MYNDIR FRÁ ÞINGVÖLLUM - ÖXARÁ OG ÖXARÁRFOSS Í KLAKABÖNDUM

Svona til að minna á fyrsta þjóðgarð okkar Íslendinga, þá má sjá myndaseríu sem að ég tók í góða veðrinu fyrir nokkrum dögum síðan.

Hér byrjuðum við félagarnir að ganga fram á brún Almannagjár þar sem Öxará fellur fram af og myndar fossinn Öxará. Fossinn mun víst vera manngerður af víkingum sem vantaði vatn niður á flatirnar fyrir neðan til að brynna mönnum og skepnum.


Á brún við Almannagjá á Þingvöllum þar sem Öxarárfoss fellur fram af (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá hefðbundna mynd af fossinum Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víðmynd eða panoramamynd af Öxarárfossi


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú fer að líða að vori og leysingar lita eða grugga vatnið. Hér má vel sjá hraðan á vatninu sem streymir fram hjá linsu myndavélarinnar


Öxarárfoss í Öxará á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Áin Öxará og fossinn Öxárárfoss eru greinilega enn í klakaböndum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki er auðvelt að taka myndir af fossinum sökum úða og sterks skyn sólarinnar. Hér má svo sjá mynd af flúðum aðeins lengra frá fossinum


Öxará í klakaböndum á Þingvöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Lyngdalsheiðarvegur boðinn út í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Þetta eru rosalega fallegar myndir og greinilega fagmaður að verki en smá krítík það eru tvö korn á linsunni, það sést mjög vél á síðustu myndinni. Kanski allveg óðarfi hjá mér að segja frá.

Sölvi Breiðfjörð , 3.4.2008 kl. 14:31

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Eins og sjá má á sumum af þessum myndum, þá má örla fyrir einu og einu korni á myndunum. Það er ekki auðvelt að eiga við slíka hluti þegar allt er tekið á 17Mpix CCD sellu og með ljósopi 22, EN ÞÁ SÉST ÞVÍ MIÐUR ALLT!

Það eru víst ýmsar misgóðar aðferðir þekktar til að hreinsa CCD selluna og reyni ég reglulega með veikum mætti að halda henni hreinni.

En það má alltaf bjarga sér með Photoshop eftirá :)

Varðandi sjálfa myndatökuna, þá eru sumar af þessum myndum hluti úr hringmynd. Til að taka hringmynd getur þurft að taka allt að 10 myndir og því geta sumar myndirnar verið ekki sérstaklega faglega gerðar hvað sjónarhornið varðar. Þetta er meira samblanda af sögulegri myndatöku þar sem reynt er að taka myndir af sem flestu og svo leynist innan um vonandi ein og ein falleg mynd. Þar sem það er svo mikil vinna að fara yfir allar þessar myndir eins og að hreinsa og flokka. Ég hef valið þá aðferð að setja allt inn ÓRITSKOÐAÐ og láta svo þá sem skoða um að meta hvað er gott og hvað ekki. Reynslan segir að það sé vanalega um 3-5% af myndum sem tekið er nýtanlegt og er þá miðað við að það sé PRÓ ljósmyndari sem sé að taka myndirnar!

Þegar búið er að taka um 100.000 plús myndir og gefa út 3 ljósmyndabækur, þá er ekki nema von að það lærist sitthvað um það hvernig á að taka myndir.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.4.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Sölvi Breiðfjörð

Enda eru þetta mjög góðar og fagmannlega gerðar myndir

Sölvi Breiðfjörð , 3.4.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband