1.4.2008 | 13:54
GLÆNÝJAR MYNDIR AF SNEKKJUNNI HANS SADDAMS HUSEINS SEM NÚ ER Í EIGU PÁLMA HARALDSSONAR
Ég var svo ljónheppin áðan að vera á flugi á fisinu mínu þegar snekkja Pálma Haraldssonar, áður í eigu Saddams Husseins, kom til landsins og dólaði sér fyrir utan Viðey í flotta veðrinu í dag.
Ef betur er að gáð, þá má sjá hvar yngismeyjar eru að spóka sig í sólinni léttklæddar uppi á þilfari snekkjunnar.
Hér má sjá hvar yngismeyjar eru að spóka sig í sólinni léttklæddar uppi á þilfari snekkjunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að öryggis snekkjunnar sé gætt í hvívetna, þá var varðskip Landhelgisgæslunnar fengið á staðin og stendur til að þeir muni skjóta heiðursskotum í tilefni dagsins kl. 3 fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá nánar það sem fram fer.
Hér gætir varðskip Landhelgisgæslunnar öryggis snekkjunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna sína og grunar mig að dömunni sé orðið frekar kalt þarna framan á bátnum í norðan næðingnum - en hvað gerir maður ekki fyrir ljósmyndarann :)
Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér tekur svo Pálmi smá snúning fyrir ljósmyndarann á nýju snekkjunni sinni.
Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá er snekkjan hin glæsilegasta
Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum vil ég óska Pálma Haraldssyni til hamingju með þessa glæsilegu snekkju. Ég er ekki í nokkrum vafa um að skipið á eftir að reynast honum hið mesta happafley í framtíðinni.
Svo eru hér nokkrar tengingar á fréttir af atburðinum:
Snekkjan leggst að bryggju http://www.visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401032
Leggja fram fjárnámskröfu á snekkju Saddams http://www.visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401030
Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi http://www.visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401002
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ef betur er að gáð, þá má sjá hvar yngismeyjar eru að spóka sig í sólinni léttklæddar uppi á þilfari snekkjunnar.
Hér má sjá hvar yngismeyjar eru að spóka sig í sólinni léttklæddar uppi á þilfari snekkjunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til að öryggis snekkjunnar sé gætt í hvívetna, þá var varðskip Landhelgisgæslunnar fengið á staðin og stendur til að þeir muni skjóta heiðursskotum í tilefni dagsins kl. 3 fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá nánar það sem fram fer.
Hér gætir varðskip Landhelgisgæslunnar öryggis snekkjunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna sína og grunar mig að dömunni sé orðið frekar kalt þarna framan á bátnum í norðan næðingnum - en hvað gerir maður ekki fyrir ljósmyndarann :)
Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér tekur svo Pálmi smá snúning fyrir ljósmyndarann á nýju snekkjunni sinni.
Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og sjá má, þá er snekkjan hin glæsilegasta
Pálmi Haraldsson að prófa nýju Snekkjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að lokum vil ég óska Pálma Haraldssyni til hamingju með þessa glæsilegu snekkju. Ég er ekki í nokkrum vafa um að skipið á eftir að reynast honum hið mesta happafley í framtíðinni.
Svo eru hér nokkrar tengingar á fréttir af atburðinum:
Snekkjan leggst að bryggju http://www.visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401032
Leggja fram fjárnámskröfu á snekkju Saddams http://www.visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401030
Gore gistir á snekkju Saddams á Íslandi http://www.visir.is/article/20080401/FRETTIR01/80401002
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Búist við mörgum á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Lífstíll, Ljósmyndun, Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Athugasemdir
hvað meinarðu? þetta er ekki snekkjan
frikki (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 14:30
Sorry - kem fljótlega með uppfærðar myndir, þetta er víst fylgdarbáturinn sem fylgir snekkjunni. Ég var að flýta mér svo rosalega að setja inn myndirnar. Laga þetta um leið og ég get.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 14:34
Það passar ég var einmitt búinn að heyra að það ætti fylgja með minni bátur með þrautþjálfuðum öryggisvörðum nýkomnum frá sérverkefnum í Írak, og fylgdarkonur sem sinna einnig ákveðnum sérverkefnum.
Emil Hannes Valgeirsson, 1.4.2008 kl. 14:47
Til hamingju með daginn!
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 17:27
Sæl Lára,
Getur verið að þú sért konan sem er þarna fremst á snekkjunni hans Pálma Haraldssonar? Ef svo er, hvaða sérverkefni eru þetta sem Emil er að tala um? Er þetta eitthvert 007 dæmi. Var eitthvað búinn að heyra að CIA tengdist þessu máli.
En annars var ég að frétta að vegna sviptinga á fjármálamarkaðinum síðustu dagana, að þá hafi Pálmi orðið að fá sér ódýrari bát.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 18:03
Nei, ekki ég - þetta er ekki minn hárlitur - svona opinberlega. Hef verið að bjástra við að vera ljóska um langt árabil. Ég er líka svoddan kuldaskræfa að ég gæti ekki setið svona fáklædd uppi á dekki í Faxaflóanum. Svo tilheyri ég ekki flylgdarkonuhópnum sem Emil minnist á. Ég neita að vera viðhengi, vil alltaf vera aðal.
En um 007 og CIA hef ég enging orð, það er sko trúnaðarmál. "My lips are sealed," eins og sagt er á frummálinu. ;-)
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:07
Allar alvöru njósnakvensur eru dulbúnar og þá að sjálfsögðu með litað hár. Því tek ég orð þín með fyrirvara. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað er satt og hvað er logið þessa dagana.
Mig grunar að hér sé í gangi 007 oparation sem kennd er við fyrsta dag hvers apríl mánaðar þar sem heilu þjóðirnar eru látnar súpa seyðið af heimsku sinni sökum vantrúar á allt sem frá öðrum kemur.
Því er ég hræddur um að það vaxi óvenju mörg asnaeyrun á suma í dag :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.4.2008 kl. 19:54
ha ha ha , ekki erfitt að sjá í gegnum þetta;)
ÉG (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 21:49
Ég vil þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu saklausa mynda aprílgabbi mínu sem ég tengdi að sjálfsögðu við fréttir sem birtust sama dag í fjölmiðlum um Pálma Haraldsson, en þær fréttir reyndust víst líka vera aprílgabb :)
Það er ágætt fyrir okkur sem hlaupum 1. apríl einu sinni á ári, að láta þessa saklausu og dýrmætu reynslu okkur að kenningu verða.
Hætturnar eru víða í kringum okkur og margir sem verða á vegi sem reyna að afvegaleiða okkur sem eru saklaus og trúgjörn út í alskyns vitleysu. Því miður verður sum raunin mörgum dýrkeypt - því miður.
Annars var ég að rekast á þetta hér á DV.is rétt í þessu:
"Jú við skulum hlaupa undir bagga með ykkur litlu vinir gegn því að þið gangið umsvifalaust í ESB og leggið niður krónuna. Heitir gjaldmiðill ykkar ekki króna? Þið verðið að sæta afarkostum um nokkurt skeið þar sem þið standist engar kröfur ESB um stöðugleika, vexti og HAGSTJÓRN almennt. Þótt okkur lítist hvorki vel á íslenska HAGSTJÓRN né íslenska stjórnmálamenn eru Íslendingar upp til hópa duglegir og ósérhlífnir og því ætlum við að rausnast til að hleypa ykkur inn í ESB þó með afbrigðilegum hætti sé."
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.4.2008 kl. 10:02
Nei maður !!!! Þetta er í fyrsta skipti sem einhver platar mig 2 apríl. Ég keypti þessa sögu eins og sardína í olíu.
Anna Einarsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:22
Sorry :|
En sardínur í olíu eru mitt uppáhald ef það hjálpar eitthvað :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 3.4.2008 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.