Kleppsvegur - Myndir og saga

Þegar Reykjavík var að byggjast upp á sínum tíma, þá var byggt mikið af húsnæði í þessum stíl. Blokkirnar í Breiðholti eins og Aspafell og Æsufell er dæmi um svipaðar byggingar.

Loftmynd af Kleppsveg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Kleppsveg og Sæbraut má finna fallegt svæði sem heitir Laugarnes. Jörðin Laugarnes var eitt þriggja stórbýla á "Seltjarnarnesi". Hinar eru Vík (Reykjavík) og Nes við Seltjörn. Lauganesjörðin var stór, hún náði þvert yfir ,,Seltjarnarnesið”.

Árið 1898 var reistur holdsveikraspítala í Laugarnesi, þar hefur verið braggahverfi og herinn verið með aðstöðu, frægur kirkjustaður og íbúðarbyggð. Nú má finna þar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og nokkur íbúðarhús.

Loftmynd af Laugarnesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frægur Íslenskur kvikmyndaleikstjóri býr á þessum stað og hafa verið miklar deilur um svæðið. En á svæðið hefur verið safnað miklu dóti frá ýmsum kvikmyndarafrekum leikstjórans og þar innan um hefur myndast mikið fuglalíf.

Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og íbúi á Laugarnestanga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er mjög áhugaverður linkur um kvikmyndagerð á íslandi HÉR

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hávaðasamt á Kleppsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband