hefur vaxandi byggð, atvinnustarfsemi og umferð fólks og fénaðar veitt fuglunum styggð og því hefur hún átt í vök að verjast.
Þorkell Guðbrandss (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 13:45
Þá er ég mættur aftur eftir erfiða ferð á Öræfajökul. Gengnir voru 28.6 km á 16-17 kl.st og farið á 2 tinda, Hvannadalshnjúk og svo Sveinstind sem eru að sjálfsögðu báðir yfir 2000 m. Hnjúkurinn mældist á milli 2129 - 2139 metrar á hæð með mismunandi GPS tækjum. Spurning um að fara að mæla hæðina á hæsta fjalli landsins aftur.
En ég varð að taka undir með ykkur öllum að krían er flottur fugl og þakka ykkur fyrir innlitið.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.5.2008 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.