Íslendingar stefna hröðum skrefum í sömu átt og ERU AÐ VERÐA ALLT OF FEITIR.

Það er með ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld hafi ekki enn gripið í taumana þar sem þetta samfélag gengur allt út á rusl- og skyndifæði. Því er ekki hægt að fá tilboð á mat öðruvísi en að það séu sykraðir drykkir með í tilboðinu. Og þá er verið að tala um gervisykur líka sem nýjustu rannsóknir segja að sé engu skárri. Sælgætisverksmiðjur notast við mörg tonn af sykri í viku hverri til að framleiða sínar vörur og einnig er farið að nota sykur í mat í miklu magni eins og mjólkurvörur.

Líklega er Íslenskt samfélag komið að þeim tímapunkti þar sem meðalaldur getur ekki orðið mikið hærri. Við getum átt von á því að sú kynslóð sem núna er að vaxa úr grasi nái ekki þeim tölum sem við höfum í dag.

En annars er sú regla sem að ég fer eftir þessa daganna að borða sem minnst af hvítu hveiti, mjólkurvörur, gosi og ENGIN SYKUR.

Sykur er náskyldur amfetamíni og gefur svipuð áhrif og því von að börn séu orðin erfið þegar þau fá að kaupa nammi í kílóavís í viku hverri. Lausnin sem foreldrar koma svo með er að setja þau á lyf gegn ofvirkni! Enda notkun þeirra með því mesta sem þekkist í heiminum hér á Íslandi!

Ég fæ að heyra það reglulega frá útlendingar sem eru á ferð með mér um landið að Íslendingar séu ALLT OF FEITIR!

Ein lausn á vandanum er að gera eins og Danirnir og það er að hjóla hluta af leiðinni í vinnuna. Setja upp léttlestarkerfi og vera með ódýr hjól þannig að fólk geti hjólað á næstu stoppistöð og skilið hjólið þar eftir :)


mbl.is Offita vandi þeirra sem hegða sér á eðlilegan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég sé ekki hvernig við getum annað en orðið eins og Bandaríkjamenn  Íslendingar hafa valið að elta Bandaríkjamenn í bíla og skyndibitamenningu.  Börnunum er skutlað í skólann og kvöldmaturinn er Pizza.  Hví skyldum við ekki verða jafn feitir og þeir?

Við áttum nokkur góð ár þar sem við gátum hneykslast á því hvað þeir voru feitir en svo reyndist ástæðan bara vera sú að við vorum nokkrum árum á eftir en á nákvæmlega sömu braut.

Þegar hægt verður að fá eitthvað annað en hamborgara og pylsur á landsbyggðinni og það verður pláss fyrir hjólreiðafólk í Reykjavík veit ég að þetta er að snúast við.

Kári Harðarson, 22.10.2007 kl. 08:21

2 Smámynd: Kári Harðarson

Íslendingar eru feitari en aðrar evrópuþjóðir.  Þegar ég fer til Evrópu sé ég oft ekki svínspikað fólk fyrr en út á flugvelli á heimleið aftur, og þá er yfirleitt um íslenskar flíspeysujússur að ræða, kjagandi um í æfingabuxum.  Það er af sem áður var.

Kári Harðarson, 22.10.2007 kl. 08:23

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Nú erum við með reynslu Bandaríkjamanna ljóslifandi fyrir augunum. Væri þá ekki ráð að bregðast við því á réttan máta á meðan við getum? Þetta er lítið samfélag og ég get ekki séð að miðstýringar ættu ekki að geta gengið á þessum sviðum eins og öðrum :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2007 kl. 08:24

4 identicon

Sykur er ekki náskyldur amfetamíni, a.m.k. ekki í efnafræðilegum skilningi því þetta eru gjörólíkar sameindir.

Finnbogi Óskarsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband