Það eru draugar víða á Íslandi!

Ég varð fyrir þeirri stórkostlegu upplifun að komast á stað sem að mig er lengi búið að langa til að komast á. En staðurinn er einn sá aldraugalegasti sem að ég hef komið á í langan tíma.

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn.

Hér má sjá kort af Laxárdal þar sem sjá má illfæran 4x4 jeppaslóða sem liggur heim að bænum.

Ljótsstaðir í Laxárdal. Smellið á kort til að sjá fleiri myndir. Myndir sem teknar voru úr lofti á ferð um svæðið


Því miður hef ég ekki náð að kynna mér sögu þessa merkilega eyðibýlis nægjanlega.

En eftir því sem mér skilst, þá bjó þarna fjölskylda fram undir 1950 sem fór frá staðnum mjög skyndilega og skildi nánast allt eftir í því ástandi sem það nú er.

Þarna er komið að lokuðum dyrum þar sem útidyralykilinn er enn í skránni. Á miða í hurðinni má lesa eftirfarandi skilaboð:

“Verið svo væn að stappa af fótunum

Áður en þið gangið inn

Hér er ekki stungið út nema einu sinni á ári”

Miði á hurð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar inn er komið, þá blasa við innanstokksmunir, fatnaður, dagblöð og fleira nákvæmlega eins og hlutirnir voru í kringum 1950.

Það vakti strax athygli okkar gömul dagblöð sem lágu á eldhúsborðinu. Þar mátti sjá Þjóðviljann dagsettan 30 júní 1953

Þjóðviljinn frá 1953 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar var umfjöllun um kosningarúrslit þar sem lesa mátti eftirfarandi tölur:

Sálfstæðisflokkur 37.21% (28.779)
Framsóknaflokkur 21.86% (16.912)
Sósíalistaflokkur 16.03% (12.396)
Alþýðuflokkur 15.66% (1.109)
Þóðvarnarflokkur 5.98% (4.628)
Lýðveldisflokkur 3.26% (2.525)


En fyrirsögn blaðsins var: “Herbragðið tókst: Andstaðan gegn hernáminu sundraðist, þótt hernámsflokkarnir töpuðu fylgi”

Eldhúsið var hrörlegt að sjá og það var ekki laust við að manni væri viðbrugðið þegar hverjar dyrnar á hverri vistarverunni á fætur annarri voru opnaðar. Þarna mátti sjá fullbúið hjónaherbergi, og barnaherbergi með öllum leikföngum, fatnaði og bókum eins og hafði verið skilið við fyrir um 50 árum síðan.

Eldhúsið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Barnaherbergið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í húsinu eru um 15 herbergi. Þar má nefna, ýmsar geymslur, bílskúr, búr, saumaherbergi, rafstöð, vinnuherbergi með hefilbekk og öðrum verkfærum

Það var ekki fyrr en heim var komið og farið var að skoða myndir sem teknar voru í húsinu að það kom í ljós að ýmsir draugar voru á myndunum eins og sjá má ef vel er skoðað á þessari mynd:

Draugur í stólnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég var með þá hugmynd að gista í húsinu um nóttina en það var ekki laust við að það setti að manni ónotatilfinning við að fara um þessar vistaverur í rökkri, þokan var að leggjast yfir og vinkona mín sem var með mér í þessari för var orðin svo hrædd að það var ákveðið að flýta sér að skrifa í gestabókina og láta sig hverfa áður en það færi að rökkva meira.

Þessi staður er líklega einn af topp tíu stöðum sem að ég hef komið á á ferðum mínum um landið. Alveg kjörin fyrir gönguhópa sem “þora” ... en það má þá alltaf gista tjöldum.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Afmælisferð í draugahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var draugurinn líka í 66 peysu eins og vinkonan

Athugull (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 17:13

2 identicon

ef maður skoðar hinar myndirnar betur sér maður að vinkona þín sem var með þér situr í stólnum , efast um að árið 1950 hefði fólk setið þarna í 66° norður peysun í svona skóm ;)

snædis (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 17:23

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hvaða smámunasemi er þetta :)

Að sjálfsögðu fylgja draugar þróun nútímans eins og aðrar verur.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.10.2007 kl. 17:24

4 identicon

Mikið er þetta merkilegt að fólk skuli bara fara og skilja eiginlega allar sínar eigur eftir, hvernig ætli hafi staðið á því?  Kannski er þetta bara sviðsett...

Viðar Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:12

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég held að fólkið hafi farið í skyndi og svo hefur líklega hluti af búslóðinni orðið eftir og dagað uppi. Mörgum árum seinna hefur svo fólk komið til baka og ákveðið að reyna að halda hlutum þarna í upprunalegu formi. Fólki er frjálst að gista þarna svo lengi sem að það gengur vel um húsakynnin og reynir að halda öllu í upprunalegu horfi og virðir það að taka ekki neitt sem þarna er. Það mátti sjá í dagbókum að gestir og gangandi hafi skrifað og látið vel að. En gestir geta sofið í 2 herbergjum "ef þeir þora" :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.10.2007 kl. 20:44

6 Smámynd: Jón Þór Guðmundsson

Sæll KPS

 Við Þórður erum að kikka á þetta og þorum að veðja að þú hefur verið allan tíman með kúkarann í buxunum og bara þorað að vera þarna og myndað  með dömunni í 66 peysunni.

Jón Þór Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband