Þá styttist í það að Vatnajökull verði stærsti þjóðgarður í Evrópu

Vatnajökul og svæðið í kringum hann er líklega einstakt í heiminum. Jökulinn er stærsti jökull Evrópu (rúmmál) og þarna er gríðarlegt ísmagn samankomið á einn stað eða um 4000 km³ sem þekur um 8100 km² lands.

Þarna má finna virkustu eldfjöll landsins, hæsta fjall landsins, Jökulsárlónið, Grímsvötn, Kverkfjöll, flotta íshella, háhitasvæði, eitt mesta regnsvæði heimsins, stærstu sanda landsins, hamfarahlaup og svona mætti lengi telja.

Nú stendur til að gera Vatnajökul af þjóðgarði. Svæðið mun þá ná yfir 15.000 ferkílómetra eða sem samsvarar 15% af yfirborði Íslands og verða þar með stærsti þjóðgarður í Evrópu.

Þarna má finna fjölbreytta möguleika fyrir ferðamenn eins og að ganga á Hvannadalshnjúk hæsta fjall landsins 2110 m hátt. Skaftafellssvæðið býður upp á fjölda gönguleiða eins og Svartafoss, Kristínartindar og Mossárdal. Fara má flotta 4x4 leið upp í Jöklasel þar sem hægt er að fara í jeppaferðir inn á jökul og komast á vélsleða. Fara má í magnaðar gönguferðir um Lónsöræfi þar sem jarðfræðin er ótrúleg á þeirri leið. Ég mæli sérstaklega með heyvagnaferðir út í Ingólfshöfða, ógleymanleg upplifun.

Horft upp eftir Svínafelljökli þar sem verið er að fljúga upp jökulinn í átt að Hvannadalshnjúk (2110m) hæsta fjalli landsins.

Skriðjökulinn Svínafelljökull (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á stærsta skriðjökli landsins, Breiðamerkurjökull, má sjá jökulruðninga sem er grjótsvarf af fjallstindum sem liggja ofar á jöklinum.

jökulruðningar í Breiðamerkurjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óhætt er að segja að Svartifoss er ein vinsælasta náttúruperlan í Skaftafelli, en í Skaftafell koma tæp 200 þúsund ferðamenn á ári.

Svartifoss í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gönguleiðin upp að Kristínartindum er vinsæl gönguleið og er útsýnið þaðan stórfenglegt.

Kristínartindar í Skaftafelli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flott vinsæl gönguleiðin er frá Skaftafelli inn í Morsárdal.

Hér horfir par niður í Morsárdal frá gönguleiðinni á Kristínartinda (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heyvagnaferð út í Ingólfshöfða mæli ég með að allir fari í.

Hópur ferðamanna á leið út í Ingólfshöfða. Öræfasveitin með Hvannadalshnjúk í baksýn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jökulsárlónið er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn á svæðinu

Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margir ferðamenn fá sér siglingu Jökulsárlóninu

Siglt á Jökulsárlón/Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Illikambur og Lónsöræfi er mjög vannýtt svæði af göngufólki

Illikambur og Lónsöræfi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í Kverkfjöll mættu fleiri ferðamenn koma, en þar má finna fullt af flottum jarðfræðilegum fyrirbærum. Hér eru myndir af íshellinum í Kverkjökli

íshellirinn í Kverkjökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nóg í bili, greinilega nóg sem ný stjórn þarf að huga að varðandi Vatnajökulssvæðið.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband