Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana

Þetta var flottur árangur hjá Indverjunum. En þeir voru að ljúka hringflugi sínu um jörðina á fisi.

Mörgum kann að þykja að þessi "flugvél" sem þeir kapparnir voru á sé ekki ósvipuð venjulegri flugvél. Það er í raun þannig í flestum nema að kröfur sem flugmálayfirvöld gera er að vélin má að hámarki vera 450 kg fullhlaðin.

Fis hefur opnað mörgum möguleika á að stunda flug en kröfur eru mun minni sem gerðar eru til flugmanna slíkra flugtækja heldur en í einka- og atvinnuflugi.

Það er mikill uppgangur í fisflugi á Íslandi þessa dagana og á síðustu 2-3 árum hafa verið flutt inn og sett saman um 20 fis. En stóri liðurinn í þessu öllu saman er að fisflugmenn mega sjá um samsetningu og viðhald á sínum flugvélum sjálfir og er því um eins konar grasrótarsamtök áhugamanna um flug að ræða og gróskan mikil.

Hér má sjá spennta fisflugáhugamenn taka út nýtt fis sem kom í Júní 2005 til landsins. Hér er um að ræða hálfsamsetta flugvél en ekki kit sem að margir eru að kaupa sér og getur tekið hundruð klukkustunda að setja saman.

Hér eru fisflugmenn að aðstoða við að taka fisið út úr gámnum.

Nýtt fis af gerðinni Zenith CH601-UL með Rotax 912s mótor í eigu Gylfa Árnasonar og Sigurjóns Sindrasonar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er búið að setja vélina saman í einu af nýju flugskýlum fisfélagsins sem staðsett er upp við Grund undir Úlfarsfelli.

Hér er flugvélin að verða klár til að fara í sitt fyrsta prufuflug.

Nýjasta flugskýi fisfélagsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er hópur félagsmanna og annarra áhugamanna um flug samankomnir við flugbrautina við Grund til að fylgjast með fyrsta testflugi TF-137

Félagsmenn bíða spenntir eftir fyrsta flugi þessara nýju fisvélar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hálfdán Ingólfsson, margreyndur flugmaður að vestan, er fengin til að "test" fljúga vélinni

Ekki er annað að sjá en að flugið gangi vel (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo linkur á heimasíða fisfélagsins fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar: http://www.fisflug.is/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Indverskir flugmenn slógu met í hnattflugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband