22.8.2007 | 10:33
Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort
Ég átti þess kost að fljúga yfir Svínafellsjökul á mótorsvifdreka og tók þá þessar myndir. Myndirnar sýna vel hversu hrikalegt svæðið er yfirferðar.
Hér byrjar flugið upp skriðjökulinn og má sjá bílastæðið þar sem vinsælt er fyrir ferðamenn að stoppa og þaðan er venjulega gengið upp með jöklinum.
Háls er fyrir ofan bílastæðið og Illuklettar þar fyrir ofan. Fyrir framan jökulinn er síbreytilegt jökullón þar sem jökulárnar Öldukvísl (nær) og Svínafellsá (fjær) renna. Svínafellsheiðin er svo hinu megin við skriðjökulinn (fjær) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á
Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta
Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn
Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.
Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður
Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.
Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklega er einn reyndasti fjallaklifurmaður þessa svæðis Snævarr Guðmundsson. En hann er búinn að fara mikið um fjöllin í nágrenni Skaftafells og þekkir sum þeirra eins og lófana á sér.
Snævarr Guðmundsson kennari í gönguleiðsögu í MK þegar ég var í námi þar á sínum tíma (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. en annars var ég að ganga á ís með ferðamenn á Sólheimajökul í gær í um 2 tíma og hef "aldrei" lent í annarri eins rigningu. En eins og við vitum þá er suðurströnd landsins eitt það úrkomumesta og ekki langt frá leitarsvæðinu er eitt úrkomumesta regnsvæði landsins, Kvísker í Öræfum.
Hér byrjar flugið upp skriðjökulinn og má sjá bílastæðið þar sem vinsælt er fyrir ferðamenn að stoppa og þaðan er venjulega gengið upp með jöklinum.
Háls er fyrir ofan bílastæðið og Illuklettar þar fyrir ofan. Fyrir framan jökulinn er síbreytilegt jökullón þar sem jökulárnar Öldukvísl (nær) og Svínafellsá (fjær) renna. Svínafellsheiðin er svo hinu megin við skriðjökulinn (fjær) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á
Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta
Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn
Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.
Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður
Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.
Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Líklega er einn reyndasti fjallaklifurmaður þessa svæðis Snævarr Guðmundsson. En hann er búinn að fara mikið um fjöllin í nágrenni Skaftafells og þekkir sum þeirra eins og lófana á sér.
Snævarr Guðmundsson kennari í gönguleiðsögu í MK þegar ég var í námi þar á sínum tíma (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. en annars var ég að ganga á ís með ferðamenn á Sólheimajökul í gær í um 2 tíma og hef "aldrei" lent í annarri eins rigningu. En eins og við vitum þá er suðurströnd landsins eitt það úrkomumesta og ekki langt frá leitarsvæðinu er eitt úrkomumesta regnsvæði landsins, Kvísker í Öræfum.
Um 60 björgunarsveitarmenn leita að þýskum ferðalöngum í Skaftafelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Ætla svosem ekkert að kommenta um týndu mennina, annað en vona að það skýrist hvað af þeim hefur orðið. Myndirnar þínar og kortin eru hins vegar alger snilld og alltaf jafn gaman að kíkja á þína síðu.
Halldór Egill Guðnason, 22.8.2007 kl. 12:13
Viltu kíkja á mitt blogg og hjálpa til (aftur) ?? Please!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.