Hér er greinilega verið að stytta leið úr 37km niður í 15 km

Þessi hluti Vestfjarðar er víða mjög fallegur. Hvernig væri nú að nota meira af jarðgöngum í stað þess að krækja fyrir alla þessa firði.

Hér sést vel hvar vegurinn kemur til með að liggja. En hér er horft niður í Gufufjörð og Djúpafjörð.

Nýja leiðin um Barðaströndina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést betur, hvað er verið að tala um. En Það myndi verða sparnaður upp á ca. 22 km ef þessi leið yrði farin.

Kort af svæðinu sem sýnir nýju og gömlu leiðina

Nýja leiðin um Barðaströndina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar ég var að vinna fyrir Skeljung þegar það var og hét, þá sagði Einar Jónsson mér skemmtilega sögu að því þegar hann var að keyra yfir Þorskafjörð á fjöru þar sem nýja vegastæðinu er ætlað að liggja yfir. Hann festi bílinn úti á miðjum firðinum og svo lentu þeir í miklu veseni þegar fór að flæða að. En á þessu svæði er gríðarlegur munur á flóði og fjöru.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Höfða mál gegn umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algeng vitleysa að halda það sé 22 km munur á þessum leiðum. Þverun Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar styttir núverandi veg um 22 km (leið B) en með leið D (þverun Þorskafjarðar og núverandi vegur um Hjallaháls og breyttri legu um Ódrúgsháls) styttir Vestfjarðaveg um 16 km. Það er því 6 km munur á leiðunum. Aftur móti sem mælir líka með leið B er að það þarf ekki að hækka sig upp í rúma 300 m á Hjallahálsi og 180 m á Ódrúgshálsi.

Flott mynd og gott kort

Böðvar (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 11:51

2 identicon

Og þetta er nú dálítil skammsýni hjá heimamönnum og náttúruverndarsinnum líka, þó vissulega sé verið að eyðileggja fallegt og mikilvægt svæði.

En átta þeir sig ekki á hvað náttúrugildi innstu hluta fjarðanna þriggja eykst við þetta.

Þetta verður frábært friðland með nánast engri umferð - það hlítur að vera mikils virði, t.d. hvað varðar sölu á sumarbústaðarlandi. ?

Arnór (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband