SKEMMTILEG FERÐ UM PÁSKANA - GPS SLÓÐ AF LEIÐINNI - uppfært

Fór í flotta og mjög erfiða ferð yfir páskana og má sjá GPS slóðann á kortinu hér sem Haraldur Örn Ólafsson pólfari á heiðurinn af. Með því að smella á kortin, þá er hægt að ná í GPS leiðina.



Kort með GPS leið af Páskaferð. Kjartans P. Sigurðsson, Guðmundar Halldórsson, Haraldur Örn Ólafsson, Steinar Þór Sveinsson. Reykjavík, Landmannalaugar, Jökulheimar, Grímsvötn, Hermannaskarð, Breiðamerkurjökull, Reykjavík (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Tók mikið af fallegum myndum sem verða að koma seinna þegar tími gefst til.

Var annars að prófa að setja inn flug sem að við flugum nokkrir félagarnir á fisum um Vestfirðina síðasta sumar og má sjá kost og GPS slóða af leiðinni hér

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Hér er svo seinni hluti leiðarinnar um Vestfirðina

Kort með GPS leið af flugi Kjartans P. Sigurðssonar um Vestfirði (smellið á mynd til að sjá GPS kort)


Myndir úr fluginu má svo sjá hér:

http://www.photo.is/07/07/4/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þetta fis er greinilega algjör snilld...

Jón Ragnarsson, 26.3.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Þetta hafa verið flottar ferðir, bæði fisferðin og páskaferðin.  Þú segir að hún hafi verið erfið, var félagi Steinar á Landróvernum?  Þurfum að fá frekari lýsingar og myndir!

Bragi Ragnarsson, 26.3.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sælir báðir.

Fis er snilld, það er ekki spurning. Þetta eru létt og meðfærileg flygildi, fara hægt yfir og eru fín til að taka myndir úr.

Páskaferðin var alveg hreint mögnuð. Við byrjuðum á að fara inn í Landmannalaugar á nokkrum jeppum. Þar var farið á gönguskíði sem að ég veit að er þitt uppáhald Bragi. Steinar var að prófa nýju fjallagönguskíðin sín og var ekki laust við að mig langaði pínu í svona skíði líka, en dýr voru þau.

Við vorum líklega einu tveir bílarnir sem að tókst að ferðast um Vatnajökul þessa páskana, en færið var gríðarlega erfitt á köflum. Stundum komumst við ekki nema um 1 km/klst. í lága-lága gír og var þá búið að tæma fyrsta bílinn að auki til að létta á honum. Þrátt fyrir að landrover sé léttur og á 44" dekkjum, þá sóttist ferðin hægt á köflum.

Steinar skildi landbúnaðartækið sitt eftir heima, en í staðin fengum við afnot af bílnum hans Haraldar Arnar pólfara sem stóð sig vel á sínum 44". Hinn bílinn var Landcruser 80 líka á 44" með 24 ventla vél sem stóð sig ótrúlega vel líka.

En nánari ferðasaga og myndir koma fljótlega.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.3.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband