Hvar kemur þessi olíuhreinsistöð til með að rísa? Mynd + kort

Ég vona að ég sé að fara með rétt mál hér. En nafnið Hvesta hljómar nú ekki beint kunnuglega. Staðurinn er um 6 km frá Bíldudal.

Fínar myndir ásamt loftmynd af svæðinu með örnefnum má einnig sjá hér (ef klikkað er á gulu punktana á sumum myndanna, þá koma upp örnöfnin sem er undir viðkomandi punkt):

http://www.mr.is/~gk/hvesta/hvesta.htm

En myndirnar sem linkurinn vísar á eru unnar af Guðbjarti Kristóferssyni

Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo kort af má Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn

Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Búinn að skoða myndirnar hjá þér og eftir það finnst mér það algert glapræði að ætla að planta niður einhverrir olíuhreinsistöð á svæðinu.  Þvílík náttúruperla sem Vestfirðir eru.

Kannski smá hlutdrægur, enda brottfluttur vestfirðingur sjálfur :) 

Ívar Jón Arnarson, 17.8.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband