LEIKAR ÆSAST Í KRINGUM VATNAJÖKUL Í KJÖLFAR HLAUPS

Það er gaman að skoða breytingarnar sem hafa orðið 24 kl.st. seinna á Vatnajökulssvæðinu nú þegar hlaupið í Skeiðará er í rénum.

Ef borið er saman upplýsingar af vef Veðurstofunnar um jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá að það er mikill órói víða í jöklinum og í kringum hann.

Nú er bara spurning um hvort að þessi aftöppun á Grímsvötnum séu nægjanleg til að koma af stað eldgosi og samkvæmt þessum kortum virðist það geta orðið víða.

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Vatnajökli eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Vatnajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lesa má nánar samantekt um málið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/385459/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skeiðarárhlaup í rénun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Best að vera á skjálftavaktinni og fylgjast með.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.12.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bara jólagos í vændum ?? verð á vaktinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.12.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er gaman að sjá þetta svona myndrænt hvað er í gangi þarna á svæðinu. En mest kemur á óvart hvað lítið er að gerast í Grímsvötnunum sjálfum. Heldur er allt á fullu allt í kring og meira að segja á svæðinu við Öskju! Það er eins og hægt sé að sjá móta fyrir rekbeltinu þar sem upptök þessara jarðskjálfta eru.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.12.2007 kl. 21:45

4 identicon

Álftadalsdyngja. Þar virðist óróinn vera mestur núna. Áttu eitthvað myndefni af því svæði.

Með kveðju

Þórður

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 02:26

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Þórður,

Ég á mikið magn af myndum og því miður ekki haft tíma til að koma þeim öllum inn á netið. Ég hef oft verið á ferð um þessi svæði og bloggað áður um Upptyppinga og svæðið þar í kring.

Ég útbjó kort sem er í meiri gæðum en það sem Veðurstofan er að bjóða upp á og lagði þeirra gögn yfir kortið og fékk ég þá þessa mynd hér:



Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Upptyppinga (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Þarna má sjá svæðið frá Kárahnjúkum að Öskju.

Samkvæmt þessari mynd, þá virðist mesta virknin vera aðeins til hliðar austan megin við Upptyppinga.

Ekki gat ég fundið örnefnið Álftadalsdyngja, en í staðin fann ég dalinn sem hún er líklega kennd við.

Vonum að þetta hjálpi.

Myndirnar koma síðar...

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.12.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband