Stykkishólmur - myndir

Hér má sjá nokkrar hringmyndir sem ég hef tekið í Stykkishólmi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Efst á hæðinni má svo sjá þetta glæsilega hús sem gnæfir yfir bæinn. Ekki er langt síðan bókasafnið var í þessu húsi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá skemmtilega hringmyndir sem tekin er inni í gamla bókasafninu. Þessi myndartaka var gerð fyrir Sagafilm á sínum tíma og var notuð sem leiktjald í 3D vinnslu. Hér var erfitt að fá lýsingu til að ganga upp bæði innan dyra og utandyra!

Fyrir stuttu var komið fyrir vatnasafni hannað af listamanninum Roni Horn í þessu húsi.

Bókasafnið var lengi vel í þessu húsi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Árið 1845 hóf Árni Thorlacius skipulegar veðurathuganir í Stykkishólmi, sem hafa haldist óslitið síðan. Stykkishólmur er því elsta veðurathugunarstöð á Íslandi.

Loftmyndir teknar í hringflugi fisflugmanna um Snæfellsnes

Horft til norðurs yfir bæinn, sjá má Fellsströng og Skarðsströnd í bakgrunni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá höfnina og nýja Breiðafjarðarferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey.

Þessi mynd er tekin stuttu eftir að nýja skipið kom á Stykkishólm (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Örnefni eru mörg á svæðinu og eyjarnar margar. Sagt er að eyjarnar á Breiðafirði séu eitt af 3 fyrirbærum á landinu sem ekki er hægt að kasta tölu á. Hin 2 fyrirbærin eru Vatnsdalshólar og vötnin á Arnarvatnsheiði.

Kort af Stykkishólmi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 5.000 kr. ríkari eftir sundsprett
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband