Kröfluvirkjun - myndir og kort

Við Kröflu er gífurleg orka falin í jörðu og sem dæmi um slíkt, þá má sjá þennan risastóra sprengigíg.

En sprengigígurinn Víti liggur í hlíðum Kröflu og myndaðist í sprengigosi í upphafi Mývatnselda 1724-1729

Víti í hlíðum Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það mátti litlu muna að Kröfluvirkjun yrði ekki að neinu eftir að gos hófst í Leirhnjúk og við Kröflu í röð af 9 gosum frá 1975 til 1984

Leirhnjúkur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hver virkjun þarf fjölda borhola eins og þessi mynd sýnir og sem dæmi, þá er þegar búið að gefa leyfi fyrir um 40 borholum á svæðinu við Hellisheiði. En hver hola er að gefa um 5 megavött og er stefnt að því að tífalda þessa orku með því að bora núna enn dýpra. Eða í stað um 2000 metra djúpar holur þá er stefnt að 4-5.000 metra djúpum holum.

Borholur við Kröflu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá virkjunina sjálfa við Kröflu

Kröfluvirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Kröflu, Kröfluvirkjun, Leirhnjúk og Víti

Krafla, Kröfluvirkjun, Leirhnjúkur, Víti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fyrsta djúpborunarholan boruð við Kröflu á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég gekk um allt þetta svæði með foreldrum mínum sumarið 1969, var þá á leið í hjartaaðgerð um haustið og pabbi vildi lofa mér að komast upp á Kröflu svo in case að ég kæmi heim í kassa.  Vítið var ekkert smá flott. Svo borðuðum við kaldar kótelettur með öllu þegar við komum niður aftur. Ógleymanleg ferð. Pabbi náttl. hálf dró mig upp var orðin svo lasin.  Svo kom ég náttl.  oft þarna eftir að virkjunin var að byggjast upp og bjó á Húsavík 1979 til 1983 svo maður sá mörg falleg gos. Æðislegar myndir hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir Ásdís fyrir margar skemmtilegar athugasemdir frá þér við myndirnar hjá mér. Ég er svo heppin að hafa tekið mikið magn af myndum þarna fyrir norðan á svæðinu þínu. En eins og við vitum bæði, þá er mikið af fallegum stöðum þarna í kringum Húsavík. Þú virðist hafa sloppið vel fyrir horn eftir þessa aðgerð sem framkvæmd var á þér árið 1969 og ekki annað að sjá en að þú sért sprellfjörug hér á blogginu :) Og svo í lokin, til hamingju með soninn.

Kjartan

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2007 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband