Enn sem komið er, þá er Þetta nú ekki orðið alveg svona sæmt hér á Íslandi!

Hvað veldur?

Upplausn á því fjölskylduformi sem við höfum lengst af búið við í gegnum aldirnar er að breytast.

Börn og gamalmenni sett á stofnanir á meðan restin vinnur fyrir landsins gagni og nauðsynjum.

Væri ekki ráð að sameina leikskóla og öldrunarstofnanir?

Þessir unglingar í dag hefðu gott að því að hlusta aðeins á þá sem eldri eru.

:)


mbl.is Ömmu hent á haugana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer bara rosalega lítið fyrir okkur unglingum sem að eru ekki til vandræða. Við erum mun fleiri. Það þyrfti bara að leita.

Birkir (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:42

2 identicon

Tja.. í gamla daga þá var gamla fólkið bara "pottað" þegar það var orðið fyrir og illa ernt.. yfirleitt látið liggja á eldhúsgólfinu við ofninn þar sem var hlýjast og þegar tíminn var kominn voru allir nánustu kallaðir til.. pottur settur á hausinn og teypað svo fyrir öll loftgöt.. og þau sofnuðu svefninum langa vært og hljótt.. já svona var nú það hér áður fyrr..

Björg F (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 17:26

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Í dag eru bara notuð lyf!

En er þetta satt? :|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 20.7.2007 kl. 01:25

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Fjölskylduformið er að sjálfsögðu horfið, eins og það var áður.

Þó leikskólar séu "stofnanir" þá sýnist mér svona utanfrá séð þær virka afar vel, börnin læra mikið allt frá unga aldri, held mun meira en áður var.

Versta er að samverustundir fjölskyldunnar eru orðnar allt of stuttar. Það er eiginlega hræðilegt hvað lítið af tíma er aflögu til að eyða með börnunum og spurning hvar velferðin er ef samveran er orðin of lítil. Eiginlega má segja að fjölskyldan sé stundum fórnarlamb hagræðingarinnar, stundum fórnarlamb lágra launa og mjög oft fórnarlamb auglýsingaskrums.

Þessi hugmynd með að sameina eldri borgara og barnauppeldi hefur verið til lengi. Auðvitað á að byrja á þessu sem fyrst og prófa sig áfram í þessum efnum, en forgangurinn virðist í að gera gatnamót to nowhere eins og á Keflavíkurvegi og fleirum vegum.

Ólafur Þórðarson, 22.7.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband