2.9.2007 | 00:12
Myndir og kort af Gjástykkissvæðinu
Hér má sjá hvar hraunið úr síðasta Kröflugosi hefur runnið yfir gríðarlega stórt svæði og eins og Ómar lýsti vel á sínum tíma, þá kom hraunið upp um eina sprunguna og féll svo niður um þá næstu. En allt svæðið er kolsprungið eins og þessi mynd sýnir og eru sumar sprungurnar mjög djúpar og aðeins færar fuglinum fljúgandi.
Hraun úr síðasta Kröflugosi rétt hjá Gjástykki þar sem er verið í gangi með tilraunaboranir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn
Kort af Gjástykki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég verð annars að segja að ég er mjög ánægður með þor þeirra sem standa í þessum framkvæmdum. Kröfluævintýrið leit nú ekki vel út á tímabili :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hraun úr síðasta Kröflugosi rétt hjá Gjástykki þar sem er verið í gangi með tilraunaboranir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af svæðinu. Gjástykki er ofarlega fyrir miðri mynd. Neðst á kortinu má sjá leiðina inn að Kröflu við Mývatn
Kort af Gjástykki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég verð annars að segja að ég er mjög ánægður með þor þeirra sem standa í þessum framkvæmdum. Kröfluævintýrið leit nú ekki vel út á tímabili :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Rannsóknarleyfi gefið út á grundvelli laga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kjartan Pétur Sigurðsson
Leiðsögumaður og fræðingur með fjölbreytileg áhugamál.
Reynt verður að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli þar sem íslensk mannlíf og náttúra verður í fyrirrúmi.
Vefur: WWW.PHOTO.IS
ÝMSAR PÆLINGAR KPS
#0: HUGMYNDABANKI
#1: Byggjum nýtt skíðasvæði
#2: Íslenskt létt-lestarkerfi
#3: Hellisheiði virkjun myndir
#4: Jarðgöng Rvk-Kjalarnes
#5: Nýr Gullhringur og hér
#6: Jarðlestarkerfi Reykjavík
#7: Bílajarðgöng Reykjavík
#8: Bílajarðgöng Kópavogur
#9: Álhringur lest Austfirðir
#10: Demantshringurinn Norðurland lestarkerfi
#11: Jarðgöng Vestmannaeyjar
#12: EXPO 2010 hugmynd
Reynt verður að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli þar sem íslensk mannlíf og náttúra verður í fyrirrúmi.
Vefur: WWW.PHOTO.IS
ÝMSAR PÆLINGAR KPS
#0: HUGMYNDABANKI
#1: Byggjum nýtt skíðasvæði
#2: Íslenskt létt-lestarkerfi
#3: Hellisheiði virkjun myndir
#4: Jarðgöng Rvk-Kjalarnes
#5: Nýr Gullhringur og hér
#6: Jarðlestarkerfi Reykjavík
#7: Bílajarðgöng Reykjavík
#8: Bílajarðgöng Kópavogur
#9: Álhringur lest Austfirðir
#10: Demantshringurinn Norðurland lestarkerfi
#11: Jarðgöng Vestmannaeyjar
#12: EXPO 2010 hugmynd
Spurt er
Er ekki komin tími á að íslendingar setji upp umhverfisvænt lestarkerfi?
Já 83.3%
Nei 16.7%
1363 hafa svarað
Á að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn og stækka Gullna Hringinn?
Já 86.2%
Nei 13.8%
900 hafa svarað
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Flug
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Hönnun, þróun, góð hugmynd
- Íþróttir
- Jarðfræði
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Ljósmyndun
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
FORUM UMRÆÐUR
Áhugaverðir umræðuvefir
- Blogg mitt á Visir.is Það eru fleiri fjölmiðlar sem bjóða upp á blog
- Travel - Ferðast á Íslandi Travel in Iceland • Ferðast á Íslandi, Guiding in Iceland • Leiðsögustarfið, Where to go and what to see • Hvert á að fara og hvað á að skoða, Hiking and Backpacking Guide • Gönguleiðsögn, Ice and mountain climing • Ís- og fjallaklifur, Kayak sport • Kayak siglingar, Diving sport • Köfun
- Flying - Flug á íslandi Flying in Iceland • Flug á íslandi, Hangglider • Svifdrekaflug, Paraglider • Svifhlífar, Trike flying • Flug á mótorsvifdrekum, 3-axis microlight • 3ja ása fis, Clubhouse and Hangar • Aðstaða og flugskýlismál, Security tips in flying - Teaching guide • Öryggismál í flugi - kennsla, Stjórnir, nefndir og framkvæmdir
- Pólitík, tæknimál og fl. Weather Veður og veðurfar, Goverment of Iceland Stjórnsýslan og embætismannakerfið á Íslandi, Computer Tölvumál, Newest technology Nýjasta tækni,
PHOTOS • MYNDIR
Vefir tengdir ljósmyndun
- Leit Search www.photo.is myndaleit á photo.is
- WWW.PHOTO.IS Ferða- og ljósmyndavefur
- KPS Youtube myndbönd Ýmis myndbönd sem hafa verið útbúinn í gegnum tíðina
- KPS Flickr.com myndir Ljósmyndir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 783619
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- andrigeir
- annaeinars
- annalilja
- apalsson
- agbjarn
- arnigunn
- asabjorks
- ormurormur
- asdisran
- safinn
- baldvinj
- pelli
- berglist
- kaffi
- birgitta
- bragir
- braxi
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynja
- bibb
- brylli
- brandarar
- tourguide
- ding
- dofri
- kvotasvindl
- eggman
- jari
- einari
- jaxlinn
- emilhannes
- erla1001
- kamilla
- eydis
- ea
- uthlid
- fridaeyland
- africa
- kransi
- gretaulfs
- grumpa
- gudni-is
- gudbjornj
- fifudalur
- mosi
- godpool
- lostintime
- gurrihar
- faraldsfotur
- gudrunmagnea
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gbo
- guru
- tudarinn
- hallgrimurg
- vulkan
- harpaelin
- heidistrand
- skessa
- heidathord
- blekpenni
- diva73
- herdis
- herbja
- himmalingur
- hjorleifurg
- hjorturgud
- maple123
- don
- hreinsamviska
- minos
- horduragnarsson
- ingolfurasgeirjohannesson
- kreppan
- jeg
- jogamagg
- hansen
- joiragnars
- jonaa
- jonasantonsson
- jas
- jonhalldor
- fiski
- jon-o-vilhjalmsson
- jonpallv
- jonr
- skodunmin
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- drhook
- gassir
- karlol
- kari-hardarson
- kentlarus
- askja
- kjarrip
- kreppukallinn
- snyrtistofa
- bubot
- lauola
- larahanna
- lara
- lotta
- liljabolla
- lillagud
- liljan
- lindalea
- lydurarnason
- magnusvignir
- mammzla
- maggaelin
- elvira
- marinogn
- marinomm
- gummiarnar
- martasmarta
- manisvans
- methusalem
- morgunbladid
- mortenl
- nanna
- alvaran
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- skari60
- pallthayer
- ljosmyndarinn
- peturgauti
- proletariat
- hnodri
- raksig
- totally
- siba
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggivalur
- zunzilla
- skaftie
- skastrik
- luther
- snorrihs
- fia
- shv
- stefanjonsson
- eyjann
- stormsker
- saemi7
- solvi70
- theodorn
- toshiki
- tryggvigunnarhansen
- daystar
- vefritid
- eggmann
- vilhelmina
- vilhjalmurarnason
- postdoc
- harleyguy
- visindi
- steinibriem
- thorsteinnerlingsson
- steinisv
- valli57
- toro
- ovinurinn
- steistei
- aevark
Athugasemdir
Á sínum tíma var boruð hola við Kröflu sem hlaut nafnið "Sjálfskaparvíti" vegna þess hve misheppnuð hún var. Ástæðan var talin sú að þá var að brjótast þar út jarðeldur og svæðið norður í Gjástykki og allt til Öxarfjarðar gliðnaði.
Nú hefur svæðið haft 23 ár til að jafna sig og ólíklegt að næstu umbrot verði fyrr en eftir 2-300 ár. Þetta er líklega ástæðan fyrir því að holur á borð við þá sem boruð hefur verið uppi á brekkubrúninni milli stöðvarhússins og Leirhnjúks geta gefið allt að 10 megavött.
Ég held ekki að það þurfi að hafa svo miklar áhyggjur af því að fleiri "Sjálfskaparvíti" verði til. Meiri áhyggjur þarf að hafa af þeirri virkjanagleði sem virðist flæða þarna fram og stingur svo í stúf við það hugarfar sem Bandaríkjamenn hafa gagnvart hliðstæðum svæðum, að þar eru ljósár á milli.
Ómar Ragnarsson, 2.9.2007 kl. 01:09
Þetta er ótrúlega fallegt og skemmtilegt svæði að fara um. Þegar ég var að alast upp á Húsavík fór pabbi minn mikið með okkur á þessar slóðir svo ég þekki þetta vel. Bjó líka fyrir norðan árin sem eldar komu með stuttu millibili upp á þessu svæði, oft stórfengleg sjón.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 11:32
Það getur verið gaman að spá í alla þessa virkjanagleði sem við íslendingar eru að standa í þessa dagana.
Núna er allt á fullu við að virkja allt sem rennur og bora á sem flestum stöðum - því nú liggur mikið á.
Þegar er búið að hanna og skipuleggja virkjanir og lón mörg ár fram í tímann og það á stöðum þar sem má finna einhverjar þær fallegustu náttúruperlur landsins.
Hinar flokkspólitísku maskínur eru á fullu á bak við tjöldin við að umbreyta yfir í EHF og tryggja síðan "réttum" aðilum framtíðareignanám á þessum gullnámum sem borga sig upp á örfáum árum og mala síðan eigendum mikið fé í framtíðinni.
Á íslandi er verið að reka undarlega pólitík.
Landsbyggðin er flutt hálfgerðum nauðungarflutningum á mölina - oft er það fólk sem búið er að strita fyrir sínu og koma sér þak yfir höfuðið með miklu erfiði. Núna þarf þetta fólk að flytja og taka sömu lánin aftur og byrja upp á nýtt. Á meðan hlakkar í þeim sem eiga fjármagnið.
Hér er maður ekki lengur með mönnum nema eiga vörubíl, gröfu eða annað álíka stórvirkt vinnutæki.
Allt þetta brölt hefur breitt þjóðfélaginu á örskömmum tíma þar sem stóriðju- og stórverktakastarfsemi ræður ríkjum og heilu hverfin og virkjanirnar spretta upp eins og gorkúlur út um land allt og þenslan og hagvöxturinn þvílíkur. Þökk sé hagfræðingunum.
En svo við höldum okkur við efnið, þá er gaman að sjá að það er verið að bora allt í kringum Hengilinn sem teljast verður virkt eldfjall og ekki eru nema um 1000 ár síðan Kristnitökuhraunið rann í áttina að þar sem stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar er núna.
Ekki er annað að sjá en að sjálft stöðvarhúsið sé reist undir einum stórum gíg eða litlu eldfjalli!
Loftmynd af Hellisheiðarvirkjun (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Að því er mér skilst, þá er búið að veita leyfi fyrir um 40 borholum á svæðinu.
En mannsaldurinn er svo stuttur í jarðfræðilegu samhengi og með því að beita tölfræðinni, þá eru líkur á gosi á svona stað sáralitlar.
Jarðrask er mikið þegar verið er að setja upp svona virkjun og rör lögð út um allar trissur til að koma gufunni að stöðvarhúsinu.
Loftmynd: Hér er verið að bora eftir gufu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurningin er hvort að það ætti ekki að reyna að koma að þessum málum með aðeins öðrum hætti. Sem dæmi þá mætti hafa svona stöðvarhús neðanjarðar og allar lagnir að henni.
Það gæti verið spurning um að vera með margar litlar stöðvar og svo einfalda rafmagnslögn frá hverri eins og Danir eru að gera með vindmyllurnar sínar. Í stað þess að vera að leiða gufuna langa leiðir, þá hanna litla stöð sem gæti verið neðanjarðar við hverja borholu og það eina sem kæmi svo frá slíkri stöð væri rafmagnskapall og lítið frárennsli? Slík stöð mætti jafnvel vera færanleg.
Spurning um að sækja um styrk til að þróa slíkan búnað?
Ein borhola gefur að meðaltali um 5 MW af orku. Nú er að fara af stað djúpboranir og þá má reikna með að afl frá einni slíkri borholu geti orðið allt að tíu sinnum meira en venjulegar borhola er að gefa í dag!
Framtíðin er björt - Ekki satt?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.9.2007 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.