17.11.2007 | 10:02
Haukur Snorrason ljósmyndari - Til hamingju
Ég má til með að hrósa félaga mínum honum Hauki Snorrasyni ljósmyndara fyrir einstaklega flotta framsetningu á ljósmyndum hans á nýjum vef um Jónas Hallgrímsson.
Hönnun og framsetning á hinum nýja vef er unnið af auglýsingastofunni Hvítahúsið fyrir Mjólkursamsöluna vegna 200 ára afmælis Jónasar.
Þarna má sjá hvað hægt er að gera með flottri og einfaldri framsetningu. En hér er landslagsmyndum og ljóðum blandað saman í eina fallega heild
Það sem vekur athygli er að starfsmönnum Hvítahússins hefur tekist að koma fyrir tæpum þúsund litlum ljósmyndum fyrir í einni andlitsmynd af Jónasi sjálfum!.
Með því að renna bendlinum yfir andlitið, þá stækkar smámynd sem bendilinn er yfir í stærri mynd og ljóð fyrir viðkomandi mynd birtist
Nóg er að smella á myndina til að komast inn á hinn nýja vef.
Skjáskot af vef um Jónas Hallgrímsson þar sem notast er við ljósmyndir frá Hauki Snorrasyni ljósmyndara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi vefur fær hiklaust 5 stjörnur hjá mér.
Mér reiknast til að fjöldi smá-mynda sem andlit Jónasar er búið til úr sé eitthvað nálægt:
816 ljósmyndir á einni síðu!
Eða 17 smámyndir lárétt og eitthvað um 48 lóðrétt
48 x 17 = 816 ljósmyndir
Annars hef ég verið að aðstoða félaga minn Hauk aðeins í vefmálum. En til að byrja með fékk hann afnot af netfanginu www.photos.is en sjálfur er ég með www.photo.is og svo aðstoðaði ég hann við framsetningu og að koma myndasafninu hans inn í gagnagrunnskerfi sem geri alla leitun mun skilvirkari.
Vefurinn www.photos.is má skoða hér:
Skjáskot af vef Hauks Snorrasonar ljósmyndara (smellið á mynd til að fara inn á vefinn hans)
Á þessum vef má skoða yfir 20.000 ljósmyndir og auðvelt er að leita af myndum í vefnum hjá honum. Á vefnum má einnig finna mikið magn af gömlum myndum frá föður hans, Snorra Snorrasyni og fl.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hönnun og framsetning á hinum nýja vef er unnið af auglýsingastofunni Hvítahúsið fyrir Mjólkursamsöluna vegna 200 ára afmælis Jónasar.
Þarna má sjá hvað hægt er að gera með flottri og einfaldri framsetningu. En hér er landslagsmyndum og ljóðum blandað saman í eina fallega heild
Það sem vekur athygli er að starfsmönnum Hvítahússins hefur tekist að koma fyrir tæpum þúsund litlum ljósmyndum fyrir í einni andlitsmynd af Jónasi sjálfum!.
Með því að renna bendlinum yfir andlitið, þá stækkar smámynd sem bendilinn er yfir í stærri mynd og ljóð fyrir viðkomandi mynd birtist
Nóg er að smella á myndina til að komast inn á hinn nýja vef.
Skjáskot af vef um Jónas Hallgrímsson þar sem notast er við ljósmyndir frá Hauki Snorrasyni ljósmyndara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi vefur fær hiklaust 5 stjörnur hjá mér.
Mér reiknast til að fjöldi smá-mynda sem andlit Jónasar er búið til úr sé eitthvað nálægt:
816 ljósmyndir á einni síðu!
Eða 17 smámyndir lárétt og eitthvað um 48 lóðrétt
48 x 17 = 816 ljósmyndir
Annars hef ég verið að aðstoða félaga minn Hauk aðeins í vefmálum. En til að byrja með fékk hann afnot af netfanginu www.photos.is en sjálfur er ég með www.photo.is og svo aðstoðaði ég hann við framsetningu og að koma myndasafninu hans inn í gagnagrunnskerfi sem geri alla leitun mun skilvirkari.
Vefurinn www.photos.is má skoða hér:
Skjáskot af vef Hauks Snorrasonar ljósmyndara (smellið á mynd til að fara inn á vefinn hans)
Á þessum vef má skoða yfir 20.000 ljósmyndir og auðvelt er að leita af myndum í vefnum hjá honum. Á vefnum má einnig finna mikið magn af gömlum myndum frá föður hans, Snorra Snorrasyni og fl.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Flokkur: Ljósmyndun | Breytt s.d. kl. 11:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.