Hvaða furðufyrirbæri eru þetta? - Hver þekkir söguna?

Fyrir stuttu hafði samband við mig maður sem vildi fá upplýsingar um ljósmynd sem að ég tók vestan undir rótum Helgafells í Mosfellsdal.

Myndin lítur svona út. Ein og sjá má, þá er myndin öll á hreyfingu svo að ég fór aftur og tók þá nýja myndaseríu af fyrirbærinu

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo betri mynd af svæðinu sem sýnir greinilega þrjá hringi sem eru nálægt hvor öðrum og það má jafnvel greina óljóst þann fjórða

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar rétt hjá má svo sjá þessi mannvirki

Loftmynd tekin vestan við rætur Helgafells í Mosfellsdal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Til að gefa lesendum nokkur stikkorð, þá er ég búinn að leggja á mig smá vinnu viða að finna út úr þessum fyrirbærum.

Talað hefur verið um spítala, stríðsárin, skotbyrgi, loftvarnarbyrgi, þrír sprengjugígar, ásatrú, vatnstanka, hitaveitu, gull í Helgafelli, vegagerð, pensilín og fl.

Hef ekki tíma til að klára bloggið núna svo að ég læt lesendum eftir að finna út úr því hvað hér um ræðir :)

og svona í lokin, veit þá einhver hvaða mannvirki þetta er sem má finna sunnan við gamla flugbraut uppi á Mosfellsheiði. Takið eftir hringhleðslunni sem liggur svo enn utar!

Loftmynd tekin sunnan við gömlu flugbrautina uppi á Mosfellsheiði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Giska á einhverskonar gryfjur fyrir eld, eða einhver önnur merki, sem notaðar hafa verið í stríðinu sem aðflugsvitar?

Halldór Egill Guðnason, 14.9.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband