BOLUNGARVÍKURJARÐGÖNG, VEGURINN UM ÓSHLÍÐ Á MILLI ÍSAFJARÐAR OG HNÍFSDALS - MYNDIR

Það er nóg að gera hjá Kristjáni Möller þessa dagana. Þá má segja að Bolungarvíkurgöngin séu orðin að veruleika. Hér má sjá myndaseríu af veginum sem að jarðgöngin koma til með að leysa af hólmi.

Hér má sjá veginn sem liggur á milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Sá vegur verður áfram óbreittur. En síðan verður farið frá Hnífsdal yfir í Bolungarvík.

Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óshlíðina þekkja margir úr fréttum í gegnum árin. En hún hefur löngum verið erfiður farartálmi fyrir Bolvíkinga og aðra ferðamenn. Mikið grjóthrun hefur verið úr hlíðum fjallana yfir veginn á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals.

fjöllin Óshyrna, Arafjall, Búðarhyrna ásamt Ófæru (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í gegnum þessi fjöll er búið að skipuleggja jarðgöng. En á myndunum má sjá að vegurinn meðfram ströndinni hefur víða verið settur í stokka til að verja umferð, sem fer um veginn, grjóthruni.

Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík sem farin var á mótordrekanum.

kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir að búið er að aka fyrir Óshlíðina á leið til Bolungarvíkur, þá blasir Bolafjall við hinu megin við lítinn fjörð. Þá er stutt í Minjasafnið Ósvör sem er uppgerð verbúð frá árabátatímanum. Verbúðin er ein elsta sinnar tegundar á landinu.

Minjasafnið Ósvör (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Verksamningar Bolungarvíkurganga undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er alveg stórkostlegt að sjá úr lofti það sem maður hefur ekið þessa vegi margsinnis, ekki yrði ég hissa þótt að það myndi hrynja vel úr óshlíðinni næstu árin.
Ósvörin er afar athyglisverður staður, var ég mikið þar bæði með gesti og
barnabörnin mín sem helst vildu vera þarna daginn út og inn.
                                Takk fyrir mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.4.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það var líka rosalegt að fljúga þarna yfir á lítilli rellu. Var ekki laust við að það færi ónotahrollur um mann á meðan. En það var virkilega gaman þegar flugið var búið og maður fór að skoða myndirnar eftir flugið. Ég mæli með því að allir ferðamenn sem eiga leið um svæðið að líta við í Ósvör. Þar er hægt að sjá hvernig aðbúnaður sjómanna var hér áður fyrr.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2008 kl. 21:06

3 identicon

Reyndar munu göngin liggja á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, svo vegurinn á milli Ísafjarðar og Hnífsdals verður að mestu leyti á sama stað og núna. Takk kærlega fyrir mjög flottar myndir!

Snæbjörn (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það mun víst rétt vera. Þarf greinilega aðeins að laga textann :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.4.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband