Myndir af búnaði sem þarf til að skipta um dekk á flugvélum

Flugleiðir eru búnir að koma sér upp mjög flottri viðhaldsaðstöðu úti á Keflavíkurflugvelli

Hér má sjá myndir frá viðhaldsverkstæði Flugleiða úti á Keflavíkurflugvelli og er hér verið að mæla loftþrýsting í dekkjum.

Starfsmaður Flugleiða að mæla loftþrýsting í dekkjum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kúta sem innihalda sérstakt loft fyrir svona dekk og er þrýstingurinn gífurlegur enda getur þyngd á einni fullhlaðinni flugvél skipt hundruðum tonna.

Sérstakt gas á kútum fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þrýstingurinn er svo mikill í dekkjunum að þegar er verið að þrýstiprófa þau, þá þarf svona öryggiskassa utan um dekkinn.

Öryggiskassi fyrir dekk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum.

Búnað sem notaður er til að skipta um dekk á stórum þotum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flugmótor í svona vél er engin smásmíði kostar líka háar upphæðir og er einn dýrasti varahluturinn.

Hér má sjá einn dýrasta varahlutinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo ein mynd hér í lokin af einni lítilli vél að lenda á Reykjavikurflugvelli

Hér má sjá Fokker koma inn í lendingu á Reykjavíkurflugvelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Flugvél sem hlekktist á komin í flugskýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf skemmtilegt að fara inná þessa síðu,alltaf flottar myndir hjá þér.Takk fyrir.

Jensen (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:25

2 identicon

haha common læra að lenda vélini marr þið vissuð vel að það væri frost á flugbrautinni haha

jóel grettir kristjánsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:32

3 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Flottar myndir hjá þér,minnir að einn hreyfill á 757-200 kosti um 350.000 milljónir

Friðrik Friðriksson, 28.10.2007 kl. 22:35

4 identicon

Jóel greinilega fróður um þessi mál.

 Reyndar er örugglega eitthvað hægt að stíla þetta á flugstjórann, hvort að hann hafi ekki gert sér grein fyrir aðstæðum - flugturn ekki greint nógu vel frá eða þá að vallarstarfsmenn ekki staðið sig í stykkinu með að hreinsa af braut. 

Veit einhver meira um þetta?  

Jón Sindri (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:06

5 identicon

Já úps. Ég hafði ekki lesið greinina til enda en þar kemur greinilega fram að vallarstarfsmenn hafi ekki verið að standa sig í stykkinu. 

Jón Sindri (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 23:10

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Veit einhver hver loftþrýstingurinn er í þessum dekkjum? Minnir að það sé eitthvað á bilinu 100 til 250 psi (pund á fertommu) og að það sé notað lofttegundin nitur (eða köfnunarefni, Nitrogen) og hvers vegna hún er notuð en ekki bara venjulegt loft?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2007 kl. 23:38

7 identicon

Er ekki nitur eðlisléttara en venjulegt loft?

Sigrún KK (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 01:38

8 identicon

Ástæða þess að nitur er notað í stað andrúmslofts er að það hefur minni hitaþenslu og er laust við raka.

Skortur á raka og súrefni kemur í veg fyrir tæringu á felgunum og gerir loftþrýstinginn stöðugri. 

Baldur (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:51

9 identicon

Nitrogen er svokallað "inert gas" sem brennur ekki = er ekki eldfimt, en súrefni (oxygen) er mjög eldfimt og hættulegt að fara með, og venjulegt loft inniheldur mikið súrefni, kannski alltað 50%, man ekki alveg hlutfallið.

En Bremsur geta orðið allt að 600 gráður heitar á celcius, (allavega carbon bremsur), og ef dekk skyldi byrja að brenna hvort sem er á jörðunni eða með lendingarbúnaðinn tekinn inn í hjólahús í flugi, þá yrði mun meira "bang" og miklu meiri eldur ef ekki sprenging þegar súrefnið myndi taka eld, sérstaklega undir þessum þrýsting.

Það er aðalástæða þess að nitrogen er notað. 

Hlynur (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 11:40

10 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Hlynur, þetta er greinilega allt að skýrast smátt og smátt því fleiri sem koma með athugasemdir um þetta atriði.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.11.2007 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband