Höfði er frægt hús - Ýmsar myndir

Þar hafa margir stórviðburðir átt sér stað. Húsið er byggt 1909 af frönskum konsúl Brillouin að nafni. Húsið er innflutt "eininga hús" þess tíma frá Noregi eins og mörg hús í Reykjavík frá þessum árum.

Húsið hefur skipt oft um eigendur og líklega er athafnarmaðurinn og skáldið Einar Benidiktsson einn sá þekktasti.

Í dag er húsið í eigu Reykjavíkurborgar.

Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 kom húsinu á heimskortið svo um munaði og fór þá ekki mikið fyrir húsinu í öllu mannhafinu af fréttamönnum og ljósmyndurum sem biðu í ofvæni eftir nýjustu fréttum!

Leiðtogafundur Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov árið 1986 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd af Höfða

Höfði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Höfði blár í þágu sykursjúkra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'I mínum huga er þetta stór dagur fyrir sykursjúka um allan heim.

'Eg á tvo sykursjúka drengi.

Hjá þeim yngri er þetta merkilegri dagur en kannski hjá öðrum sykursjúkum einstaklingum.

Því að í dag á að tengja við hann insolín dælu sem á eftir að skipta sköpum í hans lífi.

Það verður til þess að litli drengurin minn verður frjálsari og líf hans mun eðlilegra en það hefur verið síðustu 3 ár.

Að losna við sprauturan er stór sigur fyrir þá sem eru með típu 1 og vona ég að þessi dagur verði til þess að stjórnvöld sjái að sér og niðurgreiði í en meira mæli niður insolín dælurnar.

'A þessu ári verða aðeins samþykktar um 50 dælur sem er altof lítið 

Laugardagin 17 nóvember verður blóðsykur mældur hjá gestum og gangandi í smáralind og hvet ég alla til sem telja sig hafa einkenni, sem eru aðalega mikill þorst.þreyta og tíð þvaglát að koma og láta mæla blóðsykurin hjá sér.

Anna Margrét Bragadóttir (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 08:56

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir flottar og fróðlegar athugasemdir Anna.

Við verðum að vona að ráðamenn taki sig á í þessum efnum sem öðrum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband