Hvaða búnað þarf til að ferðast á jökli og stunda ísklifur?

Til að fólk geti aðeins gert sér grein fyrir þeim aðstæðum sem björgunarsveitarmenn eru að vinna við á Svínafellsjökli, þá má skoða eftirfarandi myndaseríu. Þessi mynd sýnir vel hversu hrikalegur og erfiður yfirferðar jökul getur orðið.

Mest hætta á svona stað er ef mikið skrið er á jöklinum og ef hann fellur fram af kanti þar sem hann nær að brotna á yfirborðinu og ná þá sumar sprungurnar alveg niður í botn. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En fyrir þá sem ætla að fara stunda göngur og klifur á jökli ættu að byrja á því að fá sér góða skó eins og þessa hér. En þessir skór eru sérútbúnir til að ganga á ís og eru ekki ósvipaðir skíðaskóm. Nema hvað þessir eru í þægilegri kantinum og henta líka ágætlega sem gönguskór.

Á þessa skó er auðvelt að festa ísbrodda (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá ís- og klifurbroddana sem smelt er á skóna og er svona búnaður algjört lykilatriði þegar verið er að ferðast á jökli.

Einnig er hægt að fá einfaldari brodda sem hægt er að binda á venjulega gönguskó. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta öryggistæki sem þarf að hafa með er ísexi eins og þessi mynd sýnir. Hún er mikilvægt öryggistæki þegar verið er að ferðast á ís.

Hér er sýnd notkun á ísexi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef aðstæður eru erfiðar og hættulegar, þá er sett öryggislína á milli til að tryggja ef einhver félli t.d. óvænt í gegnum þunna snjóbrú sem gæti legið yfir sprungu.

Hér má sjá notkun á öryggislínu. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir þá sem eru vanir og vel þjálfaðir í ísklifri er lítið mál að fara upp þverhníptan ísvegg eins og þessi kona er að gera hér. En með réttum búnaði þá er ferðamennska á jökli auðveldur ferðamáti.

Hér klifrar kona upp ísvegg og til þess notar hún ísbrodda og tvær ísaxir. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðstæður á jökli geta verið fjölbreyttar og það sama gildir um veðrið

Hér er rigning eða vel blaut slydda og ef að fólk er vel búið, þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á íslandi er stór hópur fólks sem leggur á sig gríðarmikið óeigingjarnt starf þegar óhöpp gerast. Það eru þrautþjálfaðar fólk út um land allt sem er fljótir að mæta þegar aðstæður kalla eins og við Vatnajökul þessa daganna. Kostnaðurinn er gríðarlegur í sérhæfðum búnaði, tækjum og fatnaði sem þetta fólk þarf að fjárfesta í.

Hér er hópur að undirbúa sig til ferðar og er margt sem þarf að huga að. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er þetta ein af mörgum ástæðum fyrir því að fólk er að leggja allt þetta erfiði á sig. En jökulinn er síbreytilegur og getur tekið á sig ýmsar kynjamyndir. Hér má sjá hvar lítill foss fellur út um gin á hákarlskjafti!

Gaman getur verið stundum að mynda kynjamyndir úr ís á jöklum. Þeir sem eru að stunda ferðamennsku á jöklum, verða fljótt heillaðir af fjölbreytileika og drungalegri fegurð sem vatnið er að taka á sig í föstu og fljótandi formi. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nánast flestir ferðamenn sem koma til landsins hafa aldrei átt þess kost að komast á jökul og hvað þá að fá að skoða íshelli eins og þessi hópur hér fékk að upplifa.

Hér hefur vatn í upphafi runnið niður um litla sprungu a jöklinum og með tímanum náð að stækka vatnsrásina og að lokum orðið þessi myndalegi svelgur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Björgunarsveitarmaður slasaðist á Svínafellsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband