16.8.2007 | 00:25
Ég tek stundum lagið "Please release me let me go" :)
Ég skrapp til Kína fyrir nokkrum árum og lenti þá í þeirri merkilegu lífsreynslu á einu hótelinu að þurfa að taka þátt í smá "skemmtun". En hún gekk út á að ferðahópurinn kom saman í þar til gerðu herbergi sem var sérhannað til að syngja í "Karókí"! Þessi herbergi eru á nánast hverju hóteli í Kína og þarna eru flottar græjur og fallegar meyjar sem sjá um að færa hópnum veigar og aðra þjónustu.
Ég verð að viðurkenna að fram að þessu hafði söngur ekki verið mitt uppáhald og reyndi ég að syngja nokkra Elvis Presley slagara með misjöfnum árangri.
Það var ekki fyrr en þarna í Kína sem fordómar mínir kolféllu gagnvart þessari iðju sem svo margir stunda. En þessi skemmtilegi leikur snýst ekki beint um sönghæfileika, heldur að gera sjálfan sig og sjá aðra gera sig af fíflum. En svo er alltaf einn og einn sem er mjög góður söngvari og þá er það bara bónus. En á svona samkomum er mikið hlegið og þá koma þessir laglausu sterkir inn :)
Hér er hópur leiðsögumanna samankomin í útskriftarferð að syngja í Skaftafelli
Tveir góðir að taka saman lagið My Way eftir Frank Sinatra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo virka ABBA lögin alltaf vel og leikkonurnar áttu ekki í erfiðleikum með að syngja þau lög með miklum tilþrifum
Tvær góðir að taka saman lagið Waterloo (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópur leiðsögumanna samankomin í ferð inn í Þórsmörk sem Börkur sá um að skipuleggja
Tvær góðar að taka lagið saman (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo í lokin þá er hér myndir úr Kínaferðinni þar sem sungið lagið Love Me Tender af mikilli innlifun
lagið Love Me Tender sungið í Kína (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ég verð að viðurkenna að fram að þessu hafði söngur ekki verið mitt uppáhald og reyndi ég að syngja nokkra Elvis Presley slagara með misjöfnum árangri.
Það var ekki fyrr en þarna í Kína sem fordómar mínir kolféllu gagnvart þessari iðju sem svo margir stunda. En þessi skemmtilegi leikur snýst ekki beint um sönghæfileika, heldur að gera sjálfan sig og sjá aðra gera sig af fíflum. En svo er alltaf einn og einn sem er mjög góður söngvari og þá er það bara bónus. En á svona samkomum er mikið hlegið og þá koma þessir laglausu sterkir inn :)
Hér er hópur leiðsögumanna samankomin í útskriftarferð að syngja í Skaftafelli
Tveir góðir að taka saman lagið My Way eftir Frank Sinatra (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo virka ABBA lögin alltaf vel og leikkonurnar áttu ekki í erfiðleikum með að syngja þau lög með miklum tilþrifum
Tvær góðir að taka saman lagið Waterloo (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópur leiðsögumanna samankomin í ferð inn í Þórsmörk sem Börkur sá um að skipuleggja
Tvær góðar að taka lagið saman (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo í lokin þá er hér myndir úr Kínaferðinni þar sem sungið lagið Love Me Tender af mikilli innlifun
lagið Love Me Tender sungið í Kína (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Finnar setja heimsmet í maraþonkarókí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 00:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.