Staðreyndin er að það er víða pottur brotinn í stjórnsýslunni - Nýir vendir sópa best

Gaman að fylgjast með því þegar nýir menn mæta svona á svæðið. Það fyrsta sem að þeir gera er að hrista aðeins upp í kerfinu, þó ekki væri nema til að láta vita að þeir séu mættir og vilja að tekið sé mark á þeim.

Áður en langt er um liðið, þá fellur allt í ljúfa löð aftur og allt hefur sinn vana gang. Við skulum þó vona að þetta sé ekki fyrsta og síðasta verk ráðherra á þessum nótum. Hann virðist umfram aðra, þó hafa smá þor til að tak á þeim málum sem að honum er treyst fyrir.

Til hamingju í nýju starfi og vonandi verður haldið áfram á sömu braut og svona í lokin, þá mættu aðrir ráðherrar taka upp sömu vinnubrögð, þó ekki væri nema til tilbreytingar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

Þar sem það komu óskir um að það fylgdi ljósmynd með þessu bloggi, þá verð ég að láta verða að því í þetta skiptið. Venjulega þykir mér stjórnsýslan ekki hafa hlotnast slíkur heiður nema þá í sérstökum undantekningartilfellum eins og núna.

Hafnarhúsið við Tryggvagötu

Í þessu húsi eru ýmsar stofnanir eins og Listasafn Reykjavíkur og svo Samgönguráðuneytið sé hér um ræðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)



mbl.is Verklagsreglur samgönguráðuneytisins brotnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Hva.... engar myndir meðþessari færslu? Trúi varla að þú hafir ekki flogið yfir samgönguráðuneytið

S. Lúther Gestsson, 15.8.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Er þessi mynd nógu góð handa þér?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.8.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband