Það er töluvert siglt með ferðamenn innan um ís á Íslandi

Þeir mega eiga það sem eru að reka aðstöðuna við Jökulsárlón eða Breiðamerkurlón að þeir eru mjög passasamir með alla sína farþega. Ekki hefur komið upp sambærilegt slys eða tjón vegna þess að þeir séu að sigla of nálægt ísjökunum á lóninu. Með hverjum hjólabát af farþegum siglir einn gúmmíbátur með til öryggis til að passa upp á að allt sé í lagi.

Hér er mín uppáhalds mynd af lóninu. Sólin að koma upp í austri kl. 4 að morgni.

Jökulsárlón Breiðamerkurlón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá aðstöðuna við lónið og Öræfajökul í baksýn, þar sem hæsta fjall landsins er, Hvannadalshnjúkur 2110m.

Hér er aðstaðan fyrir hjólabátana við Jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er einn á gúmmíbát að kanna aðstæður og finna réttu siglingaleiðina fyrir hjólabátinn.

Siglt innan um ísjakana á jökulsárlóninu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er farið yfir þróun svæðisins með ferðamönnum og ekki er slæmt að smakka á 1000 ára gömlum klaka sem veiddur er upp úr jökulsárlóninu fyrir ferðamenn.

Farið yfir þróun svæðisins með ferðamönnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Oft er þraungt á þingi í bátunum. Hér er hópur Spánverja á hringferð um landið. Ótrúleg ferð :)

Spánverjar á siglingu um lónið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jökulbrot féll á skemmtiferðaskip og slasaði 18
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband