Fnjóskadalur, Grenivík, Laufás, Dæli - Myndir

Það er með ólíkindum að einstaklingar þurfi að standa sjálfir í svona framkvæmdum og geta ekki sótt í neina sjóði eða styrki til svona framkvæmda. En Geir Árdal, bóndi í Dæli í Fnjóskadal, er að ljúka við lagningu ljósleiðara heim að bænum fyrir eigin reikning – alls rúmlega 7 kílómetra leið.

Hér sést upp Fnjóskadal í áttina þar sem bærinn Dæli er

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo niður að Grenivík og Svalbarðsströnd

Grenivík, Svalbarðsströnd, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést niður að Grenivík og fremst í myndinni má sjá Laufás og ósa Fnjóskár

Grenivík, Laufás, Fnjóská (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er spurning hvort áhrif framsóknarmanna séu að dvína á svæðinu. En stór framsóknarætt á ættir sínar að rekja til Grenivíkur.

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Leggur eigin ljósleiðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú ert algjör forréttindapési að hafa tök á að sjá okkar fallega land frá þessu sjónarhorni - úr lofti og það ekki í hraðfleygri flugvél þar sem landslagið þýtur hjá á ógnarhraða. Glæsilegar myndir að venju.

Ég gisti tvær nætur í Hænuvík við Patreksfjörð í sumar. Guðjón bóndi í Hænuvík hafði sjálfur þurft að útvega sér og kosta háhraðatengingu, því síminn gerði ekkert í málinu. Guðjón á tvær dætur og vildi veita þeim sömu skilyrði til netnotkunar og öðrum jafnöldrum þeirra, enda nota allir skólar netið í kennslu og þær hefðu dregist aftur úr jafnöldrum sínum ef þær hefðu ekki átt kost á góðri tengingu.

Það voru mikil mistök að selja grunnnetið til einkaaðila fyrir nokkrum árum. Þjóðfélaginu ber skylda til að jafna aðstöðu allra landsmanna hvað þetta varðar. Bendi á baráttu Ragnars skjálfta og félaga hans í Svarfaðardal og nágrenni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 13:18

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Þetta eru bara flottar myndir hjá þér nafni  

Já það er alveg ótrúlegt hvað þessi hluti landsins þarf alltaf að vera útundan í öllu.  Þó þekki ég það af eigin raun að Grenvíkingar t.d eru nú ekki mikið fyrir sviðsljósið, eða þannig.

Kveðja úr Kópavoginum

Kjartan Pálmarsson, 15.11.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru nokkrir leynistaðir þarna á svæðinu sem gaman er að fara á eins og 4x4 leið Grenivík, Kljáströnd, Sigtún, gamla sundlaugin í gilinu, jeppaleiðin inn í Fjörður

http://www.photo.is/07/08/1/index_15.html

og ekki má heldur gleyma safninu á Laufási, Laufáskirkju og kaffihúsinu

http://www.photo.is/07/08/1/index_15.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.11.2007 kl. 22:59

4 identicon

Reindar er hagur Eyfirðinga aðeins að vænkast með tilkomu Tengir HF á Akureyri sem er að fara með ljósleiðara út með firðinum báðum megin (komið til Dalvíkur að vestan og verið að vinna í að tengja saman strengin til Grenivíkur)og núna eru Árskógströnd,Svalbarðseyri og núna bráðum Grenivík komin með kost á því að fá sér ADSL tengingu og bændur á leiðinni hafa átt kost á að tengjast beint við ljósleiðarann og fjölmargir nýtt sér það en Geiri í Dæli er örugglega Íslandsmeistari með sína 7km heimtaug :) enda bara snillingur á ferð.

Ps. Áfram Eyjafjörður

Hólmar Kr. Þórhallsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband