Flugsýningin í Oshkosh í Bandaríkjunum er ein sú stærsta sinnar tegundar.

Hér má skoða myndir úr ferð sem farin var á stærstu flugsýningu í Oshkos í USA.

En þar kom Arngrímur "einkaflugmaður" hjá Atlanta fljúgandi inn á stærstu einkaflugvélinni inn á svæðið (747) árið 2002 :)

Í fylgd með honum var full vél af flugáhugamönnum frá Íslandi.

Loftmynd af svæðinu tekin úr þyrlu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á einu af mörgum flugsöfnum á svæðinu mátti sjá þessa frægu flugvél.

Mynd af Spirit of St. Louis sem var á sýningunni. En Charles Lindbergh var fyrstur til að fljúga yfir Atlantshafið einn frá New York til Paris á þessari vél. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Spurning hvað hefur komið upp á hjá Grænlandsförunum sem eiga að vera með margfallt betri græjur að öllu leiti miða við hvað Lindbergh hafði í sínu flugi.

En veit einhver hvaða bíll þetta er? Eða er þetta flugvél?

Hér má sjá bíl sem smíðaður var fyrir myndina " The Man With the Golden Gun" (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En James Bond, eða 007 fékk þennan sérsmíðaða bíl frá Taylor nokkrum sem hannaði þennan bíl á sínum tíma og kallaði Aerocar

Og svo hér í lokin, þá má sjá flotta hönnun á flugvél þar sem vængurinn er hringur utan um vélina

Flugvél með hringvæng (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En James Bond, eða 007 fékk þennan sérsmíðaða bíl frá Taylor nokkrum sem hannaði þennan bíl á sínum tíma og kallaði Aerocar

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Loftfar brotlendir á Grænlandsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband