LITLA FLUGAN

"Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi"

eða

"Ekki þarf nema lítinn neista til að kveikja mikið bál"

eða

"Margt smátt gerir eitt stórt"

Spurning um að bæta þessum við safnið

"Getur vængjablak fiðrildis í Brasilíu valdið hvirfilbyl í Texas?"

Það minnir mann svo aftur á lagið:

"Litla flugan"

Lækur tifar létt um máða steina.
Lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir íturvaxinn snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga
Ég inn um gluggann þreytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

Lag og texti: Sigfús Halldórsson / Sigurður Elíasson

Svona getur nú lífið og náttúran verið skrítin!

Hvaða foss ætli þetta sé?

Fallegur þekktur foss á sunnanverðu landinu, sumir segja að Hallgrímskirkja fái að hluta til hönnun sína frá þessum fossi, hvað heitir hann :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo annar foss ekki síður fegurri

Foss í Reykjadal, skammt frá þar sem áformað er að reisa Bitruvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilega til einhver slatti af fallegum fossum á Íslandi

Hvar skildi þessi nú vera? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki eru allir fossar til fjár, nema ef vera skildi þessi hér

Hvað ætli hafi orðið um þennan foss? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars biðst ég forláts á því að hlaupa svona úr einu í annað í þessu bloggi :|

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Höfundur „fiðrildaáhrifanna“ látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Þetta er Svartifoss. Enn og aftur segi ég frábærar myndir.

Sölvi Breiðfjörð , 17.4.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er búinn að ákveða að nákvæmlega þetta blogg með þessu fallega lagi hans Sigfúsar og myndaseríu af Íslenskum fossum verði tileinkað tvíburasystur mömmu henni Unni Kjartansdóttur. En hún kvaddi þennan heim fyrir nokkrum dögum. Ég vil jafnframt votta hennar nánustu mína dýpstu samúð.

Þeir sem þekktu til Unnar vita vel hvað hún unni náttúru landsins mikið og fór margar ferðir um hálendi landsins með sinni fjölskyldu. Ég man vel eftir ferðum sem að mér var boðið í þegar ég var smá pjakkur þar sem farið var um ókönnuð svæði hálendi Íslands, sem var á þeim tíma lítt ókannað.

Unnur og mamma voru eineggja tvíburar og svo líkar að ég átti það til að ruglast á þeim og lenti m.a. í því að kalla Unni fyrir mömmu.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.4.2008 kl. 10:23

3 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Ég vil votta þér samúð mína Kjartan sem og fjölskildu þinni.

Sölvi Breiðfjörð , 17.4.2008 kl. 17:38

4 identicon

Votta þér og þínum samúð mína.

Fallegar myndir sem áður og lita flugan ekki síðri.

kveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:38

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Stundum geta tilviljanirnar komið manni rækilega á óvart. Þannig var að ég var á ferð með hópi af ferðamönnum í gær, eða sama dag og þetta blogg er ritað.

Rétt áður en að ég lagði af stað í umrædda ferð, þá var mér hugsað til systur móður minnar hana Unni Kjartansdóttur. En það var tvennt í umræddu bloggi sem varð þess valdandi að ég fór að hugsa til hennar og var það lagið "Litla flugan" og svo fossamyndirnar af náttúra Íslands.

Einhvern vegin á þeirri stundu fannst mér tilvalið að tileinka henni þetta fallega lag og svo umræddar myndir.

Seinna sama kvöld, er ferðahópurinn saman komin á veitingarstaðnum Rauða Húsinu á Eyrabakka og þar sem hópurinn er að bíða eftir að veitingarnar séu á borð bornar, að þá hefur upp rausn sína leiðsögumaðurinn Ingi Gunnar Jóhannsson með gítar í hönd og syngur lagið:

"Litla Flugan"

Þarf að segja meira?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.4.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband