SNILLD - ER HÆGT AÐ SEGJA ANNAÐ :)

Gaman að sjá að hið nýstofnaða eða sameinaða fyrirtæki Mannvit er strax farið að láta af sér hveða og þá sérstaklega á þessu sviði. Hugsanlegt er að þetta gætu verið fyrstu skrefin í að Íslendingar verði algjörlega sjálfbærir í orkuöflun í náinni framtíð.

Hér er um algjör nýjung á sviði orkuframleiðslu að ræða og verður spenandi að sjá hvað kemur út úr þeim rannsóknum.

VGK-Hönnun og Rafhönnun sameinuðust undir merkjum Mannvits á hluthafafundi 10. apríl 2008.

Forstjóri Mannvits verður Eyjólfur Árni Rafnsson en aðstoðarforstjórar þeir Runólfur Maack sem mun hafa umsjón með erlendri starfsemi og Skapti Valsson sem verður með umsjón með innlendri starfsemi.

Með sameiningunni verður til alhliða ráðgjafar- og þekkingarfyrirtæki á sviði verkfræði og tækni. Samruninn er til sóknar en meginmarkmið félagsins er að reka öfl ugt verkfræðifyrirtæki á alþjóðlegum markaði og að halda áfram að veita viðskiptavinum fyrirtækisins úrvals þjónustu.


Þann 4/12/07 bloggaði ég um þessa spennandi frétt í orkumálum Íslendinga

ORKA OG ÍSLAND ER MIKIÐ Í FJÖLMIÐLUM ÞESSA DAGANA

Þarna eru greinilega gríðarlega spennandi hlutir að gerast.

En ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera leiðsögumaður fyrir hópi af mönnum þar sem G.K. Surya Prakash var einn þeirra sem var með í för.

Það er greinilegt að það er mikið ókannað á sviði efnafræði í veröldinni í dag og mörg tækifæri fyrir hámenntaða þjóð eins og Íslendinga að hefja útrás - Nú er spurning hvað stjórnvöld ætla að gera?

Það virðist vera af nógu að taka þegar orkumál og Ísland er annars vegar þessa dagana.

Hér má sjá grein úr Fréttablaðinu um nýjar hugmyndir í framleiðslu á jarðefnaeldsneytis.

Grein úr Fréttablaðinu um G.K. Surya Prakash, um framleiðslu á jarðeldsneyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þann 2/12/07 skrifaði ég eftirfarandi Blogg

Önnur spennandi frétt í orkumálum Íslendinga

Ég var á ferð með skemmtilegum hóp sem leiðsögumaður. Þegar ég var að fletta í gegnum vefmiðlana, þá rakst ég m.a. á þessa frétt hér:

Verksmiðja sem breytir hverareyk í bensín!


frétt af vísi.is um framleiðslu á jarðeldsneyti úr útblæstri frá álverum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef satt reynist, þá er hér á ferðinni stórkostleg tækifæri í orkumálum framtíðarinnar.

Spurning hvort að íslendingar séu að stefna í að verða 100% sjálfbærir í orkumálum

Þann 7/11/07 skrifaði ég svo eftirfarandi Blogg og er ekki annað að sjá en að það sé allt komið á fulla ferð á öllum sviðum hjá OR

Umhverfisvæn framkvæmd og stórbætum ímynd landsins út á við.
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/

Það verður spennandi að sjá hver þróunin verður í þessu máli á næstu dögum.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mannvit hannar metanólverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband