NEYÐARKALL FRÁ KÓPAVOGI VEGNA SAMGÖNGUMÁLA EÐA OFNEYSLU Á BAKKELSI!

Ekki kemur það á óvart að bæjarstjórinn í Kópavogi skyldi bera sig illa við ráðherra samgöngumála.

En mikið er nú ótrúlegt hvað ráðherra var annars fljótur að bregðast við þegar bæjarstjórinn var farin að bera sig illa í fjölmiðla vegna sinnuleysis ráðherra.

En mestar voru áhyggjurnar út af gífurlegri neyslu á bakkelsi sem bæjarstjórinn var búinn þurfa að torga einsamall í samfellt 9 mánuði.

Nú er biðin blessunarlega á enda og báðir vonandi gengið sáttir, saddir og ánægðir frá borði.


Grein af eyjan.is um Gunnar Birgisson bæjarstjóra í Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




En spurningin er:

Hvað fór fram á fundinum?

Var það þessar hugmyndir hér sem undirritaður hefur bloggað um af mikilli eljusemi sem skoða má nánar hér:

Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni og þá í hluta af Kópavog?

Hér er hugmynd að einu slíku:

Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.

Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:

Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur

Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?

Reykjavíkurborg og Kópavogsborg geta í sameiningu stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og keypt þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.

Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.

Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa dagana.

Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6-8 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.

Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum taka eitthvað um 2 ár

Svo er spurning hvort að þeir félagar hafi gefið sér tíma til að líta aðeins á hugmyndir varðandi:

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/

En annars var ég að spá í að prófa að bjóða bæði ráðherra og bæjarstjóra í bakkelsi og fara yfir ýmsar af þeim hugmyndum sem að ég hef viðrað hér á blogginu varðandi samgöngumál síðastliðið ár.

Spurning að kanna hvort að það sé hægt að fara að fá eitthvað greitt fyrir sinn SNÚÐ hjá þeim félögum :)

Kjartan
Tæknimyndir ehf

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Samgönguráðherra á fund bæjarstjórans í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ása Björk Snorradóttir

Frábær hugmynd Kjartan! Vonandi kemur einhver sem hefur eitthvað með samgöngur að gera auga á hana. Kveðja Ása Björk

Ása Björk Snorradóttir, 28.2.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Ása.

Það eru víst allir að spá í samgöngumálinn þessa dagana, enda löngu orðið tímabært með gífurlegri aukningu á bílaeign landsmanna.

Spurning um að vinna tillögur fyrir Hafnarfjörð og þá Garðabæ næst svo að þú getir farið að skreppa í bæinn Ása :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.2.2008 kl. 12:20

3 identicon

Mikið af flottum hugmyndum um samgöngumál hjá þér Kjartan. Las í fréttum á visir.is áðan að það fer hver að verða síðastur að kaupa borinn sem er að ljúka sínu verki á Kárahnjúkasvæðinu þessa dagana. Við skulum vona að ráðamenn sjái af sér og reyni að fjárfesta í þessum búnaði fyrir hlægilega lítinn pening áður en það verður um seinan.

Steinþór (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband