11.8.2007 | 10:11
Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti
Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornarfirði og svo í Vestmannaeyjum.
Svona lítur höfnin út í Þorlákshöfn úr lofti
Höfnin í Þorlákshöfn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem umræðan fór að snúast svo mikið um ferjusiglingar til Vestmannaeyjar, þá mátti ég til með að bæta inn þessari mynd hérna:
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!
Linkur á Fred. Olsen Express
Hér gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem við vorum á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Svona lítur höfnin út í Þorlákshöfn úr lofti
Höfnin í Þorlákshöfn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem umræðan fór að snúast svo mikið um ferjusiglingar til Vestmannaeyjar, þá mátti ég til með að bæta inn þessari mynd hérna:
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!
Linkur á Fred. Olsen Express
Hér gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem við vorum á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.
Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vilja stórskipahöfn í Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt 12.8.2007 kl. 21:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Kjartan Pétur Sigurðsson
Leiðsögumaður og fræðingur með fjölbreytileg áhugamál.
Reynt verður að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli þar sem íslensk mannlíf og náttúra verður í fyrirrúmi.
Vefur: WWW.PHOTO.IS
ÝMSAR PÆLINGAR KPS
#0: HUGMYNDABANKI
#1: Byggjum nýtt skíðasvæði
#2: Íslenskt létt-lestarkerfi
#3: Hellisheiði virkjun myndir
#4: Jarðgöng Rvk-Kjalarnes
#5: Nýr Gullhringur og hér
#6: Jarðlestarkerfi Reykjavík
#7: Bílajarðgöng Reykjavík
#8: Bílajarðgöng Kópavogur
#9: Álhringur lest Austfirðir
#10: Demantshringurinn Norðurland lestarkerfi
#11: Jarðgöng Vestmannaeyjar
#12: EXPO 2010 hugmynd
Reynt verður að láta óritskoðað mynda-blogg tala sínu máli þar sem íslensk mannlíf og náttúra verður í fyrirrúmi.
Vefur: WWW.PHOTO.IS
ÝMSAR PÆLINGAR KPS
#0: HUGMYNDABANKI
#1: Byggjum nýtt skíðasvæði
#2: Íslenskt létt-lestarkerfi
#3: Hellisheiði virkjun myndir
#4: Jarðgöng Rvk-Kjalarnes
#5: Nýr Gullhringur og hér
#6: Jarðlestarkerfi Reykjavík
#7: Bílajarðgöng Reykjavík
#8: Bílajarðgöng Kópavogur
#9: Álhringur lest Austfirðir
#10: Demantshringurinn Norðurland lestarkerfi
#11: Jarðgöng Vestmannaeyjar
#12: EXPO 2010 hugmynd
Spurt er
Er ekki komin tími á að íslendingar setji upp umhverfisvænt lestarkerfi?
Já 83.3%
Nei 16.7%
1363 hafa svarað
Á að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn og stækka Gullna Hringinn?
Já 86.2%
Nei 13.8%
900 hafa svarað
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Fjölmiðlar
- Flug
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Hönnun, þróun, góð hugmynd
- Íþróttir
- Jarðfræði
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Ljósmyndun
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
FORUM UMRÆÐUR
Áhugaverðir umræðuvefir
- Blogg mitt á Visir.is Það eru fleiri fjölmiðlar sem bjóða upp á blog
- Travel - Ferðast á Íslandi Travel in Iceland • Ferðast á Íslandi, Guiding in Iceland • Leiðsögustarfið, Where to go and what to see • Hvert á að fara og hvað á að skoða, Hiking and Backpacking Guide • Gönguleiðsögn, Ice and mountain climing • Ís- og fjallaklifur, Kayak sport • Kayak siglingar, Diving sport • Köfun
- Flying - Flug á íslandi Flying in Iceland • Flug á íslandi, Hangglider • Svifdrekaflug, Paraglider • Svifhlífar, Trike flying • Flug á mótorsvifdrekum, 3-axis microlight • 3ja ása fis, Clubhouse and Hangar • Aðstaða og flugskýlismál, Security tips in flying - Teaching guide • Öryggismál í flugi - kennsla, Stjórnir, nefndir og framkvæmdir
- Pólitík, tæknimál og fl. Weather Veður og veðurfar, Goverment of Iceland Stjórnsýslan og embætismannakerfið á Íslandi, Computer Tölvumál, Newest technology Nýjasta tækni,
PHOTOS • MYNDIR
Vefir tengdir ljósmyndun
- Leit Search www.photo.is myndaleit á photo.is
- WWW.PHOTO.IS Ferða- og ljósmyndavefur
- KPS Youtube myndbönd Ýmis myndbönd sem hafa verið útbúinn í gegnum tíðina
- KPS Flickr.com myndir Ljósmyndir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 784089
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- andrigeir
- annaeinars
- annalilja
- apalsson
- agbjarn
- arnigunn
- asabjorks
- ormurormur
- asdisran
- safinn
- baldvinj
- pelli
- berglist
- kaffi
- birgitta
- bragir
- braxi
- gattin
- bryn-dis
- bryndisisfold
- brynja
- bibb
- brylli
- brandarar
- tourguide
- ding
- dofri
- kvotasvindl
- eggman
- jari
- einari
- jaxlinn
- emilhannes
- erla1001
- kamilla
- eydis
- ea
- uthlid
- fridaeyland
- africa
- kransi
- gretaulfs
- grumpa
- gudni-is
- gudbjornj
- fifudalur
- mosi
- godpool
- lostintime
- gurrihar
- faraldsfotur
- gudrunmagnea
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gbo
- guru
- tudarinn
- hallgrimurg
- vulkan
- harpaelin
- heidistrand
- skessa
- heidathord
- blekpenni
- diva73
- herdis
- herbja
- himmalingur
- hjorleifurg
- hjorturgud
- maple123
- don
- hreinsamviska
- minos
- horduragnarsson
- ingolfurasgeirjohannesson
- kreppan
- jeg
- jogamagg
- hansen
- joiragnars
- jonaa
- jonasantonsson
- jas
- jonhalldor
- fiski
- jon-o-vilhjalmsson
- jonpallv
- jonr
- skodunmin
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- drhook
- gassir
- karlol
- kari-hardarson
- kentlarus
- askja
- kjarrip
- kreppukallinn
- snyrtistofa
- bubot
- lauola
- larahanna
- lara
- lotta
- liljabolla
- lillagud
- liljan
- lindalea
- lydurarnason
- magnusvignir
- mammzla
- maggaelin
- elvira
- marinogn
- marinomm
- gummiarnar
- martasmarta
- manisvans
- methusalem
- morgunbladid
- mortenl
- nanna
- alvaran
- omarragnarsson
- huldumenn
- svarthamar
- skari60
- pallthayer
- ljosmyndarinn
- peturgauti
- proletariat
- hnodri
- raksig
- totally
- siba
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggivalur
- zunzilla
- skaftie
- skastrik
- luther
- snorrihs
- fia
- shv
- stefanjonsson
- eyjann
- stormsker
- saemi7
- solvi70
- theodorn
- toshiki
- tryggvigunnarhansen
- daystar
- vefritid
- eggmann
- vilhelmina
- vilhjalmurarnason
- postdoc
- harleyguy
- visindi
- steinibriem
- thorsteinnerlingsson
- steinisv
- valli57
- toro
- ovinurinn
- steistei
- aevark
Athugasemdir
Það hafa reyndar orðið umtalsverðar breytingar á höfninni vegna mikilla framkvæmda frá því að þessi mynd er tekin og samkvæmt áætlun hjá þeim í Þorlákshöfn er nóg eftir innan hafnarinnar. En varðandi höfn á suðurströndinni þá er vissulega erfiðara að gera höfn á sandströnd en það er þó vel unnt og þekkist víða erlendis. Þær kosta þó talsvert og svo þarf oft að kosta meira til þeirra í rekstri vegna sandburðar inn í hafnirnar og innsiglingu að þeim. Ég tel reyndar að Bakkafjöruhöfn væri skynsamlegri kostur fyrir Eyjamenn heldur en hraðskreiðari ferja. Það munar að þurfa aðeins að vera í 30 mínútur á siglingu heldur en 2 klukkustundir en hraðskreiðari ferja næði ekki að fara á mikið styttri tíma en það milli Þorlákshafnar og Eyja.
Birkir (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 11:28
það gleymist alltaf að tala um hvað tekur langan tíma að fara til bakka úr bænum og fleiri stöðum
Óli (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 12:30
Vegalengdin frá Reykjavíkurflugvelli niður á hafnarbakkann í Þorlákshöfn er 52 km á meðan fjarlægðin niður í fjöru við Bakka er 137 km sem er munur upp á 85 km. Það er ca. 1 kl.st. aukalega í akstur! Það tekur ca. 40 mín. að aka Þorlákshafnarleiðina á meðan Bakkaleiðin tekur um 1:40 mín.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.8.2007 kl. 12:56
En hraðskreið ferja úr eyjum í Bakkafjöru?
Sé fyrir mér að rútur stoppi við Bakkafjöru. Þá þarf kannski ekki einu sinni bíl til að fara til eyja. Svona eins og með flugið.
Ólafur Þórðarson, 11.8.2007 kl. 18:16
Mér sýnist að mestur tími sparist á því að vera með hraðskreiða ferju frá Þorlákshöfn. Ef hægt væri að ná tímanum á ferjunni úr 2 kl.st. í 1 kl.st. þá myndi bíll ekki geta keppt við þann tíma. En þá myndi sparast minnst 30 mín. miða við að ef ekið yrði á bíl alla leið á Bakka og svo tekin ferja þaðan til Vestmannaeyjar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.8.2007 kl. 23:05
Kjartan, það eru 40 sjómílur frá bryggju í Vestmannaeyjum og að bryggju í Þorlákshöfn og Herjólfur er oftast 2 tíma og 45 mín þessa leið. Það er því lítill möguleiki að ná þessum tíma níður í 1 klukkustund. En það eru til góðar ferjur sem ganga 22 til 25 mílur og þá er tíminn komin niður í 2 tíma og jafnvel 1 tíma og 45 min. ef veður leyfir.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.8.2007 kl. 18:36
Sæll Sigmar og fleiri.
Ég fór aðeins að skoða þessi mál betur og bætti inn myndum af ferju sem að ég tók myndir af fyrr í sumar á Kanarí ásamt tengingu á upplýsingar um ferjuna.
Það forrit sem að ég er með, mælir sjóleiðina um 76 km sem gefur 41 sjómílu (nm). 22 - 25 sjómíla/klst. gera þá 40,70 - 46,25 km/klst. (1 sjómíla/klst. = 1,85 km/klst.) miða við að sigla rétta leið inn að Heimaey.
Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.
Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!
Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.8.2007 kl. 20:37
Svo er spurning um að vera með núverandi ferju áfram og bæta við litlum bát sem siglir 60 sjómílur fyrir hraðari umferð.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 12.8.2007 kl. 21:26
Það sem mér hefur sýnst að flestir Eyjamenn vilji er að eyða sem stystum tíma um borð í skipi og þess vegna tel ég Bakkafjöruna skynsamasta kostinn. Ástæða þessa er sjóveiki sem er oft vandamál um borð í ferjunni. Svona hraðskreið ferja sem Kjartan sýnir á mynd gæti verið mjög fljót í förum milli Eyja og Þorlákshafnar en þá þarf að hafa í huga að hraði slíkra ferja er bundinn sjólagi í innhöfum en ekki fyrir opnu úthafi eins og hér við land. Flesta daga ársins væri jú sjálfsagt hægt að keyra duglega en þegar brælir þá verður svona skip að slá af ferð rétt eins og öll önnur skip, og þá lengist ferðatíminn í hafi með tilheyrandi sjóveiki. Ég held að ef vel er skoðað þá geti flestir sætt sig við að auka ferðatíma í bíl um eina klukkustund og í staðinn að stytta siglingatíma úr 2:45 klst í hálftíma. En svona hraðskreið ferja er jú einn möguleikinn sem mér finnst rétt að skoða eins og alla aðra skynsama möguleika.
Birkir (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 01:12
Ég held að skipið eins og myndin sýnir sé mjög gott og stöðugt sjóskip. En það nær sér nánast á flug með því að plana og lyfta sér yfir öldutoppana. Þetta skip er að sigla á milli eyja á Kanarí með góðum árangri og er þar að mestu siglt fyrir opnu úthafi. Ég sigldi á sama tíma svipaða leið með samsvarandi ferju sem tók þá bara fólk og minni farangur.
En ef að það á að fara að leggja nýjan góðan veg með suðurströndinni, þá verður Bakkafjara sterkari kostur. Einnig ef á að reisa enn eitt álverið, þá væri möguleiki á að hafa það nálægt Bakkafjöru og spara þar með lagnir fyrir háspennulínur. En það er þegar búið að hanna nokkrar virkjanir fram í tímann á svæðinu þar fyrir ofan og eitthvað austur með.
Nú er verið að reisa vatnsverksmiðju við Þorlákshöfn og einhverjir eru að tala um að það sé ekki mjög heppilegt að blanda því saman með málmbræðsluiðnaði.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 13.8.2007 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.