15.4.2008 | 14:23
ALLT ER VÆNT SEM VEL ER GRÆNT - MYNDIR
Fyrir þá sem ekki vita, þá er risin þjóðgarður á Snæfellsnesi og því liggur beinast við að reyna að fá viðurkenningu á svæðinu. Green Globe eru samtök sem votta ferðaþjónustufyrirtæki sem stunda sjálfbæran rekstur um allan heim.
Hér má svo sjá lista yfir þá þætti sem Green Globe samtökin eru að skoða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að þau fái græna vottun?
1. Losun gróðurhúsalofttegunda
2. Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun
3. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
4. Verndun og stjórn vistkerfa
5. Stjórnun félagslegra og menningalegra áhrifa ferðaþjónustunnar
6. Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu
7. Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu
8. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
9. Stjórnun fráveitumála og ofanvatns
10. Lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnsla
11. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
12. Verndun menningarminja
Hér kemur smá myndasería úr flugferð fisflugmanna um Snæfellsnesið í maí 2005.
Flotinn bíður í landi á Arnarstapa í góða veðrinu
Hvar er fiskurinn? Ætli kvótinn sé uppurinn? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi
Hér má sjá vel öll smáatriði í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér flýgur Lárus á sínum heimasmíðaða mótorsvifdreka meðfram stórgrýttri ströndinni á Snæfellsnesi
Hér má sjá vel hvernig bergið er lagskipt og má greina móberg undir nýlegum hraunlögum sem hafa að öllum líkindum komið úr gosi frá Snæfellsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/snae/pages/kps05050520.html
Það getur verið magnað að sjá hvernig bylgjur hafsins hafa brotið niður blágrýtið
Náttúran fer sínu fram hér sem annars staðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta dranga við ströndina
Lóndrangar á Snæfellsnesi eru gamlir goskjarnar þar sem ágangur sjávar hefur náð að hreinsa laust gjall og vikur í kringum hreinan goskjarnann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekktan vita við ströndina
Malarrifsviti á Snæfellsnesi, sannkallað paradís á jörðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þekkt vík
Víkin heitir Djúpalónssandur og er sunnan megin utarlega á Snæfellsnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Steinarnir fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi hafa löngum verið vinsælir meðal ferðamanna
Upplýsingar á íslensku, ensku, þýsku og dönsku fyrir ferðamenn um steinana fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugið út að Svörtuloftum á Snæfellsnesi var magnað
Hér má sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórar hellahvelfingar hafa myndast víða þar sem stórar úthafsöldurnar skella á ströndinni
Hér má sjá hvernig brimið hefur myndað stóra hvelfingu eða helli í nýlegt hraunið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki verður langt þangað til brimið verður búið að grafa sig inn í bergið undir vitann á Svörtuloftum
Vitinn á Svörtuloftum nálægt sundurgrafinni hraunbrúninni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitt hæsta mannvirki Evrópu var lengi vel á Gufuskálum
Ríkisútvarpið rekur langbylgjustöð á Gufuskálum. Mastrið sem nú er næsthæsta eða um 412 m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er greinilega mikið um að vera á toppi Snæfellsjökuls
Á toppnum má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópur af fólki á toppi Snæfellsjökuls að stunda vetraríþróttir
Á toppi Snæfellsjökuls má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekkert er eins gaman og að fljúga í flottur veðri á mótorsvifdreka yfir Snæfellsjökul
TF-111 flýgur yfir Snæfellsjökul í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er svo þessi mynd tekin?
Smá myndagetraun af Snæfellsnesi, hvaða hús er þetta á myndinni? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það eru fleiri sem fljúga um Snæfellsnesið
Hér er kría að verja ungana sína fyrir ágangi ljósmyndarans (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kirkjan á Búðum er vinsæl meðal ferðamanna
Búðarkirkja á Snæfellsnesi. Ekki oft sem að fólk sér svart málaða kirkju. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er oft talað að það sé kraftur undir jökli en það er margt kynngimagnað sem á sér stað á Snæfellsnesi. Það er von að fólk eins og Guðrún Bergmann heillist að Snæfellsnesi
Á myndinni má sjá völundarhús ekki langt frá Dritvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Hellnum er einnig Hótel Hellnar sem Guðrún Bergmann rekur.
Guðrún G. Bergmann hefur flutt fjölda fyrirlestra um sjálfbæra þróun um umhverfismál, umhverfisvernd og umhverfisstjórnun. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir Green Globe 21 á Íslandi
Fugla og hvalaskoðun er vinsæl við Snæfellsnes, viti, lighthouse, Öndverðarnes
Hér er hópur ferðamanna við vitann á Öndverðarnesi (Fálka) skammt frá Svörtuloftum að skoða stórhveli á sjónum rétt fyrir utan nesið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Söguna um leyndardóma Snæfellsjökuls þekkja allir
Hér má sjá veggspjald frá Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um söguna um Jules Verne í ferð sinni að miðju jarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða fyrirbæri er þetta? Til hvers er þetta og hvenær var þetta byggt?
Myndagetraun af Snæfellsnesi, hér vantar nákvæmar upplýsingar um staðinn :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hér má svo sjá lista yfir þá þætti sem Green Globe samtökin eru að skoða hjá ferðaþjónustufyrirtækjum til að þau fái græna vottun?
1. Losun gróðurhúsalofttegunda
2. Orkunýting, orkusparnaður og stjórnun
3. Stjórnun ferskvatnsauðlinda
4. Verndun og stjórn vistkerfa
5. Stjórnun félagslegra og menningalegra áhrifa ferðaþjónustunnar
6. Skipulag og þróun svæða undir ferðaþjónustu
7. Félagshagfræðilegur ávinningur svæðisins af ferðaþjónustu
8. Verndun loftgæða og stjórnun hávaða
9. Stjórnun fráveitumála og ofanvatns
10. Lágmörkun úrgangs, endurnotkun og endurvinnsla
11. Geymsla og notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
12. Verndun menningarminja
Hér kemur smá myndasería úr flugferð fisflugmanna um Snæfellsnesið í maí 2005.
Flotinn bíður í landi á Arnarstapa í góða veðrinu
Hvar er fiskurinn? Ætli kvótinn sé uppurinn? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi
Hér má sjá vel öll smáatriði í fjörunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér flýgur Lárus á sínum heimasmíðaða mótorsvifdreka meðfram stórgrýttri ströndinni á Snæfellsnesi
Hér má sjá vel hvernig bergið er lagskipt og má greina móberg undir nýlegum hraunlögum sem hafa að öllum líkindum komið úr gosi frá Snæfellsjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://www.photo.is/snae/pages/kps05050520.html
Það getur verið magnað að sjá hvernig bylgjur hafsins hafa brotið niður blágrýtið
Náttúran fer sínu fram hér sem annars staðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta dranga við ströndina
Lóndrangar á Snæfellsnesi eru gamlir goskjarnar þar sem ágangur sjávar hefur náð að hreinsa laust gjall og vikur í kringum hreinan goskjarnann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekktan vita við ströndina
Malarrifsviti á Snæfellsnesi, sannkallað paradís á jörðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þekkt vík
Víkin heitir Djúpalónssandur og er sunnan megin utarlega á Snæfellsnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Steinarnir fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi hafa löngum verið vinsælir meðal ferðamanna
Upplýsingar á íslensku, ensku, þýsku og dönsku fyrir ferðamenn um steinana fullsterku, hálfsterkur, hálfdrættingur og amlóði á Djúpalónssandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugið út að Svörtuloftum á Snæfellsnesi var magnað
Hér má sjá hvernig brimið hefur étið sig inn í nýlegt hraunið á þessari leið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stórar hellahvelfingar hafa myndast víða þar sem stórar úthafsöldurnar skella á ströndinni
Hér má sjá hvernig brimið hefur myndað stóra hvelfingu eða helli í nýlegt hraunið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki verður langt þangað til brimið verður búið að grafa sig inn í bergið undir vitann á Svörtuloftum
Vitinn á Svörtuloftum nálægt sundurgrafinni hraunbrúninni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitt hæsta mannvirki Evrópu var lengi vel á Gufuskálum
Ríkisútvarpið rekur langbylgjustöð á Gufuskálum. Mastrið sem nú er næsthæsta eða um 412 m (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er greinilega mikið um að vera á toppi Snæfellsjökuls
Á toppnum má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hópur af fólki á toppi Snæfellsjökuls að stunda vetraríþróttir
Á toppi Snæfellsjökuls má sjá vélsleða, snjóbíl og fullt af fólki á skíðum í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekkert er eins gaman og að fljúga í flottur veðri á mótorsvifdreka yfir Snæfellsjökul
TF-111 flýgur yfir Snæfellsjökul í flottu veðri (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er svo þessi mynd tekin?
Smá myndagetraun af Snæfellsnesi, hvaða hús er þetta á myndinni? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það eru fleiri sem fljúga um Snæfellsnesið
Hér er kría að verja ungana sína fyrir ágangi ljósmyndarans (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kirkjan á Búðum er vinsæl meðal ferðamanna
Búðarkirkja á Snæfellsnesi. Ekki oft sem að fólk sér svart málaða kirkju. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er oft talað að það sé kraftur undir jökli en það er margt kynngimagnað sem á sér stað á Snæfellsnesi. Það er von að fólk eins og Guðrún Bergmann heillist að Snæfellsnesi
Á myndinni má sjá völundarhús ekki langt frá Dritvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Hellnum er einnig Hótel Hellnar sem Guðrún Bergmann rekur.
Guðrún G. Bergmann hefur flutt fjölda fyrirlestra um sjálfbæra þróun um umhverfismál, umhverfisvernd og umhverfisstjórnun. Hún hefur verið ötull talsmaður fyrir Green Globe 21 á Íslandi
Fugla og hvalaskoðun er vinsæl við Snæfellsnes, viti, lighthouse, Öndverðarnes
Hér er hópur ferðamanna við vitann á Öndverðarnesi (Fálka) skammt frá Svörtuloftum að skoða stórhveli á sjónum rétt fyrir utan nesið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Söguna um leyndardóma Snæfellsjökuls þekkja allir
Hér má sjá veggspjald frá Gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls um söguna um Jules Verne í ferð sinni að miðju jarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvaða fyrirbæri er þetta? Til hvers er þetta og hvenær var þetta byggt?
Myndagetraun af Snæfellsnesi, hér vantar nákvæmar upplýsingar um staðinn :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Sjálfbær þróun á Snæfellsnesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Jarðfræði, Lífstíll, Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Athugasemdir
Geggjaðar myndir! Hreint alveg magnaðar. Þekkti Sóla á hattinum og læt aðra um að giska. Ég veit svarið af því ég var með.
Lára Hanna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 20:52
En það er líka spurt um hús og þú varst ekki með í þeirri ferð og þó svo að þú kæmir með svarið við seinni spurningunni, þá eru menn ekki alveg sammála um hvaða fyrirbæri er þarna á ferðinni :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.4.2008 kl. 21:33
Frábærar myndir!
Félagsheimilið Klif í Ólafsvík.
kveðja
Ofurskutlan (já á það til að bregða mér út fyrir borgarmörkin)
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:52
Þá er komið svar við fyrri spurningunni og takk fyrir þátttökuna Guðbjörg. Þá á bara eftir að svara hinni spurningunni og er mér til efins að nokkur núlifandi íslendingur geti svarað þeirri spurningu 100% rétt - því miður :|
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.4.2008 kl. 22:12
Glæsilegar myndir. Ætlaði að svara Klif - spurningunni en er greinilega aðeins of sein. Hitt svarið veit ég ekki - enda núlifandi.
Bestu kveðjur frá hreinræktuðum Snæfellingi.
Anna Einarsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:10
Hreinræktaður Snæfellingur á "AÐ VITA" einhver deili á þessu fyrirbæri sem síðasta myndin er af :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.4.2008 kl. 23:45
Svo er annað, ef einhver veit eitthvað um hringina eða völundarhúsið sem er á milli Djúpalónssands og Dritvíkur, þá væri gott að fá nánari deili á því fyrirbæri. En það er svo margt furðulegt undir jökli sem erfitt er að útskýra, það er ekki bara náttúran, heldur ekki síður fólkið sem þar býr :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.4.2008 kl. 23:53
Varðandi(7 Nú er brennandi áhugi minn vakinn,maðurinn minn er(var)hreinræktaður Snæfellingur og ég heyrði margar sögur frá tengdaföður mínum heitnum sem tengdust þessum stöðum sérstaklega Dritvík.Fer á stúfana heimsæki systur hans sem býr í Sandgerði 91árs þræl-ern og svo er Skúli Alexanders sem býr á Hellissandi hafsjór af fróðleik,þarf hvort sem er að vita hvernig þau hafa það. Flott hjá þér,kveðja Helga Kr.
Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2008 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.