SIGLT Í KRINGUM VESTMANNAEYJAR 2005 Á SLÖNGUBÁT

Árið 2005 átti ég þess kost að sigla, ekki hringinn í kringum Ísland heldur Vestmannaeyjar og það á litlum slöngubát. Við nokkrir félagarnir sigldum í kringum eyjuna um miðnætti í mjög góðu veðri.

Oft er það svo að vegna veðurs er það frekar erfið raun að framkvæma á svona litlum báti. Það var þó ekki í þetta skiptið. Veðrið lék við hvern sinn fingur og miðnætursólin skartaði sínu fegursta og sjórinn spegilsléttur.

Vestmannaeyjar draga nafn sitt af þrælum, vestmönnum. Landnáma segir þá hafa flúið til eyjanna eftir að hafa vegið húsbónda sinn Hjörleifs fóstbróður Ingólfs Arnarssonar.

Í fyrstu voru Eyjarnar í eigu bænda síðan um miðja 12. öld í eigu Skálholtsstaðar. Síðan eignast Noregskonungur eyjarnar í byrjun 15. aldar og þar á eftir Danakonungur til ársins 1874.

Höfuðatvinnugreinar Vestmannaeyja hafa jafnan verið sjávarútvegur og fiskvinnsla.

Árið 1627 var Tyrkjaránið framið og eldgosið í Eldfelli í Heimaey árið 1973.

Hér má svo sjá nokkrar myndir úr ferðinni

Klettshellir er þekktasti hellirinn í Vestmannaeyjum eða Heimaey og sá stærsti. Hellirinn gengur inn í Ystaklett

Fastur liður í útsýnissiglingu umhverfis eyjar er að sigla inn í Klettshellir og leika þar á blásturshljóðfæri fyrir ferðamenn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skerin eða Stöplarnir heita Drengir

Drangar eru víða við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Latur er staki kletturinn þegar að komið er fyrir Ystaklett og Faxasker ætti að vera á hægri hönd

Latur er drangur sem stendur norðan við Miðklett á Heimaey. Kletturinn fékk nafn sitt af því að menn sem reru frá Landeyjum til Vestmannaeyja tóku sér oft hvíld við Lat áður en haldið var inn innsiglinguna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stóri Örn, litli Örn nær Klifinu, og Eiðið fyrir aftan vinstra megin við bátinn

Stóri Örn er stuðlabergsdrangur fyrir norðan Klif (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er verið að sigla leiðinni í gegnum Gatið. Þarna átti brú að hafa legið yfir í klettinn með stóru gati undir (svo segja sögur)

Gatið við Heymaey sem var undir brú sem núna er fallin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hani á hægri hönd og Hæna framundan

Eyjan Hani er 97m hár og dregur nafn sitt af kambi á eyjunni. Hæsti punktur á eyjunni heitir Hanahöfuð. Hæna er syðst af smáeyjunum og er 57 m á hæð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


þarna er verið inní Kafhelli í hænu, horft í átt að Dalfjalli og Blátindur er þar efsti punktur og líklegast sést þarna inní Stafsnesvíkina

Kafhellir er í eyjunni Hænu og talinn fallegasti hellir úteyjanna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vestmannaeyjar, Heimaey víðmynd

Víðmynd af Heimaey, horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá höfuð af fíl rétt áður en komið er inn í Kapalgjótu

Kynjamyndanir má sjá víða í berginu í Vestmannaeyjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kaplagjóta

Ekki er ég alveg viss á þessu örnefni en áður var rusli hent í þessa gjótu, en straumar eru sterkir við eyjarnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stórkostleg litadýrð er í hellunum Fjósin í Stórhöfða

Fjósin eru tveir hellar í Stórhöfða. Þeir eru óaðgengilegir nema á báti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd tekin út úr "Fjósinu" í átt að Smáeyjum eða á að segja

Gaman væri að vita frekari deili á þessu örnefni og hvernig það beygist (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Suðurey, í fjarska gæti verið Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur

Suðurey, eyjarnar Súlnasker, Geirfuglasker og Brandur eru ekki langt undan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er sólin að setjast út við sjóndeildarhringinn

Miðnætursólin skartar sínu fegursta við Vestmannaeyjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér erum við komnir út í einn af hellunum

Hellir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það hefur löngum verið stórviðrasamt á Stórhöfða á Heimaey í Vestmannaeyjum

Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort að Vestmannaeyjum og Heimaey

kort af Vestmannaeyjum og Heimaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Árni tölvukarl var skipstjóri og stýrimaður á slöngubátnum og Árni Sigurður Pétursson átti heiðurinn af mörgum af þeim örnefnum sem hér koma fram, en hann hafði sent mér þær sem athugasemdir hér áður á blogginu hjá mér. Ef einhverjir staðkunnugir þekkja betur til, þá um að gera að senda inn linka á myndir ásamt skýringum.

Varðandi samgöngumál Vestmanneyjar þá vil ég vísa á fyrri skrif mín hér:

Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Umhverfis landið á slöngubát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fór í svona tuðruferð s.l sumar og á nokkrar myndir sem eru næstum nákvæmlega eins og þínar.. sérstaklega fílshausinn en við virðumst hafa verið á nákvæmlega sama stað þegar myndirnar voru teknar.

Eyjarnar eru mjög sérstakar.

Óskar Þorkelsson, 16.4.2008 kl. 09:39

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ég kann nú engan vegin að titla mig sem skipstjóra og ekki man ég nú eftir því að hafa verið með í þessari ferð (það gæti hafa verið annar Árni aftur á móti)

en ég man aftur á móti því að hafa commentar hérna hjá þér og gefið upp nöfn á mörgum þessara  örnefna :)

Árni Sigurður Pétursson, 16.4.2008 kl. 10:11

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Árni Sigurður, þú verður að fyrirgefa mér þessi leiðu mistök sem ég hef nú þegar leiðrétt. Ég er því miður ekki með eftirnafnið á umræddum Árna á hreinu. En það er ekki gott þegar svona margir heita Árni sem hægt er að tengja Eyjunum :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.4.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þvílíkar myndir, ég held ég verði að fara að drífa mig til Eyja.  Margar eru kynjamyndirnar í grjótinu og klettunum, fíllinn er flottur finnst mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 21:38

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk

Kjartan Pétur Sigurðsson, 18.4.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband