Nú geta hinir sem selja "dýrt" áfengi á svæðinu verið ánægðir!

Nú geta hinir sem selja "dýrt" áfengi á svæðinu verið ánægðir. Búið að ryðja samkeppninni úr vegi.

Líklega hefði verið einfaldast að setja reglu um að áfengi mætti ekki sjást á almannafæri!

Það er orðið grátbroslegt að horfa upp á alla þá sem geta "ekki" látið sá sig öðruvísi á mannamótum eða labbandi á milli staða í miðbæ Reykjavíkur um helgar án þess að "styðja" sig við eins og eina bjórdós! Það er víst inn eða cool í dag :)

En svo að það komi skýrt fram, þá drekk ég ekki áfengi sjálfur og aldrei gert. Fyrir því er ofureinföld ástæða. Það eru of mörg vandamál sem fylgja þeim ósið og má nefna nýjasta dæmið því til sönnunar þar sem taka þurfti með valdi þvagsýni úr konu sem var ofurölvi - Og að sjálfsögðu var hún EKKI full :)


mbl.is Kælirinn fjarlægður úr vínbúðinni í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Já ég held að þetta sé dulbúið átak fyrir bjórssölustaði miðbæjarins um miðjan dag. Ríkið lokar klukkan 18 á laugardögum og ég sé ekki að sala á stykkjatali auki þá neyslu. Frekar myndi það auka neysluna ef fólk þyrfti að kaupa bjórinn í kippum því þá endist þeim veigarnar lengur.

Villi Spámaður fær okkur öll til að hlæja

Steinn Hafliðason, 22.8.2007 kl. 09:00

2 identicon

Ef hún var ekki full af hverju var áfengismagnið 1,43 prómill og af hverju er verið að ákæra hana.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item167139/

Maður Lifandi (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 09:45

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var nú bara að notast við smá öfugmæli með því að nota orðið "EKKI" með stórum stöfum.

En hjá alkahólistum og fyllibyttum getur stundum verið tamt að sverja af sér svo augljósar staðreyndir að það er ekki annað en hægt að brosa og vorkenna viðkomandi. En er ekki annars allt leyfilegt "Ef þú ert bara fullur"?

Nú er til orðið svo fín tækni til að hjálpa fólki til að reikna út áfengismagn í blóði og er fín reiknivél hér:

http://www.doktor.is/article.aspx?greinID=749

Segjum að konan hafi verið 75kg og miða við að það mældist 1,43 prómill magn í blóði hjá henni, þá samkvæmt formúlunni hefur hún náð að innbyrða milli 6-7 áfengra drykkja (er þá átt við 33 cl sterkan bjór eða 2,8 cl af sterku víni)

Samkvæmt þessum tölum, þá eru áhrif á

Tilfinningar og hegðun:

Alvarleg skerðing líkamlegrar og andlegrar starfsemi

Aksturshæfni:

Skynjun og dómgreind brenglast verulega. Ekur í þokumóðu og hefur nánast enga stjórn á ökutæki.

Enda fór sem fór!

P.s. vissi ekki að Villi væri í S.Á.Á

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.8.2007 kl. 10:31

4 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þessi gerningur Vilhjálms hefur ekkert með stöðu hans sjálfs að gera. Þetta er pressa frá vertum í grennd við Austurvöll

Þórbergur Torfason, 22.8.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband