19.3.2008 | 07:07
SUNNLENDINGAR ORÐNIR LANGÞREYTTIR Á SAMGÖNGUMÁLUNUM
Á meðan ALLIR ráðherrar samgöngumála hafa hver á fætur öðrum samþykkt samgöngumannvirki fyrir milljarða í formi jarðgangna og fl. fyrir fámenn byggðarlög úti á landi, þá þarf suðvestur horn landsins stöðugt að líða fyrir seinagang og naumt fjármagn í samgöngumálum.
Nú eiga Sunnlendingar í samstarfi við Reykvíkinga og Orkuveituna að sameinast um að fá að setja upp umhverfisvænt létt-lestarkerfi milli Selfoss og Reykjavíkur.
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum - allt árið um kring.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.
Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.
Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. þá er bara að sjá hvenær aðrir fara að eigna sér þessar hugmyndir líka :)
Nú eiga Sunnlendingar í samstarfi við Reykvíkinga og Orkuveituna að sameinast um að fá að setja upp umhverfisvænt létt-lestarkerfi milli Selfoss og Reykjavíkur.
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum - allt árið um kring.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.
Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.
Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. þá er bara að sjá hvenær aðrir fara að eigna sér þessar hugmyndir líka :)
Hvergerðingar vilja strætó austur fyrir fjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Samgöngur | Aukaflokkar: Ferðalög, Hönnun, þróun, góð hugmynd, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er alltaf að lesa svona frumlegar hugmyndir hjá þér. Hvernig í ósköpunum stendur á því að þú ert ekki í skipulagsnefnd? Það vantar sárlega svona "out of the box" þenkjandi manneskju í einhverja af þessum tugum nefnda sem að einhvernvegin komast aldrei að niðurstöðu.
Linda (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 07:37
Það eru bara svo margir um hitun þegar kemur að greiðslum frá ríkinu og sér í lagi þegar nefndarstörf í boði hins opinbera eru annars vegar.
Eins og gefur að skilja, þá er ekki auðvelt að olnboga sig áfram á þeim vetfangi frekar en annar staðar. Líklega er að veljast fólk í slíkar nefndir sem hefur meira gaman af almennu spjalli og kaffidrykkju :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 07:57
Frábær hugmynd, sem er sosum ekki það sama og að samgönguyfirvöld séu að fara að ræða hana, nema síður sé. Það ætlar áfram að gilda handahófið og skipulagsleysið, eins og sést af tvöföldunaráformum, hvar þeir ætla að byrja þar sem síst skyldi, af því það þarf ekki í umhverfismat....?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 19.3.2008 kl. 08:12
Það kom mikið á óvart að sjá þessi tvöföldunaráform á veginum austur og það á hluta vegarins sem ný búið er að ljúka framkvæmdum við.
Ástæða fyrir vali ráðherra á þeirri leið sem valin var, er líklega sú að það er það sem er ódýrast, sýnilegast og fljótlegast að framkvæma.
Á leggnum milli Selfoss og Hveragerðis þarf að kaupa upp mikið land, keyra mikið efni í veginn til að byggja hann upp m.m. Líklegt er að sá kostnaður vaxi í augum og betra að láta næsta ráðherra samgöngumála takast á við þann vanda :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 08:21
Þetta eru glæsilegar hugmyndir allt saman og án efa vel framkvæmanlegar. Hitt er annað mál hvernig á að fá Íslendinga til að nota almenningsfarartæki, hvort sem eru lestir eða strætó. Einkabílisminn ræður öllu hér á landi og um leið áætlunum um samöngumannvirki.
Haraldur Bjarnason, 19.3.2008 kl. 08:23
Aukin tíðni ferða og uppbygging á nútímalegu og hröðu samgöngukerfi í samræmi við nútíma þarfir.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.3.2008 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.