Myndir og kort af nýjum borsvæðum. Krýsuvík, Austurengjar, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngja, Sandfell

Það fór eins og ég spáði, Reykjanesið verður allt undirlagt undir virkjunarframkvæmdir næstu árin. Það er líklega pláss fyrir um 20 gufuaflsvirkjanir eftir endilöngu Reykjanesinu.

Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd af Eldvörpum og svæðinu í næsta nágreni

Eldvörp (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Köldunámum og svæðinu í næsta nágreni

Köldunámur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Trölladyngju og svæðinu í næsta nágreni

Trölladyngja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Sandfelli og svæðinu í næsta nágreni

Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. var á ferð um Hellisheiðarsvæðið í gær með ferðamenn og gat ekki annað en brosað þegar einn starfsmaður sem var þar við vinnu á svæðinu kom akandi og óskaði eftir því að við færum burtu af svæðinu því við gætum valdið óþarfa jarðraski!
mbl.is Boranir tilkynntar allar í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Sérlega skemmtilegur þessi vinnumaður sem þú hittir fyir þarna á Hellisheiðinni. Sá er trúlega í ætt við jólasveinana, en samt ekki einn af þeim, því jólasveinar eru ekki svona sálarsljóir þó vitlausir séu.

Jóhannes Ragnarsson, 11.9.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Var einmitt í einni af mörgum jeppaferðum á Hellisheiðinni í fyrra stoppaður af kollega þessa misskunsama samverja.  Sá vildi meina að slóðinn sem ég væri að aka (sem hefur verið ekinn alla mína tíð a.m.k.) væri ekki slóði og að með því að aka hann væri ég að valda spjöllum.  Ég var lengi þögull (þeir sem mig þekkja vita að það er MJÖG sérstakt), en missti svo út úr mér þar sem ég horfði yfir bílinn hans á vegagerð, borholur um allt, pípulagnir og sitt hvað fleira,:  Ertu ekki að grínast??

Nei, honum var fúlasta alvara.  Ég einfaldlega sprakk úr hlátri og ók á brott.  Ótrúlegt hvað lífið getur verið skrítið þegar maður horfir á það í gegnum "lituð" gleraugu.

Annars langaði mig að benda á bara til gamans, að Krísuvík er niðri í fjöru - ekki við hverasvæðið

Baldvin Jónsson, 11.9.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það vill nú svo til að það eru víða lagðir vegir og það á okkar kostnað. En þegar við eigum svo að fá að nota þessa sömu vegi, þá koma oft sjálfskipaðar löggur sem telja sig geta bannað hinum og þessum að aka um þessa sömu vegi. Gerast jafnvel svo djarfir að merkja þá einkavegi eða loka með keðju þó svo að það sé ekki til nokkur lagabókstafur fyrir slíkum aðgerðum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2007 kl. 10:36

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það eru ýmis vandamál tengd nafninu Krýsuvík sem sumir vilja rita Krísuvík. Mogginn notar Krísuvík og ekki lýgur hann :) En á sínum tíma, þá var Krýsuvík lengra inni í landinu og er í raun ekki til lengur. En ástæðan fyrir því er að m.a. hefur Ögmundarhraun runnið yfir fyrrnenda vík. Aftur á móti má finna Hælsvík en ekki er vitað hversu gamalt það nafn er eða hvort hún var hluti Krýsuvíkur. En nánari upplýsingar má finna hér:

http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6532

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2007 kl. 10:48

5 identicon

Ég keyrði inn á Hellisheiðasvæðið (fyrir ofan þar sem skíðasvæðið var), ég hunsaði reyndar merkingu um lokaðan veg. Það virtist augljóst að eina ásæðan fyrir því að vegurinn var lokaður var að fólk væri ekki að skoða sig þar um. Það var greiðfært að aka þarna um án þess að fara inn á vinnusvæðin sjálf. Ég var alveg gáttaður á umfangi borana og röralagna. Það eru borsvæði út um allt og lítið eftir af óhreyfðu svæði.

Einar Ísleifsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:02

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Góður Kjartan, tilvísun í Vísindavefinn alltaf sterk :)

En má líka finna skemmtilegar upplýsingar hérna: http://www.reykjanes.is/Um_Reykjanes/Ahugaverdir_stadir/Krysuvik/, hef a.m.k. stuðst við þetta við leiðsögn.

Baldvin Jónsson, 11.9.2007 kl. 13:28

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sæll Baldvin,

Ég var búin að skoða þennan link líka og rak þá augun í að kortið sem þeir eru með notar Krísuvík en í textanum er notast við Krýsuvík! Ég var annars með smá áhyggjur yfir því að vera að sýna mynd af Seltúni þegar verið var að tala um að bora í Krýsuvík. En mbl talar um Krýsuvík í Hveradal. En samkvæmt mínum upplýsingum, þá er Seltún í Hveradal og ef svo er, þá er verið að spá í að virkja mjög vinsælan ferðamannastað, sem er miður!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2007 kl. 13:38

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Úff, það væri skelfilegt

Baldvin Jónsson, 11.9.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband