KLÓSETT - EITT FRÆGASTA LISTAVERK ÍSLANDSSÖGUNAR

Árið 2003, þá var ég á ferð með 2 Dani hringinn í kringum landið og rak þá upp stór augu þegar við keyrðum fram á þetta veglega Gustafsberg klósett úti í vegkantinum.

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Greinilegt er að heimamenn á næsta bæ kalla ekki allt ömmu sína þegar nýta þarf húsmuni til listsköpunar.

Þessi listviðburður átti sér stað rétt hjá bænum Kolfreyjustöðum, sem er kirkjustaður utarlega norðanmegin í Fáskrúðsfirði á Austurlandi.

Hildur Inga Rúnarsdóttir, bloggari á mbl og guðfræðingur er settur sóknarprestur á Kolfreyjustöðum við Fáskrúðsfjörð en þessi listviðburður er líklega löngu fyrir hennar tíð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Kynæsandi salerni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sá það eftir á að textinn sem fylgir myndinni átti við aðra mynd. En þar sem hann passar einkar vel við myndina, þá læt ég hann standa óbreyttan :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 08:49

2 identicon

Þetta listaverk mun hafa verið við bæinn Brimnes sem er jú eitthvað innan við Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Höfundurinn er eftir því sem ég hef heyrt Albert Eiríksson lífskúnstner frá Brimnesi, sem er meðal annars blaðamaður á Gestgjafanum.

Mér líst betur á þessi portúgölsku.

Grétar (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:53

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir upplýsingarnar Grétar. Það er svo langt síðan ég tók þessa mynd að ég var ekki alveg viss um staðsetninguna. Svo var líka eitthvað að vefjast fyrir mér hvort að það hefði verið búið að afvígja kirkjuna þarna og breyta í ferðagistingu. Ég veit að það er búið að gera það á Stöðvafirði og fleiri stöðum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 09:09

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kjartan...  ef Albert Eiríksson er listamaðurinn þá er það hann Albert bróðir Vilborgar, skólasystur okkar. Og það er rétt hjá Grétari - Albert mun vera mikill lífskúnstner og er bráðskemmtilegur eins og við fengum að kynnast á Fáskrúðsfirði árið 2004, manstu?

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2008 kl. 09:13

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Hrifin af þessu verki, segir ansi margt

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.3.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta rafdrifna ökumannslausa faratæki olli mér miklum heilabrotum þangað til ég sá athugasemd nr. 1. En samt skemmtilegt. Líka mikið „konsept“ í þessu listaverki.

Emil Hannes Valgeirsson, 19.3.2008 kl. 09:26

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nú er það Albert sjálfur, að sjálfsögðu muna allir eftir honum. Enda fengum við frábærar viðtökur þegar útskriftarhópur leiðsöguskólans var á ferð um Fáskrúðsfjörð vorið 2004. Skipulagið og mótökurnar fyrir hópinn voru til fyrirmyndar hjá honum í alla staði.

http://www.photo.is/skoli/ferd/index_25.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband