Leiðrétting! EKKI flugslys - heldur flugatvik eða óhapp :)

Verð að viðurkenna smá mistök :)

Ég er greinilega farin að nota æsifréttastílinn á fyrirsagnir í blogginu hjá mér.

En þar sem þessi færsla var skrifuð kl. 4 að nóttu eftir langan og erfiðan dag, þá má mér vera smá vorkunn.

Ef það er einhver sem ætti að passa sig á því að slá upp fyrirsögnum um flug í æsifréttastíl, þá ætti það að vera ég.

Vandamálið er oft með allt sem tengist óhöppum í flugi að það vill rata beint á forsíðu fjölmiðla með stórum fyrirsögnum.

Ég var að koma yfir Gæsavatnaleið í fyrrakvöld og fæ þá þær fréttir að flugvél hafi hlekkst á í flugtaki við Nýjadal á Sprengisandsleið. Þyrla var þá ný lögð af stað úr bænum. Engin slys urðu á fólki. En í vélinni voru 2 erlendir flugmenn ásamt 2 farþegum.

Þeir voru víst að reyna flugtak fyrir utan braut til austurs og voru líklega ekki búnir að ná flughraða þegar þeir fara niður hæð og hjólabúnaðurinn lendir svo í hæðinni á móti. En þeir voru víst að reyna utanbrautarflugtak og sandurinn þar var víst heldur mjúkur til þess að þeir næðu fullum flugtakshraða og því fór sem fór.

Hér má svo sjá myndir af slysstað sem tekin var í kvöld um kl. 23:00:


Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mynd af flugatviki eða óhappi við Nýjadal á Sprengisandsleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Flugvél hlekktist á í Nýjadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband